Mikill vilji til þess að ganga í ESB

Skuldamál heimilanna er mikilvægast.

Af hverju er fólk skuldugt?

Jú, vegna gengisfalls og verðtryggingu.

Með ESB og Evru þá gerist ekkert af þessu.

 

Fólk vill ganga í ESB og taka upp evru og lága vexti og ENGA verðtryggingu.

 

hvells 


mbl.is Skuldamál heimilanna mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

19% telja evrópumál mikilvægt kosningamál. 81% töldu svo ekki vera samkvæmt skoðanakönnuninni.

Nú segir það ekkert um áhuga á inngöngu þótt þetta brot telji málin mikilvæg, þar má alveg eins segja að þeir sem eru á móti inngöngu telji mikilvægt að málin verði til lykta leidd. Nóg af púðri hefur verið eytt í þau.

Enn stendur það svo að yfir 70% hafna inngöngu og hefur sá meirihluti heldur eflst.

Hvað fær ykkur til að draga þessar fáránlegu ályktanir er mér hulið, nema að þetta eigi að vera einhverskonar grín og tröllsháttur.

Ef ekki, þá eruð þið sveimér aumkunarverðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2013 kl. 23:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Matvælaverð og þjónusta er víðast hvar hærra í Evrópusambandinu en hér.

Fólk er skuldugt af því að það tók glæfralega stór lán á lágum vöxtum og trúði því að 2007 myndi vara fram á 2700.

Lágir vextir eru ein grunnorök kreppunnar og ástæða þeirrar bólu sem er að slyga sunnanverða Evrópu.

Rétt að minna ykkur á að verðtrygging virkar í báðar áttir. Hún verndar verðgildi sparnaðar jafnt sem verðgildi lána.

Þeir sem hafa aldrei unnið fyrir sér né eiga sparnað en skulda helling, er eðlilega nokk sama um það hvort allir aðrir tapi sparnaði sínum ef vextir af lánum þeirra lækka.

Einfeldni ykkar er svo stórfengleg að maður stendur andaktugur við hverja færslu sem frá ykkur kemur og vonar að þið séuð ekki þversnið af þeim sem erfa munu landið.

Það þýddi að við værum dauðadæmd sem þjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2013 kl. 23:46

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flottur Jón Steinar að vanda =)

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband