Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Sönnun
Þetta er bara sönnun þess að hver sem er getur gegnt þessu starfi. Þarf enga þekkingu og þar af leiðandi eiga hjúkrunarfræðingar ekki skilið há laun.
Laun eiga að miðast við framboð og eftirspurn.
hvells
![]() |
Hafði lokið tveggja ára námi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
HAHAHAHA
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 19:04
Hjúkrunarfræðingar hafa þekkingu.
Ég hef séð þær in action og standa þær sig með prýði.
Þó ég sé ekki sammála þeirra kjarabaráttu og PR stunti, þá hef ég alltaf haldið fram að þær sinni starfi sínu vel.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 19:06
skyldi móðir Teresa hafa verið með gilt skýrteini
gs (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 23:08
Móðir Theresa? Engill dauðans? Örugglega ekkert hjúkrunarpróf, enda stundaði hún enga hjúkrun, aðeins aktíva dauðshjálp og naut þess meðan hún taldi alla peningana sem söfnuðust inn.
Pétur D. (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 21:01
Greinilegt að þú veist bara ekkert hvað þú ert að tala um. Að hver sem er geti gengt þessu starfi? Farð þú þá og reyndu þá að vera hjúkrunarfræðingur á t.d krabbameinsdeild og láttu okkur vita hvað þér finnst eftir á.
Það er ekki mark takandi á svona vitleysu eins og kemur frá þér, algjörlega óvitandi um vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga.
(já ég er hjúkrunarfræðingur, en ég er hætti vegna of mikils álags og byrjuð í öðru námi.)
p.s hjartanlega sammála þér Pétur D. í því sem þú segir um Mother Theresa. Fólk virðist ekki hafa lesið sér til um hvernig hún notaði peninga sem áttu að vera handa fátækum til herferða kaþólsku kirkjunnar á hinum og þessum málefnum. Eða hvernig var staðið að "hjúkrun", á stöðunum. Enda var hún nú ekkert svo mikið þarna að vinna hvort eð er eftir að hún varð fræg (fyrir algjöran misskilning btw), og var frekra að spóka sér á hinum og þessum stöðum úti í heimi.
Iris (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 21:32
@5: Á meðan þú starfaðir sem hjúkrunarfræðingur, hvað fannst þér þú nýta þér stóran hluta þess sem þú lærðir í þínu BS námi?
Undanfarið hefur átt sér stað rosalega mikil skólavæðing á nánast öllu.
Er lengra nám betra nám?
Einu sinni þurftu kennarar ekki á háskólaprófi að halda til að mega kalla sig kennara, síðan varð það að þriggja ára námi og nú loks að 5 ára námi. Eru þeir sem útskrifast nú betri kennarar en þeir sem komu frá gamla kennaraskólanum? Svipaða sögu má segja um hjúkrunarfræðinga, fyrst ekki háskólanám en nú 4 ára háskólanám.
Hvað með lækna? Ef menn mega kalla sig lækna eftir 7 ár má þá ekki segja að þeir verði betri læknar ef þeir læra í 9 ár? Hvað með lögfræðinga? Þeir þurfa 5 ár, væri ekki betra að láta þá læra í 7 ár?
Er ekki rosalega auðvelt að finna alltaf eitthvað til að tína inn í nám viðkomandi stéttar? Hverjir græða á því? Er það ekki háskólasamfélagið? Þeir sem tapa á því eru samfélagið og einstaklingar því einstaklingar vinna þá skemmri tíma ævi sinnar. Eins og nám er byggt upp hérlendis og víðast hvar erlendis kostar lengra nám samfélagið líka meira fé.
Svo er nú annað mál þær gífurlegu hindranir á endurnýjun sem fagstéttir setja. Til að verða kennari þarf að hafa lært í ákveðnum skólum í ákveðinn tíma, sama má segja um lækna og fleiri stéttir. Svo taka þeir sig til sem eru orðnir yyyyfræðingar og ákveða hverjir megi vera með í stéttinni þegar þeir sjálfir hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að takmarka fjölda þeirra sem inn í stéttina koma.
Ef einhver skóli telur sig geta breytt t.d. verkfræðinámi þannig að það taki bara 3 ár að læra það sem nauðsynlegt er talið en stéttarfélagið er því ósammála má viðkomandi ekki kalla sig verkfræðing. Má ekki markaðurinn ráða því? Sama á auðvitað við um aðrar stéttir? Hvað ætli iðnnám hafi verið lengt mikið undanfarna áratugi? Hvað vantar okkur á sama tíma marga iðnaðarmenn?
Gerir öll þessi skólavæðing ekki lítið úr starfsreynslu?
Er stéttarfélagið ekki bara að þessu til að halda uppi launum sinna félagsmanna? Er ekki þessi gífurlegi tími sem tekur að framleiða t.d. lækni ekki í reynd skálkaskjól, læknar verða þá færri og sem þýðir væntanlega hærri laun fyrir þá?
Mér finnst þessi "skólavæðing" sem við sjáum víða alveg fáránleg og afar veik rök á bak við hana. Við sáum mörg dæmi þess að einstaklingar læri t.d. hagfræði í upp undir 10 ár í merkum háskólum en viti svo bara ekkert í sinn haus um fagið.
Þessi aðili á þessari sjúkrahúsdeild gat sinnt starfinu prýðilega með 2 ára nám að baki og LSH tiltók sérstaklega að ekkert slæmt hefði komið fyrir. Má ekki draga einhverjar ályktanir af því?
Helgi (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.