Hvaða vandi?

Það er mitt mat að þessi svokallaði skuldavandi er ekki eins alvarlegur og margir vilja halda. Hann er kosningaloforð allra flokka í dag.

Ef við skoðum stöðuna árið 1996 þá voru 11,8% heimila í vanskilum og 1995 voru 13% heimila í vanskilum við Íbúðarlánasjóð (sem hét þá Húsnæðisstofnun).

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/360954/

Árið 2012 höfðu 10% lent í vanskilum með sín húsnæðislán EÐA leigu.

http://www.ruv.is/frett/10-heimila-i-vanskilum-2012

 

Því er ég hugsi af hverju þetta málefni er blásið svona upp.

Er þetta hjarðarhegðunin í Íslendingunum. Fyrir hrun var hjarðarhegðun í að græða og grilla og núna eru allir að keppast um svæsnasta kreppuklámið.

 

hvells 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vægast sagt áhugaverðar tölur hérna!

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 21:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svarið liggur í stuttu máli, að mínu mati, í rosalega sterkum lobbýisma undanfarin misseri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2013 kl. 21:59

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ja, það lítur út fyrir það að það sé mjög sterk skoðanamótandi maskína í gangi.

En ekker eru heimilin með sér lóbíisma.

Hvað gæti verið í gangi?

aftur, svakalegar tölur hjá hvellinum.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 00:20

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

svona er bullið hjá okkur á íslandi

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 00:28

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru þessi ýmsu samtök og einstaklingar sem kenna sig við heimili og þeim hefur tekist með fádæma lobbýisma og stanslausum áróðri að koma málunum svona fyrir.

þetta að mínu mati hlýtur að hafa verið að einhverju leiti skipulagt. Skipulagt af stjórnaradstöðuflokkum og aðallega framsóknarflokki.

Að sumu leiti spilaðist margt með þeim. Hringavitleysa dómsstóla með gengislánin td. það veitti þeim ákveðna kærkomana næringu.

þessi stanslausi áróður og lobbyismi hefur svo þróast þannig að framtíð hvers einast íslendings byggist á hvort einhver flöt niðurfelling höfuðstóls húsnæðisskulda verði framkvæmd eða ekki. þarna inní spila ágætlega smíðaðir frasar svo sem ,,stökkbreytt lán" sem skuli ,,leiðrétta" o.s.frv.

þessi framsetning og það hvernig allir þora ekki annað en taka undir þetta - verður sérstaklega athyglisverð þegar það þarf ekki nema lágmarksathugun til að sjá í gegnum slíkt skrum og ranga framsetningu. þar má einkum nefna þrennt:

1. þeir betur stæðu í þjóðfélaginu, betur launuðu sem eru nokkuð margir - þeir eiga augljóslega ekki í neinum vandræðum með ein helvítis húskaup og útí hött að almenningur sé látinn borga fyrir vel stæða.

2. Fyrir marga á Landsbyggðinni skiptir þetta ekki nokkru máli. þetta er algjört aukaatriði á flestum smærri stöðum á Landsbyggðinni. það eru aðeins örfáir staðir á Landsbuggðinni sem húsnæðisbóla náði til. það búa talsvert margir ennþá á Landsbyggðinni. (þessvegna vekur vissa furðu hve Framsókn nær víða miklu fylgi á Landsbyggðinni samkv. skoðanakönnunum. Eg barasta trúi því varla fyrr en eg sé það uppúr kössunum að þeir fái td. 5 menn í Norðaustur eins og kannanir benda til. 3 er raunsætt.)

3. Allar skýrslur sýna að sýst er meiri vandi núna varðandi þessi mál en á mörgum öðrum tímum og það nýliðnum. þá talaði enginn um ,,að fella niður höfuðstól skuldar" sem reddingarlausn.

Með ofansagt í huga, þá lít ég þannig á að það sé í raun ekki skuldaniðurfelling per se sem kveikir neistann hjá mörgum innbyggjaranum varðandi Framsókn. Eg held það sé miklu frekar að þeir segjast ætla að vera vondir við útlendinga og berja þá með kylfum eða nota barasta haglabyssuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2013 kl. 01:28

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála ómari

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband