Kosningafjárlögin og íslenski hugsunarhátturinn

Nú er AGS farinn úr landi. Eina apparatið sem krafðist sparnaðar. Ef AGS hefði ekki tekið að sér tímabundna hagstjórn væru skuldir íslenska ríkisins miklu hærri.

Nú eru kosningafjárlögin komin. Þar eru hent peningum í allar áttir, í öll kjördæmi nema kannski Suðurkjördæmi.

Enginn flokkur er með það á stefnu sinni að lækka skuldir ríkisins.

Þvert á móti lofar stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum 300milljarða skuldaniðurfellingarpakka og 60-70 milljarða startpakka fyrir Landspítalann til að bregðast við "bráðavanda" spítalans.

 

Óábyrgir stjórnmálamenn. Enda eru kjósendur á Íslandi alveg sama um skuldasöfnun. Þeir hugsa bara "where´s my money". Hvað getur þú gert fyrir mig, engar hugsjónarspurningar, bara hvar er peningurinn minn og jarðgöngin mín.

kv

Sleggjan


mbl.is Lausara haldið um pyngjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband