Mánudagur, 15. apríl 2013
XD í stórsókn
Það er ljóst að enginn treystir sér í stjórn með XB. Þeir hafa hagað sér mjög glæfralega svo ekki sé meira sagt.
Lofa 300 milljarða innspýtingu í hagkerfið sem leiðir til verðbólgu og viðskiptahalla því Íslendingar fara til útlanda eða kaupa sér innfluttar græjur
Það sást greinilega í hverju fólk eyddi þegar þeir fengu lífeyrissparnaðinn sinn greiddan strax. Einkaneysla jókst gríðarlega og var það eina sem dró hagvöxtinn áfram. En hann er ekki sjálfbær.
XD, BF og XS væri ágætt samstarf.
Eða þá minnihlutastjórn XB í tvö ár. Þegar þjóðin hefur séð þá klúðra öllu þá rekum við flokkinn frá völdum með skottið á milli lappana og önnur stjórn tekur við.
hvells
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Athugasemdir
Laukrétt. Framsókn er að dæma sig í stjórnarandstöðu og hreinlega neyða sjálfstæðisflokkinn í stjórn með vinstri flokkunum. Það getur enginn ábyrgur stjórnmálamaður, hvað þá flokkur tekið þátt í þessu bulli með framsókn. Sorglegt að þriðjungur þjóðarinnar sé að láta þessa lýðskrumara plata sig. En reyndar er ég ekki sammála því að að XD sé í neinni stórsókn, þetta er smávægileg bæting frá síðustu könnun og í raun alltof lítil miðað við athyglina sem flokkurinn hefur fengið síðustu daga. Landslagið í þessum kosningum liggur því miður að mestu leiti fyrir.
Óskar, 15.4.2013 kl. 20:19
Ekki vanmeta nýju flokkana þegar mynda á ríkisstjórn.
Píratar og BF eru örugglega á leið á þing.
Svo ef Lýðræðisvaktin kemst á þing þá gæti hún stutt minnihlutastjórn með þeim skilyrðum að Nýja stjórnarsrkáin verði samþykkt.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.