Föstudagur, 26. apríl 2013
XD í 30%
Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum. Það er stjórnvalda að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið svo nýta megi krafta einstaklinganna til fulls.
Stjórnvöld eiga að vinna með atvinnulífinu ekki á móti því. Leysa þarf íslenskt atvinnulíf úr viðjum hárra skatta, hafta, opinberra afskipta og íþyngjandi reglugerða. Stuðla verður að uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs samhliða því að styrkja stoðir grunnatvinnuveganna. Sérstaklega verður að hlúa að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og tryggja jafna samkeppnisstöðu þeirra.
- Lægra tryggingagjald eykur svigrúmið til að fjölga starfsmönnum og greiða hærri laun
- Lækkun skatta og vörugjalda
- Auðlindir nýttar með arðsömum og ábyrgum hætti
- Sóknarfæri í landbúnaði nýtt
- Arðsemi sjávarútvegsins aukin
- Aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustu
- Vaxtarmöguleikar skapandi greina tryggðir
- Stoðkerfi nýsköpunarfyrirtækja einfaldað og gert skilvirkara dregið úr hindrunum við stofnun og rekstur fyrirtækja
- Aukin samkeppni á fjármálamarkaði
- Skilyrði sköpuð til að auka erlenda fjárfestingu
Skattar og opinberar álögur eru einn þyngsti útgjaldaliður íslenskra heimila. Þegar tekið er tillit til íslenska lífeyriskerfisins kemur í ljós að Ísland er í hópi þeirra OECD-ríkja sem búa við mestu skattbyrðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að skattkerfið sé einfalt og gegnsætt, stuðli að aukinni samkeppni og tryggi neytendum góða vöru og þjónustu á hagstæðu verði. Á komandi kjörtímabili er nauðsynlegt að endurskoða skattkerfi heimila og fyrirtækja og vinda ofan af þeim rúmlega hundrað skattbreytingum sem gerðar hafa verið í tíð fráfarandi ríkisstjórnar.
- Lægri tekjuskattur mun auka ráðstöfunartekjur heimilanna
- Einfalt og gegnsætt skattkerfi
- Lægra bensínverð með lægri eldsneytisgjöldum
- Lægri tollar og vörugjöld munu lækka vöruverð og auka samkeppni.
Í íslenskri menningu felast fjölbreytileg verðmæti. Mikilvægt er að halda áfram að hlúa að lista- og menningarlífi þjóðarinnar og standa vörð um menningarstofnanir, þar sem mikil þekking og reynsla býr. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi menntamála í víðum skilningi, þar sem horft er til grunnmenntunar, framhaldsmenntunar, háskóla- og vísindastarfs og menningarstarfsemi. Fjárfesting í þekkingu og mannauði skapar verðmæti og er undirstaða samkeppnishæfni.
- Opinber stuðningur við lista- og menningarstarfsemi sé gegnsær og reistur á traustum, faglegum og fjárhagslegum forsendum
- Sveigjanleiki, fjölbreytni, ábyrgð og valfrelsi njóti sín í öllu menntakerfinu
- Nemendur hafi raunverulegt val um skóla, hvort sem þeir eru einkareknir eða á vegum hins opinbera - fjárframlag hins opinbera til náms fylgi nemanda á öllum skólastigum
- Sveitarfélögum gert mögulegt að reka framhaldsskóla
- Aukin áhersla lögð á iðn- og tækninám
- Styttri meðalnámstími til stúdentsprófs
Skattar og opinberar álögur eru einn þyngsti útgjaldaliður íslenskra heimila. Þegar tekið er tillit til íslenska lífeyriskerfisins kemur í ljós að Ísland er í hópi þeirra OECD-ríkja sem búa við mestu skattbyrðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að skattkerfið sé einfalt og gegnsætt, stuðli að aukinni samkeppni og tryggi neytendum góða vöru og þjónustu á hagstæðu verði. Á komandi kjörtímabili er nauðsynlegt að endurskoða skattkerfi heimila og fyrirtækja og vinda ofan af þeim rúmlega hundrað skattbreytingum sem gerðar hafa verið í tíð fráfarandi ríkisstjórnar.
- Lægri tekjuskattur mun auka ráðstöfunartekjur heimilanna
- Einfalt og gegnsætt skattkerfi
- Lægra bensínverð með lægri eldsneytisgjöldum
- Lægri tollar og vörugjöld munu lækka vöruverð og auka samkeppni.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.