Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Tómur
Ríkissjóður er tómur og ég á ekki að þurfa að niðurgreiða leigu hjá öðrum.
Það er enginn að niðurgreiða mína leigu
hvells
![]() |
Ekkert í boði sem ég ræð við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað finnst þér þá með loforð Sjallaflokks? Þeir eru að lofa að hluti skatta fólks fari í niðurgreiðslu höfuðstóls húsnæðislána. það þýðir bara að það á að taka úr tómum ríkissjóði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2013 kl. 14:58
Nei alls ekki.
Það þýðir að XD ætlar að taka minna frá almenningi.
Þú ert að rugla saman hver á peningana til að byrja með.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 17:01
Ef ég mætti spyrja, hvernig finnst þér eðlilegast að mál svona fjölskyldu sé leyst?
Jón Flón (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 17:28
Nægjusemi er lausnin.
Í fyrsta lagi þá er þessi aðili á biðlista yfir félagslegri íbúð og vonum að hún komist að sem fyrst. Sú staðreynd að hún sé á biðlista þýðir að hún á rétt á félagslegri íbúð. Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Í öðru lagi verður hún að sníða sér stakk eftir vexti. Hún getur byrjað að leigja 2 herbergja íbúð. Láta sér nægja það og greiða þá lægri leigu. Tímabundið þangað til félaglegri íbuð er náð. Hún er einstæð móðir, er þá með 1 eða 2 börn. Kemur ekki skýrt fram. Það er hægt að gera innrétta smá herbergiskrók í stofunni., svo er sér herbergi. Hún er intellegent og skynsöm og finnur út úr þessu.
Fólk verður að átta sig á að það á engan "rétt" á að vera í eins stóru húsi og það vill með þær tekjur og útgjöld sem þau hafa.
Sjálfur bjó ég í pínulitlu herbergi í 3 ár með sameiginlegt baðherbergi og sturtu sem ég deildi með 5 öðrum pólverjum. Ég fór ekki í fjölmiðla.
Ég ferðaðist til landa þar sem 11 manna fjölskylda bjó í 2 herbergja íbúð. Ég var velkominn sem tólfta manneskjan þar inn og bjó þar í mánuð. Fólkið var ánægt með sitt.
Svo eru aðrir, eins og Jón Flón sem vill ausa úr ríkissjóði við minnstu vandamál.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 18:03
Tek undir með Sleggjunni.
Lausn = nægjusemi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 18:21
Sleggja, Sjallaflokkur ætlar að taka hluta skattfés (sem að öllu jöfnu fer í sameiginlega sjóði) og borga með því húsnæðisskuldir!
þetta þýðir að einhversstaðar þarf að skera niður í velferðakerfinu - eða hækka skatta.
http://www.youtube.com/watch?v=5lrdMYVEVYM
Þetta er alveg það sama og framsóknarflokkur er að segja - þá framsetningin sé önnur. (Og ég tek fram, því það verður aðgeta þess sem gott er, að sjallaflokkur er framar framsókn að því leiti að þeir setja þessar hugmyndir fram í rökrænu samhengi - þó þeir sleppi að minnast á að ríkissjóður sé TÓMUR og það verður að skera niður velferðakerfið til að þetta sé hægt sem kemur fram á myndbandi.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2013 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.