Vilhjálmur Birgisson á sér nokkra drauma

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/eg-a-mer-drauma

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi skrifar pistil:

Feitletrun er mín.

-Í fyrsta lagi vil ég sjá að verðtrygging á húsnæðislánum heimilanna verði afnumin enda er hún að murka lífið úr íslenskum heimilum hægt og rólega.

Óverðtryggð lán þegar í boði. Vextirnir ráðast á markaði 7-8% og eru breytilegir. Hann vill loka á þann möguleika að verklýðsfólkið með lágar tekjur geti tekið verðtryggt lán þar sem afborganirnar eru töluvert lægri miðað við óverðtryggt. Þó eignamyndunin verði hægari þá er þó þak yfir höfuðið staðreynd með hagstæðum mánaðarlegum útgjöldum. Leigumarkaðurinn er t.d. tvöfalt dýrari í mánaðarlegum afborgunum.

 

-Í öðru lagi vil ég sjá að vaxtaþak verði sett á húsnæðislán heimilanna.

Hérna byrjar skrumið. Hvaða banki ætlar að lána þegar nokkuð víst er að hann muni tapa á því? Vilhjálmur passar sig reyndar á að nefna ekki neina vaxtatölu í þessu samhengi. Ef hann er að meina 3-4% vexti óverðtryggt með íslensku krónuna þá er þetta bara draumaheimur og lýðskrum. Íbúðalánasjóður fer t.d. á hausinn ef hann fær ekki hjálp frá ríkinu, er að lána VERÐTRYGGT með 4% vöxtum.

 

-Í þriðja lagi vil ég að sá miskunnarlausi forsendubrestur sem heimilin urðu fyrir og bera ekki nokkra ábyrgð á verði leiðréttur. En ég vil taka fram að heimili og alþýða þessa lands eru ekki að biðja um neina ölmusu heldur sanngjarna og réttláta leiðréttingu á þeim skelfilega forsendubresti sem reið yfir íslensk heimili.

Hérna á að nota fjármuni almennings til að hygla afmörkuðum hópi. Þvílíkar upphæðir. Kaldhæðnislegt í ljósi þess sem hann segir í fimmta lið að hann er kominn með nóg af kjördæmapoti þar sem afmörkuðum hópi er gert hærra undir höfði.

 

-Í fjórða lagi vil ég að fyrirtækjum þessa lands verði búin þannig rekstrarskilyrði að þau geti vaxið og dafnað sem leiði svo til fjölgunar starfa og að svigrúm myndist til að bæta kjör starfsmanna þeirra. Það verður að fá erlenda fjárfestingu inn í landið og fyrirtæki sem skapa hér gjaldeyri. Það er þannig sem við náum að byggja upp og reka okkar velferðarsamfélag.

Sammála því. Hann er þá líklega að tala um að skipta um gjaldmiðil. Annars fæst ekki stöðugleiki.

 

Í fimmta lagi vil ég að forgangsröðun byggist á hagsmunum þjóðarinnar í heild sinni sem eru að sjálfsögðu heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál, en ekki einhverju dæmalausu kjördæmapoti sem við verðum því miður alltof oft vitni að.

Já, hugsum um þjóðina í heild. Eitt kjördæmi væri heppilegast.

 

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" Það verður að fá erlenda fjárfestingu inn í landið og fyrirtæki sem skapa hér gjaldeyri. Það er þannig sem við náum að byggja upp og reka okkar velferðarsamfélag."

eina vitið sem hann sagði

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2013 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband