Föstudagur, 26. apríl 2013
Kosningamál sem ég sakna
Ásgeir Jónsson segir marga kosti felast í því ef ríkið selur 30% hlut í Landsvirkjun og skráir hann á markað.
Sala á 30% hlut í Landsvirkjun gerir það að verkum að skattgreiðendur munu ekki bera ábyrgð á framtíðarskuldum fyrirtækisins auk þess sem skráning á markað gæti skilað 5-földum ávinningi. Skuldir Landsvirkjunar, sem eru að mestu í erlendir mynt, nema 340 milljörðum króna.
Hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson, lektor í Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi GAMMA, skrifar grein um sölu á hlut í Landsvirkjun í Morgunblaðinu í dag. Hann var jafnframt einn af höfundum skýrslu um Landsvirkjun árið 2011 en þar voru settar fram hugmyndir um að landsmenn fari að dæmi Norðmanna þegar ríkið seldi 30% hlut í ríkisolíufélaginu Statoil en hélt eftir 70%.
Ásgeir bendir m.a. á að skráning á hlut í Landsvirkjun á hlutabréfamarkað getið opnað möguleika fyrir Landsvirkjun að afla sér fjár með hlutafjárútboði sem nýta má í fjárfestingar og/eða hækkað eiginfjárhlutfall sitt sem nú sé of lágt. Á sama getur ríkið, að mati Ásgeirs, nýtt fjármunina til að greiða niður skuldir hins opinbera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.