Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Hanna Birna er einn af leiðtogum XD
Hanna Birna er varaformaður. Hún er oddviti í Reykjavík.
Hún hefur gríðarleg völd innan flokksins og það er opið að hún tekur formanninn eftir kosningarnar.
Því er best fyrir fólk að kjósa stefnu XD.
Burt sé frá því hver er í brúnni á þessum tíma.
hvells
![]() |
Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Athugasemdir
Hefur fólk einhverja tryggingu fyrir því að hún taki við eftir kosningar og Bjarni víki? Nei Meðan Bjarni er formaður kýs stór hluti sjálfstæðismanna ekki flokkinn.
Þórður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 23:00
Sé ekkert heillandi við Hönnu Birnu. Vonandi verður hún ekki formaður XD http://www.frettatiminn.is/frettir/valdatafl_i_valholl
"Hershöfðingi Hönnu Birnu er Kjartan Gunnarsson sem kalla má pólitískan föður hennar. Kjartan réði hana sem aðstoðarframkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í framkvæmdastjóratíð sinni, í stöðu sem var hvorki til áður en hún var ráðin né eftir að hún hætti. "
Ég vona að Pétur Blöndal sækist eftir formanninum. Eða Vilhjálmur Bjarnason.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 23:09
Þetta er nú orðið meira bullið í ykkur.
En, í þessum pistli ykkar afhjúpast sýnist mér hvers vegna þið eruð svona frávita í árásum ykkar á Framsóknarflokkinn. Það er að því er virðist heilbrigðri og réttsýnni stefnu hans í málefnum heimila og almennings í landinu að þakka að fyrrum stuðninsmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa séð græna ljósið þar (aðrir reyndar eldglæringarnar í sælusýn Samfylkingar í ESB) og því yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn unnvörpum eðli málsins samkvæmt.
Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2013 kl. 23:56
(leiðrétting: átti vera "... fyrrum stuðningsmenn ...".
Fyrirgefið annars, ef ég er að staðsetja ykkur í röngum flokki. Tek þá þá "aðdróttun".
Kristinn Snævar Jónsson, 11.4.2013 kl. 00:03
Um hvað ertu að tala Kristinn... svona ef ég spyr bara hreint út
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 08:04
Sæll.
Margir eru einfaldlega búnir að fá nóg af Bjarna, honum er ekki treystandi til að fara eftir stefnu flokksins. Það endurspeglast auðvitað í fylgi flokksins núna.
Hanna Birna er auðvitað lítt skárri en samt nauðsynlegt að maður eins og Bjarni verði settur til hliðar vegna frammistöðu sinnar. Nú eru Sjallar að gjalda fyrir það að geta ekki mokað flórinn, Bjarni og fleiri þurfa að fara til að endurvekja traust - fólk treystir ekki formanni sem vill eina stundina evru en næstu ekki, formanni sem eina stundina vill ekki Icesave en aðra vill hann Icesave.
Þessi útkoma er langt í frá óvænt og raunar eðlileg miðað við frammistöðu flokksforystunnar. Landsfundarfulltrúar bera auðvitað verulega ábyrgð á þessu með vali sínu á núverandi forystu, þeir mokuðu ekki flórinn.
Helgi (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 09:38
ad.#4. Þarna hafa því miður tvö orð fallið niður í síðustu setningunni. Þar átti að standa: "Tek þá þá "aðdróttun" til baka."
Kristinn Snævar Jónsson, 11.4.2013 kl. 11:33
Hef grun um að þetta snúist minna um óákveðni Bjarna í stefnumálum D og meira um viðskiptalega fortíð hans og viðbrögð hans við spurningum þess eðlis.
Jón Flón (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 12:28
@6
Sjálfstæðsflokkurinn hefur ekki farið eftir stefnu sinni síðan ég byrjaði að fylgjast með pólítik. Þá sérstaklega með "báknið burt" stefnuna sem er orðinn ágætis brandari í dag.
Aldrei hefur ríkið þanist eins mikið og í samfelldri stjórn Sjálfstæðismanna.
Alvöru hægri menn hafa forðað sig frá þessum báknflokki langt síðan. Aðeins menn með stocholm syndrome nenna að exa við þennan báknflokk.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 12:37
ég er sammála því að það voru mistök hjá XD mönnum að hafa ekki kosið Hönnu Birnu fyrir rúmelga ári síðan.
Hún hefur sýn að hún lætur ekki hádegismóra stjóra sér sem sást í kostljosviðtali þegar hún sagði að fáranlega ályktunin um evrópustofu var mistök.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.