Mánudagur, 8. apríl 2013
Sammála Andríki
![]() |
Andríki varar við þeirri stórfelldu þjóðnýtingu einkaskulda sem nokkrir stjórnmálaflokkar lofa KV Sleggjan. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mánudagur, 8. apríl 2013
![]() |
Andríki varar við þeirri stórfelldu þjóðnýtingu einkaskulda sem nokkrir stjórnmálaflokkar lofa KV Sleggjan. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og núna skiljið þið allt í einu hvernig hægt er að ná í þessa peninga en það er varla liðinn sólahringur frá því að þið báruð fyrir ykkur fáfræði til þess að rakka niður hugmyndir Framsóknar. Þið eruð nú meiri snillingarnir.
En þetta horfir auðvitað til bóta. Það er fínt að ræða þessar hugmyndir á þessum grunni, þ.e. hvernig eigi að ráðstafa þessum krónueignum þegar búið er að semja um á hvaða gengi kröfuhafar fara úr landi.
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 13:02
Eg skal ekki meta það sem andríki segir - en það hefur ekkert breyst eða skýrst í málinu. þvert á móti.
þ.e.a.s. að það hefur ekki verið skýrt hvernig komi einhver gróði með því að berja útlendinga.
það er hægt að vinnaútfrá þessum orðum ,,á hvaða gengi kröfuhafar fara úr landi."
það verður ekkert eftir peningastabbi. það er bara spurning um á hvaða gengi krónueignum er skipt í alvöru gjaldmiðil.
Where is the gróði?
(Hinsvegar gætu samningar um útgreiðslu eða uppgjör þrotabúa og hagstæðir gengisskipti - komið vel út fyrir ríkið þannig séð. Gætu minnkað skuldastöðu ríkis o.s.frv. Soldið flókið mál - en menn geta ekkert notað það svigrúm til að fara útí bæ og gera eitthvað skemmtilegt. það er búið að nota það! Með samningunum. þessvegna virðist líklegast að til að fara út flata skuldaniðurfellingar af húsnæðislánum - þurfi ríkið í raun að taka lán eða auka sktta/skera niður.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 13:35
Það er margbúið að fara yfir þetta Ómar en ég skal gera það fyrir þig einu sinni enn af því að þetta ert þú.
Ein útfærsla (og ekkert endilega víst að það sé sú skársta) gæti verið sú að skipta á krónueignum kröfuhafa (lausar innistæður, verðbréf, skuldabréf, ríkisskuldabréf, lánasöfn) og láta þá hafa skuldabréf í erlendri mynt í staðinn. Þá á ríkið/SÍ innistæður og eignir sem hægt er að nota til þess að færa niður eigin skuldir og færa niður skuldir heimila/fyrirtækja ef því er að skipta.
Ef stærðargráðan af þessum krónueignum er 1000 milljarðar þá segir það sig sjálft að kröfuhafar fá aldrei 1000 milljarða í gjaldeyri á núverandi SÍ gengi. Landið mun aldrei geta borgað það og um það er ekki deilt.
Þú myndir trúlega samþykkja að gefa út skuldabréf í erlendri mynt upp 10 milljarða á núverandi gengi gegn því að fá allar þessar krónueignir í hendurnar, er það ekki Ómar?
Þú myndir trúlega ekki samþykkja að gefa út skuldabréf í erlendri mynt upp á 1000 milljarða á núverandi gengi gegn því að fá þessar krónueignir, er það nokkuð Ómar (eða?).
Einhvers staðar þarna á milli liggja sársaukamörkin ekki satt? Þetta er spurning um hvort að ríkið og kröfuhafar geta fundið flöt á þessu með samningum. Lilja og Pétur blöndal telja afskritirnar þurfa að vera 90% og Már skelti fram einhverju bili upp á 25-75% til þess að segja eitthvað.
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 13:51
Nei. þú færist bara fjær og fær efninu.
Í raun byggirðu á einfaldri hugsanavillu. þú ætlar að nota sama peninginn tvisvar. þú talar eins og þú ætlir að borga vondum útlendingum hluta eigna sinna á fullu verði - og svo getir þú bara hirt rest!
þetta er ekki þannig. þetta er eins og ég segi í fyrra innleggi og þarf ekki að endurtaka, býst eg við.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 14:03
Hvað ertu að rugla Ómar? Hvar er talað um að borga útlendingum eitthvað á fullu verði?
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:07
Hahahahahahahahahaha
Amen kúmen og krossmen við öllu sem Seiken segir :)
En þegar kemur að því að ráðstafa þessum peningum, er sanngirnismál að hafa í huga hvaðan þýfið kemur.
Á að skila því aftur til heimilanna, eða nota í að greiða niður ríkisskuldir.
Hversu oft hafið þið talað um að það sé ósanngjarnt að leiðrétta þessi lán, því kostnaðurinn myndi lenda á ríkinu, og þar með væru allir að greiða niður skuldir sumra.
En núna, þá er allt í lagi að nota peninga sem fást úr afskriftum húsnæðislána skuldsettra heimila í að niðurgreiða ríkisskuldir allra...
Þvílík hræsni!
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:11
Eignarrétturinn er varinn í stjórnarskrá.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 8.4.2013 kl. 14:12
Hvar kemur eignarétturinn inn í þetta mál Sleggja?
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:17
þetta er einfaldlega rétt sem eg bendi á. það hefur ekki verið útskýrt hvernig þessi ,,gróði" eigi að vera tilkominn. það er talað um þennan ,,gróða" eins og peningastabba sem hægt er ganga að eftir að búið er að berja útlendinga - þetta upplegg heldur engu vatni. það segir svo sýna sögu að Simmi Hroki sem kallaður er, er að vísa óljóst í háttvirtan Seðlabankastjóra þessu viðvíkjandi. það liggur fyrir að Seðlabankastjóri var að tala um allt annað en einhvern peningastbba sem hægt væri að útdeila.
Seðlabankastjóri var að tala um nokkurveginnþað sem ég lýsi í fyrsta innleggi ofar.
þar af leiðandi fer allur ,,gróðinn" í samninga eða möndl verð eigna og skiptingu yfir í alvöru gjaldmiðil.
Framsóknarmenn tala í raun eins og þeir ætli að nota sama peninginn tvisvar, eða til vara að borga eigi part af eignum til útlendinga á fullu verði - en gera hitt í raun upptækt. þ.e. eignarnám. það er gríðarlegur munur á samningum og eignarnámi. Gríðarlegur munur.
Ef menn og konur geta ekki fallist á að það þurfi miklu mun betri skýringar og í raun einhverjar skýringar á hvernig þessi ,,gróði" á að vera tilkominn - nú þá vilja þeir hinir sömu menn og konur ekkert ræða þetta mál á skynsemis og raunsæisnótum.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 16:00
Ekki er afskrift/afsláttur/niðurfelling/leiðrétting fjármunir sem hægt er að ráðstafa. Ekki money in the bank.
Einfalt dæmi er ef þið kaupið reiðhjól á afslætti á 20þúsund kr. Upphaflegt verð var 60þúsund. Þið fenguð 40þús afslátt. En þessi afsláttur er ekki peningur sem hægt er að nota hjá kaupanda reiðhjólsins.
Það þarf stundum að einfalda svona fyrir heittrúaða framsóknarmenn =)
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 8.4.2013 kl. 17:11
Nú Sleggja!
Í auglýsingunni segir "að leggja ríkisjóði til nokkur hundruð milljarða króna".
Hvort ertu sammála auglýsingunni frá Andríki eða ekki?
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 18:07
Já, ég efast ekki um það eitt augnablik Ómar minn að þú og norræna velferðarstjórnin væruð einhuga um það að fara inn í slíkar samningaviðræður við kröfuhafa með það megin markmið að gefa eftir eins mikið svigrúm og hugsast getur.
Því hvar væruð þið á vinstri kantinum staddir ef þið gætuð ekki baðað ykkur upp úr þeirri sjálfsfyrirlitningu og eymd sem hlytist af vondum samningi.
Það hefði líka verið stílbrot í þessum farsa ef að þið hefðuð ekki fyrst endurreist bankana, með það að marmiði að hámarka innheimtur kröfuhöfum til dýrðar, til þess eins að róa að því öllum árum að koma því fé úr landi með hámarkstjóni fyrir samfélagið allt.
Seiken (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 18:20
Það er einmitt skemmtilegur vinkíll á posningabaráttunna. Snýst ekki um hugsjón.
Heldur snýst um skilning á niðurfærslu skulda. Og snýst ekki um hver skilur og hver ekki.
Heldur hver heldur að hann skilur og vilji skilja eða gengur bara blint í von um milljóna niðurfellingu.
Ég er með verðtryggt lán, hvað er ég að huga? Er ég að segja nei við free money? Ætli ég sé ekki skrýtinn.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 8.4.2013 kl. 18:27
Sleggja,
Þú ert eitthvað óákveðin finnst mér.....
Eina stundinga er þetta ekki hægt, aðra er þetta barbabrella, næstu á að nota peningana í að greiða skuldir ríkisins og nú ertu kominn hringinn og aftur farinn að tala um að þetta sé ekki hægt....
Ertu ekki bara fyrst og fremst sammála ríkisstjórninni að verja hagsmuni kröfuhafa gegn heimilunum í landinu?
Mér sýnist það.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 18:36
það er trikkið í þessu. það eru svo margar hliðar. Vegna þess hve þetta er óskýrt hvaðer verið að tala. Eg er sammála sleggjunni í þessu efni í aðalatriðum.
Má segja að fyrsta spurning sem þurfi að svar sé, hvort virkilega sé einhver 300-400 milljarða ,,gróði" eða pengingastabbi sem sé á leiðinni hérna frá vondum útlendingum.
Mitt mat er að það hafi ekki verið sýnt fram á slíkt eða útskýrt á nokkurn hátt hvernig sá peningastabbi eigi að vera tilkominn.
Í öðru lagi, sakir umræðunnar, að gefum okkur að það sé einhver milljarða stabbi af peningum sem komi frá vondum útlendingum ó góðgerðarskyni, að þá má efast um að skynsamlegt væri að ráðstafa nefndum stabba til að borga flatt höfuðstól lána. Afhverju ætti að borga lán auðugra og vel stæðra sem vel geta borgað sín lán? Afhverju á að borga húsnæðislán td. Simma Hroka? Er hann eitthvað blankur eða?
Mun skynsamlegr og réttlátara væri að rástafa þeim peningastabba með jöfnuði að leiðarljósi. Aðstoða þá verst stöddu, styðja veðferðakerfið o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 18:50
Og ps. Eg er hlutlaus í flokkapólitík og jafnframt í afstöðu til núv. Ríkisstjórnar. En óumdeilt er að hún hefur náð ótrúlegum árangri eftir rústalagningu framsjalla á landinu. þó hafa kattaófétin reynt að hjálpa sjöllum við skemdarstarfsemi á góðum verkum ríkisstjórnar.
Ofansagt blasir bara við ef ísköld skynsemi og raunsæi eru höfð að leiðarljósi. Framferði framsóknar, sjalla og kattaófétanna í stjórarandstöðu er með ólíkindum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 19:05
Gott hjá þér Ómar að vekja athygli á því og taka það sérstaklega fram að þú sért að sjálfsögðu hlutlaus í flokkapólitíkinni.
Svona, hafi hlutleysi þitt farið framhjá einhverjum í gegnum tíðina.
Um að gera að eyða öllum misskilning með það :)
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 20:31
þetta er bara staðreynd. Ef eg hef veið hlytur einhverjum aðgerðum ríkisstjórnar núverandi - þá segir það ekkert annað en að ríkisstjórnin hafi verið að gera eitthvað rétt miðað við skynsemis og raunsæisforsendur er eg hef ávalt að leiðarljósi. Eigi flóknara en það.
Hitt er allt annað mál, að í heildina séð hef ég Jafnaðarstefnu að leiðarljósi og þá Jafnaðarstefnu í breiðu perspektífi útfrá norrænni fyrirmynd alveg ótengt íslenskri flokkapólitík. Íslenskir flokkar geta vissulega keppst um að komast eins nálægt þeim markmiðum sem eg lýsi hér ofan til að ná hylli minni og atkvæði mitt fer til þess flokks sem kemst næst því. En eg er vandlátur. Td um leið og flokkur missir eitt lýðskrumsorð eða þjóðrembingsþvaður útúr sér - you can count me out. þessvegna hef eg aldrei kosið framsóknarflokkinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2013 kl. 20:39
Sammála nr 13. Nákvæmlega barbabrellan sem kemur aldrei til með að ganga upp. Að auki eru verðtryggðar skuldir ekki nema að litlu leyti í eigu bankanna. Þetta lendir því á ríkissjóði að lokum. Ekki gleyma því heldur að SÍ á útistandandi víxil á Ríkissjóð, í raun verða engir peningar til í þessari þvælu allri fyrr en búið er að selja bankana, aftur. Þ.e. ef kaupandi finnst.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.4.2013 kl. 22:58
Ég hef gert print screen á allar athugasemdir þar sem sagt er að þetta lendi ekki á almenningi.
Gaman að ota því í andlitið á fólkinu sem heldur því fram þegar kemur í ljós að ríkið borgar þetta allt (ef í þennan hörmungaleiðangur verði farinn).
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 07:32
@ Sigurður
Þetta er HÆGT. Þetta er HÆGT með skattfé.
Þetta er ekki hægt með engum kostnaði á ríkissjóð.
Nógu skýrt?
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 07:33
Við hljótum að taka því fagnandi Sleggja að þú viðir að þér heimildum.
En þetta er ekki ennþá nógu skýrt?
Í pistlinum þá ertu sammála því að þetta sé hægt en í innleggi 21 þá ertu því ósammála. Hvora skoðunina eigum við að skrá í okkar heimildarlista?
Seiken (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 08:01
Verð að vera sammála sleggjunni eina ferðina en. Þetta getur ekki endað nema á ríkinu. Þetta verður svona einn daginn munu skuldir ríkisjóðs detta eitthvað niður þegar samið hefur verið. En daginn eftir munu þar vera þær sömu eftir að framsókn hefur afskrifað hjá fólki.
Hörður (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 11:38
Það gleymist að ríkissjóður er ekki eitthvað geimskip úti í geimi fullt af peningum (eða skuldum.) Ríkissjóður erum við og við erum ríkissjóður.
Þannig að afskriftir/leiðréttingar eða ekkert slíkt er bara spurning um hvort hægri eða vinstri vasinn sé tómur. Það er margbúið að færa rök fyrir því að skuldaaflétting getur aukið framleiðni og hagvöxt, því þá er svigrúm fólks til að skapa verðmæti meira.
Skuldaaflétting = framleiðni og hagvöxtur.
Framleiðni og hagvöxtur = dýpri vasar almennings og MEIRI skatttekjur að sækja.
=>
Skuldaaflétting = meiri skatttekjur.
Engin framleiðni/enginn hagvöxtur = grynnri vasar almennings og MINNI skatttekjur að sækja.
Tilraun til innheimtu tapaðra skulda = minni skatttekjur og meiri lögfræðikostnaður til einskis.
Það er alltaf talað eins og það að gera ekki neitt við skuldavandanum (og láta þjóðfélagið lenda í fjöldagjaldþrotum) sé eitthvað status quo, en skuldaaflétting kosti svo mikið og það verði hinn almenni Jón og Gunna að borga.
Þetta er einfaldlega rangt. Jón og Gunna munu líka borga fyrir áframhaldandi samdrátt og lamað atvinnulíf og sennilega ennþá meira, því þá verður minni skatttekjur að hafa. Sem leiðir til niðurskurðar á spítölum, skólum, löggæslu og til þess að menntað fólk, t.d. heilbrigðisstéttir flýja til Noregs og annarra landa þar sem laun eru hærri og vinnuaðstaðan boðleg.
Theódór Norðkvist, 9.4.2013 kl. 13:43
það er auðvitað rangt að flöt skuldaniðurfærsla á höfuðstól sé til góðs fyrir þjóðfélagið í heild. Með því er bara verið að færa peninga úr vasa almennings til aðallega auðugra og betur stæðra.
það var farið yfir þessa umræðu alla 2009. Niðurstaðan var að þetta væri óskynsamlegt. það er eins og allir hafi steingleymt umræðunni 2009. Muni ekkert eftir henni.
Til að slík niðurfærsla yrði til góðs þarf að gæta að því að hún beinist til hinna verra settu sem raunverulega á aðstoð þurfa að halda.
Eg vil aðstoða hina verr settu og verr launuðu - framsókn vill aðstoða auðmenn og vel launaða.
Þar skilur milli mín og framsóknar.
Flöt niðurfelling með almannafé sem hagnast fyrst og fremst auðugum og þeim sem ekki þurfa aðstoð er bókstaflega heimskuleg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2013 kl. 14:23
Það er kjaftæði að niðurstaðan af þessum umræðum hafi verið að "þetta" hafi verið óskynsamlegt. Eru til einhver gögn sem sýna að það hafi verið sannað eins og eitthvað náttúrulögmál? Tilvísanir í gögn takk.
Það er ekki nóg að til að kalla eitthvað niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi sagt það.
Það eru líka sanngirnissjónarmið, t.d. á óreglumaðurinn sem eyddi öllu í vitleysu að fá fulla niðurfellingu, meðan hjón sem neituðu sér um allt og lifðu spart til að standa í skilum, séu látin horfa upp á eignarhlut sinn fara úr 50% eignarhlut í nánast núll?
Það er nefnilega rugl að allir þeir sem hafa horft upp á verðtrygginguna éta upp húseignir sínar, séu hátekjufólk sem fer til Mallorca mörgum sinnum á ári.
Theódór Norðkvist, 9.4.2013 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.