Mánudagur, 29. apríl 2013
BAS - stjórnin
Ég tel að það séu þónokkrar líkur á BAS stjórninni. Þ.e. XB, XA og XS starfi saman. Svokölluð "miðjustjórn" þó að þeir munu klárlega starfa til vinstri.
Ljóst er að Sigmundur fær stjórnunarumboðið frá gamla Framsóknarmanninum og forseta Íslands Ólafi Ragnari. Hann mun ræða við Bjarna sem vill ekki gefa eftir forsætisráðherrastólinn. Svo gæti verið erfitt að starfa saman þegar svona ógnarjafnvægi er í gangi. Flokkarnir með jafn marga þingmenn.
XB mun vinna "kapphlaupið til vinstri" og mynda stjórn með XA og XS. Eina málið sem getur stöðvað það er ESB umsóknin. Í XB er mikil andstaða en það gæti verið að lendingin sé þjóðaratkvæðisgreiðsla um áframhaldandi viðræður. En þá væru XA og XS heldur betur að svíkja sitt helsta stefnumál, en annað eins hefur maður oft séð í íslenskum stjórnmálum.
hvells
![]() |
Vill hefja stjórnarmyndun í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
DAS stjórnin líka.
Koma atvinnnulífinu og ESB umsókninni af stað.
D og B er dauði yfir ESB umsókn.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2013 kl. 13:43
Það sem líklega hvetur Sigmund til þess að líta til vinstri er innanhússmál í Framsókn. Þar þarf að friða eitthverja sem hugnast slíkt samstarf, en það getur varla verið ofarlega á blaði hjá forystunni eftir reynsluna af minnihlutastjórninni fyrir 4 árum. Þá var gjörsamlega valtað yfir Framsóknarmenn.
Skúli Víkingsson, 29.4.2013 kl. 14:59
Hvorki xA né xS eru vinstriflokkar, svo þetta stjórnarmynstur sem hér er sett fram sem kenning væri líklega réttnefnd miðjustjórn. Þeir flokkar sem upp eru taldir gætu talist raða sér svona frá miðjunni og út til hægri: xB, xS, xA.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2013 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.