Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Framsókn að missa vopnin sín
Það er orðið þannig að Framsóknarflokkurinn getur ekki uppfyllt sín kosningaloforð vegna þess að peningarnir eru ekki til. Það þarf allavega nokkurn tíma til að semja við kröfuhafa ef þeir á annað borð vilja semja.
Á meðan bíður almenningur.
Ef Framsóknarmenn séu eins góðir samningamenn og þeir halda fram. Dæmi hin fræga Noregsför Sigmundar http://www.amx.is/stjornmal/10378/
Guð hjálpi okkur ef XB fær fleiri atkvæði.
hvells
![]() |
Framsókn ánægð - sjálfstæðismenn brýna vopnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er orðið hálf vanedræðalegt hjá þér....
Allir pistlar snúast núna um að reyna að níða Framsókn.
En þú getur bara ekki ákveðið þig hver ástæðan á að vera.
Þú skiptir um skoðun á hverjum degi, og stundum oft á dag.
Til skiptis eru þessir peningar ekki til, eða þá að þú vilt nota þá í að greiða niður skuldir ríkisins.
Þú ert ekkert sérstaklega sannfærandi í þessari andstöðu þinni.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 17:38
Það var eiginlega átakanlegt að sjá Katrínu Júl pakka Sigmundi Davíð saman í umræðunum í gærkvöldi. Held að fyrstu skoðanakannanir sem birtist eftir þennan þátt muni sýna gjörbreytt landslag.
Óskar, 10.4.2013 kl. 18:26
Fannst reyndar Sigmundur komast ágætlega frá þættinum, benti á þá einföldu staðreynd að ríkissjóður og skuldug heimili eru að mestu leyti sami aðilinn. Þeir sem greiða skatta eru langflestir yfir sig skuldugir íbúðareigendur. Það verður engar skatttekjur að sækja í tóma vasa lántaka sem eiga ekkert eftir þegar búið er að greiða af stökkbreyttum lánum. Eða það verður ekkert eftir til að greiða af lánunum þegar búið er að borga skatta vinstri stjórnarinnar.
Hinsvegar njóta stjórnarflokkarnir þess að kosningarnar eru á mjög hentugum tíma fyrir þá. Í haust rennur út greiðslufrysting hjá þúsundum heimila. Það verður hlutskipti nýrrar stjórnar að standa frammi fyrir því höggi sem það verður fyrir þjóðarbúið. Það sem við upplifum núna er svikalogn og stjórnarflokkarnir nota það til að fegra stöðuna í augum kjósenda.
Högg sem hefði örugglega mátt milda, ef ríkisstjórnin hefði ekki verið svona sinnulaus og óbilgjörn gagnvart mjólkurkú ríkissjóðs, heimilunum í landinu. Þegar mjólkurkúin er komin að fótum fram verður erfiðara að fá mjólk (lesist:skatttekjur). Hvort sem það á að nota hana til að greiða jöklabréfaeigendum og öðru kröfuhöfum bankanna vexti á inneignir þeirra (sem er enn einn bitur ávöxtur verðtryggingarinnar), vexti af erlendum lánum til að halda við gengi krónunnar, né til að fjármagna grunnþjónustuna.
Theódór Norðkvist, 10.4.2013 kl. 19:04
Þessir peningar gætu verið til eftir einhvern tíma. Menn skulu anda með nefinu.
Og þegar hann kemur skal nota hann til niðurgreiðslu á ríkisskjuldum.
Eða er ekki markmiðið að vera með sjálfbæran ríkisrekstur?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 19:24
Og sjálfbær heimili. Heimilin eru byggingarsteinar ríkissjóðs.
Theódór Norðkvist, 10.4.2013 kl. 19:55
LOL! benda á pistill af vefnum amx.is? þar drullaði Hvellurinn alveg uppá uppá Sleggjuna *fruss*
Sævar Einarsson, 10.4.2013 kl. 20:45
"Samfylkingin boðar skuldalækkanir fyrir heimili: Bankarnir fjármagni „sanngjarna lækkun“
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/09/samfylkingin-bodar-skuldanidurfellingar-bankarnir-fjarmagni-sanngjarna-laekkun/
Hvort er sorglegra, að þetta sé ekki lengur hókus pókus Árni Lókus, ef það kemur frá Samfylkingunni, eða þessi auma tilraun til að fara í aðrar kosningar, og aftur að lofa úrræðum í skuldavanda heimilanna.
Maður veit bara ekki hvort þetta vesalings fólk er að koma eða fara.
Eru ekki a.m.k. 2 ár síðan þessi flokkur lísti því yfir að bæði væri svigrúm bankanna fullnýtt, og að ekkert frekara væri hægt að gera?
Getur verið að þessu fólki sé alvara að láta sér detta í hug að það sé hægt að ljúga sig aftur inn í ríkisstjórn, með sömu loforðum og síðast?
Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 21:26
ég gerði athugarsemdir við þessa fullyrðingu XS fyrir stuttu síðan.
finnst hún mjög loðin í ljósi þess að flest verðtryggðu íbúðarlan eru hjá Íbúaðrlánasjóði en ekki bönkunum
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 21:44
sævarinn
ertu að neita því að þessir kappar fóru til Noregs og ætluðu að redda risaláni fyrir Ísland?
burt séð frá því að þetta kemur fra amx.is... ég hefði alveg getað fundið frétt um þetta á mbl eða visir
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 21:45
Sigurður
Ert þú kannski með verðtryggt lán og vilt fá niðurfellingu á hluta af því?
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 23:55
Ég trúi því ekki að 3o% þjóðarinnar eða þaðan af meira kjósi Krónprinsinn af Kögun og liðið sem var á bekknum þegar draumalið framsóknar var og hét.
Liðið sem borið var uppi af Finni Ingólfsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur.
Kóngurinn af Kögun var nú líka liðtækur í sjálfsókninni hjá draumaliðinu.
farmann (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.