Laugardagur, 27. apríl 2013
Framsókn á metið
Úrslitin í keppninni um besta lýðskrumið í efnahagsflokki liggja nú fyrir. Öruggur með fyrsta sætið er Framsóknarflokkurinn fyrir Forsendubrestinn. Sannkallað meistaraverk sem unnið var af mikilli seiglu, þar sem mýtan um almennan forsendubrest og þörf á leiðréttingu var endurtekin í sífellu þar til hún varð að viðurkenndri staðreynd og öll upplýst umræða slegin út af borðinu með því að bendla þá sem mótmæltu og/eða bentu á aðrar leiðir til þess að aðstoða skuldsett heimili við fjármálaöflin og auðvaldið. Þetta verður ekki toppað í bráð, til hamingju!
Annað sætið hlýtur svo aftur Framsóknarflokkurinn fyrir Já en þú/hann/hún vildi(r) kjósa um ICESAVE mótrökin, sem nú eru fullgild rök gegn öllu sem 40,1% þjóðarinnar segir, í öllum málefnum. Dæmi: Die Hard er frábær mynd. Svar: Nei. Þú hefur rangt fyrir þér, þú vildir semja um ICESAVE. Stórbrotið afrek þar sem grundvallarlögmálum ákvörðunarfræðanna var snúið á hvolf. Í stað þess að meta ákvarðanir fólks út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir þegar ICESAVE málið fór fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru þær nú metnar út frá niðurstöðu dómsmáls sem stórkostleg óvissa ríkti um. Héðan í frá verður því einnig viðurkennt að hver sá sem tekur þátt í rússneskri rúllettu og lifir af mun hafa tekið skynsamleg ákvörðun. Bravó.
hvells
![]() |
Spennandi og tvísýnar kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rett
Hörður (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 16:00
Nú tekur steininn úr, sleggja með hvelli miklum!
Hvílík rökleysa er þetta maður. Sérðu það ekki sjálfur?
En, svona hafa "rökin" verið hjá sumum úrtölumönnum annarra "stórra" flokka sem sumir hverjir sjá nú loksins hvílík mistök það voru að standa ekki með þjóð sinni og landi í Icesave-málinu og reyna að breiða yfir mistök sín með að gera lítið úr þeim 60% kjósenda um Icesave-III sem stóðu með þjóð sinni og fjölskyldum og höfnuðu þeim ólögum.
Kristinn Snævar Jónsson, 27.4.2013 kl. 16:02
Þetta er náttúrulega rétt. Framsókn er popúlískur flokkur og eins og rakið var á bloggi annarsstaðar í gær - þá á hann talsverða sögu í slíkum populisma. Hann hefur í gegnum tíðina stokkið á það sem var í tísku akkúrat á þeim mánuðum er kosningar fóru fram og magnað það upp og gert sig í áróðrinum sem tákn fyrir þá tísku. Sem svo gleymist fljótt í framhaldinu eins og flestar tískur. Er dáldið merkilegt hvernig Framsóknarflokkurinn á sögu í popúlískum fræðum. Þó kosningaloforðið núna sé náttúrlega með slíkum eindæmum að engin dæmi finnast um slíkt í vestrænum samfélögum. Hann lofar fólkinu pening eftir helgi fyrir að kjósa sig.
Nú, varðandi Icesave og dómsmálið per se, að þá er auðvitað ótrúleg hugsanavilla í gangi þar hjá fólki og dæmið um rússneska rúllettu prýðisgott. Samkvæmt uppleggi framsóknar er snjallt ráð að fara bara alltaf í rússnesska rúllettu til að útkljá mál.
En hitt er svo annað, að dómsmálið per se var í framþróun málsins aukaatriði. Vegna þess að það skipti engu máli. Ísland er og ætlar að greiða þessa skuld uppí topp plús álag. Það hefur hefur legið fyrir frá 2009 og algjörlega staðfest fra 2010. Efta dómurinn skipti engu máli - nema að skaðakostnaðurlagðist á landið og lýðinn vegna fíflagangsins. Framsóknarmenn eru búnir að stórskaða hagsmuni landsins með framferði sínu og það tekur miklu meira en 4 ár að bara að laga skaðann sem framsókn olli á kjörtímabilinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2013 kl. 16:22
Icesave-málið allt var slíkt snilldarverk í blekkingum að lengi verður til þess jafnað. Þjóðin kolféll á því prófi og mun aftur falla á prófi í dag.
Og í öllum vitleysis látunum glemdist að ræða og rekja þjófnað Valhallar-bankans á sparifé útlendinga. Það vað aldrei neitt issue, nei, nei, helvítis útlendingarnar áttu það bara skilið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 16:43
Af virðingu fyrir höfund þessa texta sem heitir Balur birti ég restina af færslunni hans.
Þriðja sætið var eftir:
Þriðja sætið hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir „Skattpíninguna“. Með meistaratöktum náði Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp meiri efnahagslegan hægagang en verið hefur og tengja hann allan við skattahækkanir. Með þessum aðgerðumst náðist fullkomlega að skyggja á eftirleik hrunsins sem raunverulegan áhrifavald þess ástands sem við nú lifum við. Þættir eins og almenn óvissa og hægagangur við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, sem olli því að bankar lánuðu lítið til fjárfestinga og fyrirtæki gátu ekki vaxið (rétt eins og víðast hvar erlendis...já, líka í löndum með lága/einfalda skatta, enga verðtryggingu og ekkert eða takmarkað bankahrun), skipta ekki lengur máli. Frábær árangur.
Sér íslenska Laffer-kúrva Sjálfstæðisflokksins á einnig hrós skilið fyrir góðan árangur en komst því miður ekki á pall að sinni.
---Það getur nú vel verið að tekjur aukist í ríkiskassans við skattalækkun til langs tíma. En til skamms tíma er þetta mikill tekjumissir fyrir ríkissjóð á meðan við glímum við 90 milljarða vaxtagreiðslur.
Ég er temmilega ósáttur við alla flokka sem eru að lofa uppúr ríkiskassanum með annaðhvort útgjöldum eða innstreymistapi. Þessar kosningar áttu að snúast um pólítíska sín. ESB, Stjórnarskránna osfrv þar sem útjgöldin er ekki alfa og ómega.
En ég bý á Íslandi, við hverju býst ég LOL
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2013 kl. 18:04
Gleymdi gæsalöppum.
Sleggjan byrjar að tala þegar" ----Það getur nú vel verið að ekjur aukist....... "
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2013 kl. 18:09
Björt Framtíð, Lýðræðisvaktin og Regnboginn mega þó eiga það að þau lofuðu ekki stórfelldum tekjumissi eða útgjöldum. Svo þessir flokkar njóti sannmælis.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2013 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.