Framsókn er í veikri samningstöðu við vogunarsjóðina

"Það segjast allir flokkar ætla að taka hraustlega á „hrægömmunum“ í viðræðum um eignir föllnu bankanna.

Sú glíma gæti þó tekið mörg ár til viðbótar.

Því miður eru nokkrir flokkar, Dögun, Framsóknarflokkur og Flokkur heimilanna, búnir að koma sér í þá þröngu stöðu að þurfa að flýta sér að semja eftir kosningar.

Það hafa þeir gert með því að lofa að nota peningana frá „hrægömmunum“ til að uppfylla kosningaloforð sín.

Það spillir augljóslega samningsstöðu ríkissjóðs Íslands ef þessir flokkar verða kosnir í lok mánaðarins. "

http://andriki.is/post/47583848007

 

hvells 


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist nú ekki hafa spillt möguleikum okkar á að ná hagstæðum samningum við kröfuhafana meira en svo að um leið og það komst upp á yfirborðið í haust að til stæði að ljúka nauðasamningum, og þeir voru í framhaldinu bremsaðir þegar búið var að koma vitinu fyrir sitjandi stjórnvöld, þá féll verð á kröfunum á gömlu bankana. Það endurspeglar að þeir væntu hærri innheimtu en ástæða var til að gefa þeim eftir.

Fréttir í síðasta mánuði um að það stæði til að reyna að ljúka þessum samningum fyrir kosningar benda einnig til þess að þessir sjóðir telji vænlegra að semja við sitjandi stjórn en þá sem kemur á eftir.

Og er það nema von? Það hefur hingað til ekki þurft mikið til þess að hræða úrganginn úr velferðarráðherrunum ef lögð hefur verið á þá pressa utan úr heimi.

Seiken (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 10:07

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er endemis rökleysa og blekkingar hjá ykkur, sem kallið ykkur Sleggju og Hvell.

Þvert á móti því sem þið segið þá eru það vogunarsjóðirnir sem óska eftir viðræðum við stjórnvöld og vilja losna sem fyrst með ásættanlega upphæð af feng sínum úr landi.
Þeir munu hafa keypt kröfurnar fyrir slikk á sínum tíma, e.t.v. á 4 til 6% af nafnvirði, en hafa verið að reyna að selja það sem toppvirði. Það er óásættanlegt fyrir Ísland og það vita þeir. Þeir eru tilbúnir til að semja. Auðvitað er ekki hægt að segja fyrirfram hversu hratt það gengur, en þeir vilja ekki draga það á langinn. Þeir vilja fá sinn gróða sem fyrst í sínar hendur.

Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2013 kl. 12:24

3 identicon

Fjölmargir smákóngar úr samfylkingu og Vg hafa líst því yfir að- það sé ósanngjarnt að svíða þessa kröfuhafa, þeir hafi nú þegar tapað þúsundum miljarða á falli bankanna, og siðlaust að ætlast til að þeir tapi enn meir.

Er fólki með þennan hugsunarhátt best treystandi í þessar viðræður?

Á að senda Svavar aftur?

Núverandi stjórnvöld hafa lagt allt undir að verja glæpi bankanna, og hassmuni erledra kröfuhafa gegn heimilunum í landinu.

Heilt kjörtímabil sem þau hafa litið undan á meðan fjármálafyrirtæki segja bara bákalt að þau ætli ekki að hlíða dómum Hæstaréttar.

Þessi ríkisstjórn verður blessunarlega farin þegar dómar falla um verðtrygginguna.

Enda eins gott.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 13:27

4 identicon

Seiken og Kristinn.

Kröfuhafar vildu ganga til viðræðna um leið og gjaldeyrishöftin voru höfð ótímabundin en ekki tímabundin eins og fram að þvi var hátturinn á.

Gott að hafa staðreyndir á hreinu svo ganga út frá þeim í umræðunni. Annars er hætta á að umræðan verður út og suður.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband