Sunnudagur, 7. apríl 2013
Sigmundur gleymir eða vísvitandi að villa um fyrir fólki
Sigmundur talar um að kröfuhafar þurfi að blæða við það að afskrifa verðtryggð lán.
Sigmundur gleymir að Íbúalánasjóður á langflest verðtryggðu lánin. Íbúalánasjóður er nú þegar á hausnum og þarf innspýtingu. Íbúalánasjóður er á ábyrgð ríkisins.
Öll niðurfærsla á lánum Íbúalánasjóðs verða á kostnað ríkisins. Fjölmiðlamenn hafa verið latir að benda á þetta atriði. Sérstaklega í ljósi þess að Sigmundur heldur fram að þetta kosti ríkissjóð ekki neitt.
kv
Sleggjan
![]() |
Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi því vart að Sleggjan sé eins hugmyndalaus eins og þessi færsla ber með sér. Afar einfalt mál er að færa allar husnæðisskuldir í eitt félag bæði frá bönkum og íbúðarlánasjóði. Sú niðurfærsla sem verður samið um verður færð inn í það félag, að öllu leiti eða að hluta. Það verður samið um niðurfærslu um það eru allir sammála og hjá því verður ekki komist ef kröfuhafar ætla að fá einhvern pening út.
Þetta er að verða dálítið hlálegt að fylgjast með mönnum reyna berja á hugmyndum framsóknarflokksins án þess að hafa nokkuð gert til að kynna sér málin. Þett sama var gert þegar framsóknarflokkurinn lagði til 20% niðurfærslu árið 2009 sem fáir reyna að bera á móti í dag að hafi bæði verið mögulegt og skynsamlegt.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 18:32
jæja Stefán
http://blog.pressan.is/indridih/2013/04/07/nidurfaersla-skulda-a-la-framsokn/
Lestu þetta og komdu svo aftur.
Þú ert á algjörum villigötum.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 21:35
Ef þetta er svona einfalt afhverju ætlar XB þá að stofna heila nefnd til að fara yfir málið eftir kosningar?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 23:00
Hvaðan kemur þessi útbreiddi misskilningur að það sé einhver ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði...?
Ekki það að það skiptir neinu máli, það er enginn að tala um að afskrifa lán íbúðalánasjóðs, heldur yrði bara borgað inn á lánin.
það hefur biljósn sinnum komið fram að þessar aðgerðir eru án kostnaðar fyrir ríki, íbúðalánasjóð eða lífeyrissjóði eins og þú veist mætavel.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:25
Notum peningana úr money heaven =)
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 8.4.2013 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.