Jón Gerald tók málin í sínar hendur

Ég  hef ekki skoðun á hvort ASÍ eða Kostur hefur rétt fyrir sér með þetta mál.

Það eru rök með og á móti og einhver annar en ég má rífast um það.

En Jón Gerald fær prik fyrir að standa "á gólfinu" sjálfur og hindra ASÍ eftirlitsmennina. Eigandinn sjálfur.

Hann hallaði sér ekki í skrifstofustólnum og lét aðra starfsmenn gera skítverkin. 

Hann lét ekki kerrustrákinn um þetta.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Reyndi að stöðva ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er gott hjá honum, þetta svokallaða verðlagseftirlit ASÍ er ekkert nema fúsk.

Helgi (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 16:52

2 identicon

Hvað hefur maðurinn að fela? Hef ekki verslað þarna og mun ekki gera á meðan Kostur vill ekki taka þátt í verðkönnunum. Svona fíflalæti eru slæm auglýsing.

Nonni (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 17:12

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kostur er greinilega með verðlag aðeins hærri en lágvöruverðsverslanirnar.

Enda keppir hann í vöruvali frekar.

Hef gaman af því að koma í Kost og fá gott úrval frá USA. Fínt viðbót í verslanaflórunna. Væri óskandi ef Kostur væri aðeins nær Vesturbænum þar sem ég bý. Frekar leiðigjarnt að keyra til Kópavogs í hvert sinn.

En til hamingju Kópavogsbúar með þessa fínu verslun.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 17:40

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sælir Sleggjan og hvellurinn, af hverju gera þau í ASÍ ekki eins og verkalýðsfélag Akranes gerir? Þá er málið dautt!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.4.2013 kl. 18:16

5 identicon

ASÍ ætti að einbeita sér að því sem það var stofnað til að gera

en það er það EKKI að gera

Grímur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 19:51

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ASÍ ætti að bregða sér í lífeyrislóðina og bankana, og gera alvöru verðkönnun á kjörum fólks á þeim vettvangi.

Það er ekkert vandamál fyrir almenning að sjá um verðkannanir á milli verslana sjálft.

Gangi Jóni Gerald allt í haginn með sína ágætis verslun. Ég versla stundum hjá honum, og hef ekki undan neinu að kvarta. Ég hef sjálf ágæta sjón ennþá, og er fullfær um að gera mínar verðkannanir í verslunum sjálf.

Það er verra með verðkönnunar-sjónina mína og aðgengi í sambandi við verðmerkingarnar á kjörum í bönkunum og lífeyrissjóðunum, sem nota okur-hentisemi-vexti og ólöglega verðtryggingar-innheimtu, án nokkurs neytenda-eftirlits. Og lífeyrinn minn fer í að búa til hálfkláraðar draugabyggðir, þ. e. ónothæfa steinsteypu út um allar jarðir og lóðir.

Gylfi og co eru bara alveg úti á túni, í öllu sem þeir eru að fjölmiðla-fíflast!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2013 kl. 23:00

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikið er ég sammála þér Anna Sigríður, það þarf ekkert að bæta við athugasemd #6.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 16.4.2013 kl. 02:45

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, Jóhann. Ég verslaði ungnautahakk í Kosti í dag, og verslaði svo ungnautahakk frá sama framleiðanda í krónunni: Bauta-Búrinu, og hakkið var 250 krónum ódýrara í Kosti heldur en Krónunni! Ég á kvittanirnar, ef einhverjir þurfa sannanir.

Það er búið að telja íslendingum trú um að þeir séu svo heimskir og ósjálfbjarga, að þeir geti ekki einu sinni gert sína eigin sjálfstæðu verðkönnun!

ASÍ-Gylfi-"guðinn með gráa skeggið" stendur fyrir þessari heilaþvotta-starfsemi! Og opinberu og ríkisstyrktu fjölmiðlarnir hamast eins og hamstrar á hjóli, við að svíkja almenning á Íslandi um sannleikann í heild sinni!

Hvers vegna svíkur ríkisfjölmiðillinn almenning á svona svívirðilegan hátt?

Þessu þarf að svara fyrir kosningar! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2013 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband