Til varnar Ólafi Helga Sýslumanni

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mikil-reidi-thegar-hus-a-selfossi-var-bodid-upp-eg-skrifa-thetta-med-tarin-i-augunum

Fjölskylduvandamál rataði í fjölmiðla.

Gögn málsins skipta ekki máli þegar ná þarf til almennings, heldur tilfinningaklám.

 

Dóttirin skrifar greinina. En í lokin kemur lokasetning og lykilsetning:

"Lánið sem þau tóku er verðtryggt sem þýðir að lánið hækkaði það mikið að þau gáfust upp á að borga af því eftir hrunið! "

Hjónin borguðu ekki af láninu. Fengu að vera í því í 5 ár án afborgana. Bankinn þarf auðvitað að bregðast við ekki satt? Hver eru rökin fyrir því að það skal ekki bregðast við?

 

Róum okkur aðeins og skoðum gögn málsins.

Ég hef fulla samúð með þessari fjölskyldu. Raunveruleikinn getur verið harður. Lífið er ekki einugis blóm og fiðrildi.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir; Sleggju / Hvellir !

Sleggja !

Reyndu ekki; að bera blak af vinnubrögðum Banka Mafíunnar, landsmen vita betur, sem ráð og rænu hafa, á annað borð.

Skoffínið; Ólafur Helgi Kjartansson, nefndur Sýslumaður Árnessýslu, er víðkunnur að óþverraskap ýmsum; jafnt á Vestfjörðum fyrr meir - sem og í Árnessýslu seinni tíðar, gagnvart því fólki sem lakar stendur, en smjaðrar eins og óhreinsaður Hundur upp um þá, sem meira hafa á milli handanna.

Sannkallaður Bastarður; Helvítis ódámurinn.

Svo; ég leiðrétti flugufregnir þær, sem þú virðist hafa meðtekið, af einhverjum meintum kostum, þessa fábjána, jafnvel.

Hef ekki; fleirri orð, um Banka skriflin, svo ég spilli ekki, fremur kyrrlátu kvöldi.

Með kveðjum; samt sem áður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 22:01

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við getum alveg skotið sendiboðann. Við getum alveg hatast út í Banka "mafíuna" sem er líklega Íbúalánasjóðurinn.

En skynsamur maður skoðar gögn málsins og hjónin voru ekki að borga af húsnæðinu og þar við situr.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2013 kl. 22:19

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sannleikurinn þarf allavega að koma í ljós í þessu máli. svona uppboð koma ekki bara 'óvart' og öllum að óvöru.

Rafn Guðmundsson, 24.4.2013 kl. 22:28

4 identicon

Sælir; á ný !

Sleggja !

Sendiboðinn er; ÓMERKINGUR og BASTARÐUR í þessu tilfelli, því má afgreiða hann, á þá vegu, sem mönnum líkar, helzt.

Þú borgar ekki fyrir Gullstöngina; séu efnafræðilegar líkur á (ófyrirséðar) að hún sé að stökkbreytast í Tin, er það nokkuð Sleggja mín ?

Skoðaðu málin; út frá öllum hliðum - ekki bara SUMUM, ágæti drengur.

Íbúðalanasjóð; auk Bankanna 3ja átti ég við, að sjálfsögðu.

Rafn !

Hafir þú fylgst með; að einhverju ráði, undanfarna áratugi, hafa margar orsakir legið, að baki óláni margra lántaka hér á landi, auk hrunsins, Haustið 2008.

I. Okurvextir af lánum; stighækkandi, meðfram verðtryggingu.

II. Næturfrost; á Kaffiökrum suður í Brzilíu, hafa valdið stökkbreytingum lána, hérlendis.

III. Sívaxandi útþenzla Bankanna - þar sem hegðun og viðmið, hefir bundist við 2 - 3 Milljóna manna samfélag, í stað innan við Þrú Hundraða Þúsunda - svo; fátt eitt sé talið, sem raskað hefir öllu eðlilegu ástandi, í þessum málum.

Ekkert síðri kveðjur; en hinar fyrri - svo sem /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 23:09

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Óskar - ég er ekki að gera lítið úr vandamálum þessa aðila eða annara en reglur eru reglur - geta verið ósanngjarnar en mitt mat er að þessi tímasetning á látum er ekki rétti tíminn.

Rafn Guðmundsson, 24.4.2013 kl. 23:20

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ef ég kaupi gull þá breytist það ekki í tin

ef ég tek verðtryggt lán þá fylgir höfuðstóllinn verðbólgunni

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2013 kl. 23:23

7 identicon

Sælir; sem fyrr !

Reglur; er stundum óumflýanlegt að brjóta, svo sem á neyðartímum, Rafn minn.

Og munum; mannanna reglur - eru ekki Guðanna fyrirskipanir, ágæti drengur.

Hvellur !

Skoða þú betur; sögu efnanna - sem og Peninga kerfis Heimsins, svo þú áttir þig betur, á minni meiningu, ágæti drengur.

Sízt lakari kveðjur; en hinar fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 23:29

8 identicon

,,ef ég tek verðtryggt lán þá fylgir höfuðstóllinn verðbólgunni"

Þarna hittir þú naglan, sennilega með Hvelli !

 Mælihvarðin sem notaður er rangur í lánaútreikningum á svokölluðum verðtryggðum lánum !

Ef þú samþykkir að nota millimetra, þá er ekki sanngjarnt að rukka með kílometrum ???

Það er eitthvað skrítið með fjármálafyrirtæki í þessu landi.  Alveg sama hvaða ólögum þau beita þá koma fram einstaklingar fram og reyna að sanna að ólögin séu rétt !

Þetta ert þú að reyna að gera ,,Hvells" !

JR (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 23:34

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

of ef ísland verður EKKI í esb þá heldur þetta áfram - mín skoðun

Rafn Guðmundsson, 24.4.2013 kl. 23:47

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

of átti að vera og

Rafn Guðmundsson, 24.4.2013 kl. 23:47

11 identicon

Sælir; sem áður !

JR !

Þakka þér fyrir; glögga sýn þína, á mál öll.

Rafn !

Í Guðanna bænum; farðu nú ekki, að falla í sömu Andskotans gryfjuna, með glýju þína til ESB - eins og þeir bjálfarnir; Jóhannes úr Kötlum - Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarna son, til Sovétríkjanna, á fyrri hluta síðustu aldar, og eftir miðbik hennar, meira að segja.

Munum Rafn minn; að Hálmurinn er ekkert Gyllri, á hinum lækjarbakkanum endilega, en þeim megin, sem þú stendur.

Aukinheldur; er ESB, hluti glæpa fabricku : Penta gon/AGS/NATÓ og annarra klúbba Vestrænna Heimsvaldasinna, ágæti drengur.

Hinar sömu kveðjur; sem seinustu - vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 00:00

12 identicon

Það skiptir engu máli þótt þér þyki rétt að setja kofann á uppboð, Þvagleggur Von Drullusokkur plataði samt þetta fólk, eins og kemur vel fram í bloggi Bjarna Harðar. Þessi maður er ekki í lagi:

 "Hófust um þetta nokkrar umræður og pex sem lyktaði með því að sýslumaður bauðst til að fresta málinu um sex vikur!!!

Að vonum voru allir mjög ánægðir með þessar málalyktir. Páll og sýslumaður rituðu undir samkomulag þessu til staðfestu og margir urðu til að lofa sýslumann fyrir stórmannlega framkomu, mildi og réttsýni. Páll bauð þeim sýslumanni og starfskonu Arionbanka sem þarna var til kaffidrykkju inni í eldhúsi en þá svarar bankastarfsmaður. „Þetta er nú ekki alveg búið."

Í þeim töluðu orðum hóf sýslumaður uppboðsgerð að nýju með þeim formála að frestun hefði ekki átt við sjálft uppboðið heldur gæfist með þessu frestur til að semja og greiða úr málum þrátt fyrir uppboðið allt fram til 6. júní.(Svokallaður samþykkisfrestur)."

símon (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 00:23

13 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski er rétt að það komi fram að það er til video af þessu (ca 24 min) og kannski var fólkið 'platað' - sýnis svo sem að það geti verið - samt ekki viss. ég er allavega á því að þessi sýslumaður er óheppilegur í þessu starfi.

http://www.dv.is/frettir/2013/4/24/bjarni-hardar-laetur-olaf-helga-heyra-thad-naudungarsolu/

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 00:46

14 identicon

Allir með sína skoðun.

Ætlar enginn segja að gjaldmiðill og stöðugleiki redda þessu?

Næsti gjaldmiðill er evran. Eru ekki allir sammála því?

Eða er það XB Sigmundar Kanadadollar?

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 05:52

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Merkilegt hvað  sumir (sl/hv) eru blindir og þrátt fyrir að sífellt sé verið að berja þá í hausinn með hamri og sleggju, læra þeir ekkert.  Rangla áfram í villu síns vegar og ekkert fær breytt þráhyggju þeirra, - ekkert, hvorki rök né áþreyfanleg dæmi.

Rétt að benda á í samhengi sleggjunnar, að Kanadadollar er mun eldri gjaldmiðill en Euran og mun endast margfallt á við hana. 

"Evran hefur takmarkaðar lífslíkur og kann að heyra sögunni til innan næstu fimm ára. Þetta er haft eftir dr. Kai Konrad, einum helsta efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Þýskalands á fréttavef Daily Telegraph"

Benedikt V. Warén, 25.4.2013 kl. 08:59

16 identicon

Sýslumaðurinn blekkti fólkið a.m.k. í tvígang.

Fyrst tilkynnti hann að uppboðinu væri frestað til 9 um kvöldið, og svo síðar að því yrði frestað um 6 vikur.

Þetta sjá allir sem horfa á videoið til enda.

Þetta var skilningur allra á svæðinu, og þetta hlítur að vera skilningur allra sem horfa á videoið.

Ég vona að gerðarþoli láti reyna á lögmæti þessa uppboðs, því þetta er all svakalegt að horfa upp á þetta.

Og nú eru ekki nema nokkrar vikur í fyrstu dóma um lögmæti verðtryggingarinnar.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 11:15

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei sinnar eru búnir að spá dauða Evrunnar núna í fimm ár.

Og ekkert gerist.

Nema að trúverðugleiki NEI sinna dvínar.... því raunveruleikinn bítur þá í bossann

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.4.2013 kl. 16:23

18 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Hvellur minn !

Í Guðanna bænum; hættu þessu aumkunarverða voli þínu, til handa Evru/ESB óskapnaði.

Þessar meinsemdir; munu hverfa eins og dögg fyrir Sólu - líkt og Sovétkerfið og COMECON (efnahagslegt leppríkja bandalag Sovétríkjanna, í Austur- Evrópu) forðum.

Himnarnir; hrynja ekkert, þrátt fyrir þær úthreinsanir, Hvellur minn.

Þú munt örugglega; taka gleði þína á ný, ágæti drengur !

Með; ekki síðri kveðjum - en öllum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 16:45

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

óskar

Hvernig væri að færa rök fyrir þínu máli?

Ertu að neita því að þú og aðrir NEI sinnar hafa verið að spá evrunni dauðri síðan eftir hrun?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.4.2013 kl. 18:35

20 identicon

Þetta var frestur sem þau gátu fengið til að koma fram með andmæli. Svo komu fram þessi andmæli og því var engin ástæða til að fresta uppboðinu lengur.  Ólafur segir "Er þetta það sem ég var að skora á þig að leggja fram áðan?" og maðurinn svarar "já ætli það ekki"

Síðan fengu þau 6 vikna samþykkisfrest þannig að gerðarþoli hefur því góðan tíma til að gera eitthvað í sínum málum.

yawn (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 19:25

21 identicon

Sælir; enn !

Hvellur !

Sagan; og framþróun allra mála, eru nógsamleg rök, skyldum við ætla, fyrir mínu máli.

Vertu ekki, svona Glámskyggn, Hvellur minn.

Ég minnist þess ekki, að einhverjir tilteknir gjaldmiðlar - evra eða aðrir, hefðu einhvern tiltekin líftíma, svo sem.

Endilega; rifjaðu það upp Hvellur, sé minni mitt, svo brogað.

Indónesizka Rúpían; gæti þess vegna orðið skammlífari / eða langlífari, en evra - Kanada Dollar, eða aðrar myntir.

Reyndu; að halda jafnvæginu, Hvellur minn.

Mér sýnist ekkert; af veita.

Sömu kveðjur; sem síðustu, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 19:25

22 Smámynd: Rafn Guðmundsson

yawn - ég er sammála þér með fyrri frestinn - mér fannst þetta líka svona. kannski vantar betir útskýringu á hvað "samþykkisfrestur" er

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 20:01

23 Smámynd: Rafn Guðmundsson

getur þú hjálpað þar?

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband