Sígaunar er rétta orðið

Óþarfi að vera kalla þetta Rómafólk. Það er frekar villandi. Sumir halda jafnvel að þetta sé fólk sem bjó í Róm á Ítalíu.

Rétt er að tala um Sígauna (enska: Gypsy). Sumir vilja meina að það sé móðgandi orð yfir fólkið. En ég tel það ekki vera. Pólítíski rétttrúnaðurinn þarf ekki að ná yfirhöndinni enn og aftur.

Uppruni Sigauna er í Indlandi (líklega). Þar fór stór hópur fólks í burtu frá landinu og til Evrópu. Algengt var að þau unnu fyrir sér með tónlistarspileríi, betli, vasaþjófnaði og jafnvel alvarlegri glæpum.

Þekktust eru þau samt fyrir tónlsitina. Talað er oft um sigaunatónlist eins og hún sé einhver sérstök tónlistarstefna. En líklega má segja að þau aðlöguðust tónlistarstefnu í hverju landi fyrir sig, enda háð fjárframlögum frá local fólkinu.

Þetta er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum í Evrópu í dag (Gyðingarnir fengu sitt eigið ríki 1948 og ekki minnihlutahópur lengur í skilningi orðsins). Þeir eru 2-5 milljónir talsins.

Oft gleymist að þeir voru ofsóttir og drepnir af Nasistum í seinni heimstyrjöldinni af sama eða svipaðri ákefð og gyðingar voru ofsóttir.

 

Það er vonandi að Sigaunar geti sest að í löndum heims án þess að vera ofsóttir, og þá um leið aðlaga sig að siðum og menningu. Landvistarleyfi, vinnuréttindi, jafnvel ríkisborgararétt.

 

Til gamans má geta þess að hatur á Sigaunum á sérstakt orð líkt og hatur á gyðingum. Antiziganism= Hatur á Sigaunum.

Anti-semitism= Hatur á Gyðingum.

 

The Big Issue in the North_Roma

 Hér er Sigaunafjölskylda að bíða eftir matarúthlutun

 

Kv

Sleggjan


mbl.is Rómafólk mótmælir í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sú staðreynd að Sígunar séu að mótmæla yfirhöfuð segir mér að lífsgæði þeirra séu mjög góð fyrir.

Just sayin'

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.4.2013 kl. 17:06

2 identicon

HAfa það eflaust gott í Noregi.

sleggjan (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 22:20

3 identicon

Þessi þjóðarflokkur er alræmdur hér í Malmö og víðar í Svíþjóð, búið að fjalla mikið um þau hér. Ýmsar fjölskyldur sem skipuleggja sig saman og dreifa sér um fyrirfram ákveðna borgarhluta til þess að betla. Sumir þykjast haltra eða gera sér upp ýmis veikindi(ekki allir þó) eða spila á hljóðfæri. Las um daginn að ein fjölskylda í Stokkhólmi er að þéna í kringum 2000-8000 sek á dag (40.000-160.000 isk). Nokkuð góð strategía hreint =)

Þruman (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 00:06

4 identicon

Gyðingar eru minnihlutahópur meðal mannkynsins sama hvernig þú skilgreinir þennan hóp, sem er yfir einfaldar skilgreiningar hafinn, er eins konar ættflokkur með trúarbrögð, sem þú þarft þó ekki að ástunda til að vera fullgildur meðlimur ættflokksins, og 5000 ára gamla menningu sem nær langt handan við þessi trúarbrögð, þó það sé einkum í gegnum trúarbrögð sem þeir hafa náð því að hafa svo mikil áhrif á menningu alls heimsins, gegnum sína ótal vísindamenn og fræðimenn, sem og áhrif kjarna menningar þeirra á Evrópska menningu, sem í reynd er orðin fullkomlega gyðingleg að flestu leyti þegar kemur að siðferðismálum og fleiru, og þessi áhrif byrjuðu að eiga sér stað í Grikklandi hinu forna. Gyðingar mælast talsvert undir 1% jarðarbúa. Ef við skilgreinum þá sem trúarbragð og berum það saman við önnur trúarbrögð þá eru til samanburðar má nefna að 1 af hverjum 4 jarðarbúum er múslimi. Kristnir eru enn fjölmennari. Ef við skilgreinum þá sem etnískan hóp þá sjáum við að enginn annar svo fámennur etnískur hópur hefur náð að hafa samskonar áhrif á mannkynið og Gyðingar hafa haft gegnum Kristindóm og áherslu sína á siðferðis mál og félagslegt réttlæti. Það eru um 15 milljón gyðingar í heiminum, ef þú aðhyllist frjálslegri skilgreiningu á hvað gyðingur eiginlega sé. Bara 1/3 þessara býr í Ísrael, en ef þeir byggju þar allir teldist Ísrael samt tiltölulega fámenn þjóð. Í þeim löndum sem þeir eru fjölmennastir utan Ísraels ná þeir nær aldrei að vera yfir 2%, og það eru aðeins fá lönd sem ná þeirri tölu, yfirleitt aðeins undir henni. Þannig að þeir eru minnihlutahópur í öllum þessum löndum. Ísrael er auðvitað umkringt arabískum löndum og Ísraelskir Palestínu-Arabar, þ.e. Palestínumenn með Ísraelskt ríkisfang, eignast mun fleiri börn en gyðinglegir Ísraelar, hlutfallið er sirka 1 á móti 6. Ísrael tekur líka við rosalega mikið af flóttamönnum frá öðrum löndum, vegna þess þeir hafa til að bera sérstaka samúð út af eigin sögu. Alls ekki allt þetta fólk er gyðingar, margt af því er flóttamenn af öðrum minnihlutahópum í arabaheiminum sem búa við ofsóknir, eins og drúzar, kristnir arabar frá ákveðnum löndum og fleiri. Þetta fólk er þjóðhollara en gyðingarnir eru sjálfir og mun fúsara að gegna herskyldu og slíkt og hefur meira álit á ríkinu en gengur og gerist um Ísraelana. Ísraelar hafa auk þess að flytja inn hundruðir þúsunda svartra gyðinga frá Afríku, sem voru þar með allra fátækasta fólkinu og á barmi þess að svellta í hel, leyft gríðarlegu magni nágranna sinna í Afríku sem ekki eru gyðingar að setjast þar að til að hefja betra líf. Ekkert Vestrænt ríki hefur tekið við sambærilegu magni af flóttafólki hlutfallslega séð, nema þá helst Bandaríkin þegar þau voru með opnari landamæri en nú. Ekkert land Evrópu kemst nálægt Ísrael í að bjóða annað fólk velkomið, sérstaklega ekki bágstaddasta fólk þessarar jarðar. Það eru því miklar líkur á að gyðinlegir Ísraelar verði á endanum minnihluti í eigin landi, og talsvert stærri líkur en að það sama hendi Breta og Frakka, svo við nefnum fjölmenningarlegustu þjóðir Evrópu. Við eigum gyðingum ótal margt að þakka og mikið meira en hinn almenni maður gerir sér grein fyrir. Miklu fleiri og verðmætari hluti en hinir ótal risar læknavísindanna og aðrir sem hafa lengt og bætt líf mannkynsins alls úr þessum hópi gefa til kynna. Það er því vonandi að þeirra menning og það sem hún hefur að færa heiminum fái að blómstra og verða það sem hún getur orðið, mannkyninu öllu til heilla. Gyðingurinn Jonas Salk er aðeins eitt dæmi um þessa ótal, ótal risa mannkynssögunnar. Hann bjargaði milljörðum manns sem annars hefðu dáið, og fór á mis við trilljarða og billjarða af peningum með því að gefa mannkyninu þessa uppfinningu með að neita að láta setja einkaleyfi á hana. http://www.youtube.com/watch?v=H6NkM61HlB8

3# (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 01:03

5 identicon

Rómafólk? Frá Romania = Rúmeníu, þar sem þeir búa flestir í dag, eða Sígunar? Skiptir ekki máli. Köllum þá það sem þeir vilja kalla sig sjálfir. Góð regla sem ætti að gilda upp alla menn og hópa manna. Leyfum fólki sjálft að ákveða hver það er og hvað það heitir.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 01:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Til að koma í veg fyrir misskilning sem kom fram í kommenti #4 var ég að meina að þetta er einn af fáum sem má kalla "landlausa þjóð". Þau eru í minnihluta í öllum löndum. Gyðingar eiga þó Ísrael.

@5

Hvaða talsmaður sígauna sagði að kalla á þetta fólk Rómafólk? Þú hefur lítið fyrir þér í þessu.

Rómafólk er einfaldlega villandi fyrir marga þó ég og þú skiljum það. Sígaunar er sérstakt orð og ætti ekki að vera móðgandi. Bara bera nafnið með stolti og hætta einhverjum rétttrúnaði.

Og ALDREI hugsa með þessum hætti fyrir hönd minnihlutahópa. Þeir bara tjá sig sjálfir ef þeir vilja svo.

Gott dæmi um þegar aðrir hugsa fyrir minnihlutahópa þegar Skólastjórnendur bönnuðu nemanda að bera kross um hálsinn sem trúartákn sem átti að vera móðgun við múslimana. Svo þegar múslimarnir sjálfir voru spurðir var þeim alveg saman. Þessi beiðni sprakk í andliitið á þeim og Jóhannes má vara sig á að falla ekki í sömu gryfju.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2013 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband