Kjósum nýju flokkana

Fjórflokkurinn hefur fengið sitt tækifæri.

Nú er tími nýju flokkanna.

 

Eftir stjórnarskráklúðrið er við hæfi að kjósa Lýðræðisvaktina. Samfylkingin er að tapa gríðarlegu fylgi því þeir náðu einmitt að sniðganga skoðanir þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er lágmark útstrikun af þingi, við hæfi einhverskonar opnar yfirheyrslur eins og tíðkast í USA.

 

Píratar koma líka sterkir inn með áhugaverða vinkla. Gagnsæi og allt það. Gott aðhald að hafa svona 3-4 Pírata á þingi.

Er hlutlaus varðandi BF. Flokkurinn hefur ekki heillað mig neitt sérstaklega.

kv

Sleggjan


mbl.is Framsókn með 29%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

ef fólk vill hægri stjórn er bara einn valkostur að setja x - við d.

Óðinn Þórisson, 11.4.2013 kl. 19:14

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá Óðinn. Ef menn vilja hægri þá er það XD. Hægri Grænir eru ekki hægri flokkur. Rækta og auka notkun á landnámshænum er ekki hægri stefna (þetta er kostningarloforð HG).. svo er ekki beint mikið hægri stefnulegt að neyða einkafyrirtæki að selja sínar eignir.. loðar við sósíalista.

En ég er sáttur með að Píratar eru að ná fylgi af VG. Fara frá öfgafeminisma, umhverfisöfgum og almenntu rugl yfir í Pírata sem vilja meiri frelsi t.d í internetinu samanber að Steingrímur vildi internetlöggu á sínum tíma.

Svo er fínt að fólk fari frá XS yfir í BF. BF er allavega nær miðjunni heldur en XS.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 19:20

3 identicon

Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að fólk sem kýs vinstri græna sé ekkert endilega forsjárhyggju fólk sem vill þjóðnýta allt og alla. Heldur bara fólk sem kaupir úngu brosmildu ímyndina þeirra og heldur að VG sé ekki sprottið beinnt uppúr 1984.

Það er gott að það sé kominn flokkur, sem er með þessa jákvæðu brosmildu ímynd og er með stefnumál sem samsvara því. Áfram píratar! Bendi fólki á að kynna sér ákvarðanna töku kerfi pírata.

Hallur (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 19:38

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XD er kannski hægri flokkur á pappírum. En ef við lítum á gjörðir þeirra er varla hægt að kalla þetta hægri flokk. Hann hefur stækkað báknið mest allra flokka í sögu landsins.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 20:07

5 identicon

16% telja stjórnarskrármálið vera kosningamál.

66% telja skuldamál vera helsta kosningamálið.

http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Emargir-med-ahyggjur-af-verdbolgunni%E2%80%9C

Samfylkingin er í frjálsu falli.

Maður þarf nú að vera eitthvað klikk að halda að það hafi eitthvað með þetta gæluverkefni hennar Jóhönnu að gera.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru í frjálsu falli því þeir hafa undantekningarlaust legið eins og ódýrar hórur undir glæpum fjármálafyritækjanna og erlendum kröfuhöfum á kostnað heimilanna í landinu.

Þetta fylgishrun hefur EKKERT með stjórnarskrármálið að gera.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 20:39

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Já eða Nei spurning

Er íbúðarlánasjóður stærsti lánveitandi verðtryggða íbúðarlána á Íslandi?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 23:31

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú bara eðlilegt að fólk svari í skoðanakönnum a skuldamál heimilanna sé mikilvægt kosningamál.

það er einfaldlega útaf því að búið er að lobbýja svo fyrir málinu og fjölmiðlar tekið það upp á þann hátt sem þarf varla að lýsa.

Þannig að, þegar er hringt, maður í símanum: Hvert finnst þér vera mikilvægt kosningamál? Sá sem svarar, hugs, hugs, hugs ööö hvað er nú talað mikið um, hmm - Bingó! Skuldamál heimilanna o.s.frv.

Allt þetta skuldaupplegg frá upphafi var fáránlegt og ekki líklegt til að leysa neinn vanda. M´lið er ekki beinlínis skuldavandamál. Málið er greiðsluvandamál. Tímabundið. Sem sést best á því að þetta er ekkert meira vandamál en var 2006 - og bara mörg, mörg ár á öllum gróðæristímanum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2013 kl. 00:39

8 identicon

Hvells.

Já.

Ómar.

40-50% heimilanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota.

Þessu fólki er stítsama um nýja stjórnarsrká.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband