Mánudagur, 15. apríl 2013
Fjarðarál
Framleiðsla, útflutningur og efnahagur
Hjá Fjarðaáli eru að jafnaði framleidd árlega rúmlega 340.000 tonn
af hreinu gæðaáli og álblöndum. Álið er notað í byggingariðnaði og
samgönguiðnaði, svo sem við framleiðslu á bílum, ugvélum, járnbrautalestum
og geimferjum. Fjarðaál framleiðir einnig álvíra sem
eru m.a. notaðir í ýmsar gerðir háspennustrengja.
Fjarðaál utti út vörur fyrir um 99 milljarða króna á árinu. Það samsvarar
rúmum 8 milljörðum króna að meðaltali í hverjum mánuði
rúmlega 271 milljón króna á hverjum einasta degi árið um kring.
Af útutningstekjum Fjarðaáls urðu um 38% eir í landinu, eða um
38 milljarðar króna, m.a. í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa
frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu auk samfélagsstyrkja.
Fjarðaál keypti vöru og þjónustu innanlands fyrir rúma 14 milljarða
króna árið 2012 og eru raforkukaup þá undanskilin. Fjöldi innlendra
birgja er á þriðja hundrað og greiddi fyrirtækið um tuttugu
þúsund reikninga á árinu.
Fjarðaál hefur frá því að álframleiðsla hófst árið 2007 varið tæpum
12 milljörðum króna til árfestinga vegna starfseminnar, þar af um
2,7 milljörðum árið 2012.
Starfsmenn
Starfsmenn Fjarðaáls eru 483, þar af eru konur rúmlega 20%. Um
92% starfsmanna eru íslenskir ríkisborgarar.
Um 91 prósent starfsmanna eiga lögheimili í nærliggjandi byggðarlögum.
Í Fjarðabyggð búa 57% og 28% á Fljótsdalshéraði. Um 5%
hafa lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og 10% annars staðar.
Auk starfsmanna Fjarðaáls vinna rúmlega 460 manns á vegum annarra
fyrirtækja í álverinu eða á álverssvæðinu.
Fjarðaál greiddi 5,0 milljarða króna í laun og launatengd gjöld árið
2012. Meðallaun voru um 8 milljónir króna.
Samfélag
Íbúum Mið-Austurlands hefur ölgað um 12% frá því að framkvæmdir
hófust við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa
við Reyðarörð. Þeir voru 8025 í lok árs 2002 og 8999 í lok árs
2012.
Á árinu 2012 greiddi Fjarðaál 1,2 milljarða króna í opinber gjöld
til ríkisins og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Starfsfólk Fjarðaáls
greiddi á árinu um 1,3 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar til ríkis
og sveitarfélaga.
Alcoa og Alcoa Foundation vörðu um 130 milljónum króna hér á
landi til samfélagsstyrkja á árinu 2012. Frá árinu 2003 hefur rúmlega
800 milljónum króna verið varið til stuðnings ýmsum samfélagsmálum
í landinu, aðallega á Austurlandi.
Starfsemi Alcoa Fjarðaáls 2012
Alcoa Fjarðaál
Tekjuskattur og annað framlag
Fjarðaál tók sem fyrirtæki til starfa árið 2003. Þá voru fyrstu
starfsmenn ráðnir. Þrjú ár tók að byggja álverið, byggingarkostnaður
nam um 220 milljörðum króna. Álframleiðsla hófst í
apríl 2007 en mörg ár tekur að ná fullum aöstum í framleiðslunni.
Það eru þekktar aðstæður í rekstri fyrirtækja með miklar
nýárfestingar að uppsafnað tap, háar afskriir og háar
aorganir af lánum valda því að ekki er greiddur tekjuskattur
fyrstu rekstrarárin.
Tekjuskattur er eingöngu einn liður í framlagi fyrirtækisins til
þjóðarbúsins. Innlendur kostnaður Alcoa Fjarðaáls nam 38
milljörðum króna á árinu 2012 og stóð fyrirtækið fyrir um 10% af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vantar heimildir.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 23:39
Afsakið
Þetta kemur frá auglýsingu í fréttablaðinu
vb.is
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 23:52
viðskiptablaðinu meinti ég
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 23:52
Sæll.
Svo þrjóskast stjórnvöld við að fá fleiri álver hingað? Hvernig halda menn eiginlega að við höldum uppi lifistandard hérlendis?
Riðja þarf hið snarast öllum hindrunum úr vegi fyrir álverinu í Helguvík og Bakka og lækka verulega skatta á öll fyrirtæki og einstaklinga. Svo þarf að segja upp tugum prósenta ríkisstarfsmanna.
Helgi (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.