Óábyrgir stjórnmálaflokkar

Í gamla daga þá reiknaði Þjóðhagsstofnun út kosningaloforð flokkanna fyrir hverjar kosningar.

Davíð Oddsson lagði hana niður árið 2002. Mjög hentugt því árin seinna var lofað 90% lán, Kárahnjúkavirkjun í mestu þennslu sögunnar o.s.frv.

 

Nú hefur Hagfræðideild Landsbankans reynt að skila inn einhverjum niðurstöðum í líkingu við Þjóðhagsstofnun og reikna út kosningaloforðin. Það má deila um hvort Landsbankinn sé eins hlutlaus og Þjóðhagsstofnun var. En engu að síður þá skulum við ekki fara í boltann heldur ræðum niðurstöðuna. 

Niðurstaðan er falleinkunn stjórnmálaflokkanna.

Aðalmálið átti að vera að halda verði stöguðu og lækka skuldir. En loforðin eru þvert á móti verðbólguhvetjandi og til þess eins að auka skuldir ríkissjóðs.

Hvet alla til að lesa: http://www.landsbankinn.is/efnahagsmal/2013/04/24/Hagsja-Kosningaloford-beinast-ekki-gegn-verdbolgu-og-laekkun-skulda-rikissjods/

Er einhver efnislega ósammála skýrslunni?

kv

Sleggjan
mbl.is Kosningaloforðin almennt dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gratlegast er að hinn almenni kjosandi lætur glepjast.

Hörður (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2013 kl. 17:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Öll kommentin á Eyjunni.is var "frekar trúi ég stjórnmálamönnunum heldur en útibú bankana.. greiningadeildirnar voru í tómu tjóni fyrir hrun"

menn afgreiða þessa skýrslu svona.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2013 kl. 18:34

4 identicon

Sæll.

Ef þú heldur að Kárahnjúkavirkjun hafi eitthvað haft með þensluna að gera þarftu að hugsa dæmið upp á nýtt. Hvað kostaði hún? Hvað komu bankarnir með mikið fé hingað til lands. Ekki láta kommana plata þig.

Kárahnjúkavirkjun var mjög góð fjárfesting og eftir ca. 10 ár eigum við hana skuldlausa og þá fyrst fer hún að mala gull fyrir okkur. Við þurfum að ráðast í fleiri slíkar framkvæmdir og reisa nokkur álver í viðbót og líka gagnaver. Fyrst þarf að sparka HA úr forstjórastól LV.

Það sem við sjáum núna hjá félagshyggjuflokkunum er að þeir eru að gera sitt besta til að múta kjósendum með fé kjósenda. Allt á að vera frítt!!

Helgi (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 21:36

5 identicon

Ok Helgi, Kárahnjúkar vega ekki það þungt, en þó eitthvað.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband