Laugardagur, 6. apríl 2013
Framsóknarflokkurinn og tillögurnar í raun
Tökum dæmi með tillögurnar frá Framsóknarflokkinum:
Fólkið sem fékk afskrifað gengislánin. Segjum sem dæmi fjölskylda sem fékk afskrifaðar 6 milljónir af sínu húsnæðisgengisláni.
Getur fjölskyldan notað þessar 6 milljónir og farið heimsreisu? Keypt sér sumarbústað?
Svoleiðis eru tillögur Framsóknarflokksins.
Eru kjósendur hérna á klakanum virkilega svona auðtrúa?
kv
Sleggjan
![]() |
Tillögur Framsóknar valda bólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gengislánin voru ekki afskrifuð,heldur leiðrétt.
Guðmundur Ágústsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 08:58
Sleggjan með þetta eina ferðinna en. Guðmundur það þurfti einhver að sjá á eftir peningnum sínum´.Afskrift heitir það.
Hörður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 09:55
Kristaltært enda varast frammararnir að ræða hvernig þetta á að framkvæmast. Ath að Seðlabankinn er milliliður í þessu ferli og hann skuldar ríkinu 380milljarða.
Karl Garðarsson frammari er sá eini sem hefur látið hafa eftir sér að tillagan þýði í raun 1-2% skattahækkun.
Frekar kaupi ég tillögu sjallanna.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2013 kl. 10:37
Elska þegar fólk segir "leiðrétt" "stökkbreytt" "fosendubrestur"
love it.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2013 kl. 11:39
Bloggfærslan fjallaði á einfaldan hátt um hvað XB er að halda fram.
Að afskriftir séu einhverskonar "money in the bank". Það er einfaldlega rangt. Mér hryggir að segja ykkur það kæru verðtryggðu lántakendur.
Menn eins og Guðmundur mega alveg vera með einhver orðhengilshátt. Tek þó eftir að Guðmundur tjáði sig ekki efnislega um bloggfærsluna.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 12:22
Tek fram að ég á íbúð á verðtryggðu láni.
Ég er bara ekki móttækilegur fyrir bulli. Það er bara einfalt.
Um leið og það kemur eitthvað raunverulegt frá XB þá get ég alveg skoðað það. Almennt get ég sagt þó að ég er á móti auknum ríkisútgjöldum þegar ríkiskassinn er svona skuldugur og vaxtagreiðslur svona háar.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 12:24
@2
Að sjálfsögðu. Kominn með allnokkur homerun.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 12:25
Já þú meinar.
Bankarnir prenta íslenskar krónur sem þeir lána út með gengistryggingu en á móti myndast innistæður í íslenskum krónum á hóflegum óverðtryggðum vöxtum. Þegar gengi krónunnar síðan fellur þá myndast gígantískur vaxtamunur á milli útlána og innlána. Þennan hagnað reyna bankarnir svo að innleysa um mitt ár 2008 og ætlunin var þá væntanlega að nota hann í að kaupa upp þá 500 milljarða af gjaldeyri sem þeir voru að reyna að lokka Seðlabankann til þess að taka að láni erlendis á þeim tíma. Var þetta ekki einhvern veginn svona?
Þetta líkist meira stærsta samsæri gegn neytendum í nokkru landi frá upphafi vega heldur en að nokkur hafi tapað einhverju á því að þessari froðu var fleytt ofan af skuldastabbanum með aðstoð frá Hæstarétti.
Það er svo annað og að minnsta kosti jafn áhugavert mál að íslensk stjórnvöld eftir hrun skyldu reyna að viðhalda þessari loftbólu og ætla að nota hana til þess að búa til það eiginfé sem þurfti til þess að fjármagna nýju bankana.
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 13:56
Þetta er rétt ábending, að mínu mati í stóru myndinni.
það að afskrifa/niðurfæra einhverja snjóhengju/krónueignir/hrægamma og þess háttar, það getur aldrei verið = að þá standi bara eftir bunki af peningum sem hægt er gera eitthvað skemtilegt fyrir. það er hugsanavilla ef menn halda það.
Hitt er annað, að núverandi stjórnvöld hafa staðið sig svo vel við stjórn landsins, og þá ber sérstaklega að nefna SJS og Jóhönnu því viðvíkjandi, að sennilega er fræðilega hægt að hugsa sér að ríkið auki skuldsetningu sína til flatrar niðurfellingar að eihverju leiti. Flatrar niðurfellingar sem að auðugir og betur stæðir hagnast langmest. Væri sennilega fræðilega hægt.
En það þýðir náttúrulega í raun að peningar eru settir í umferð. Er í raun peningaprentun. Í íslensku samhengi og samhengi haftanna örsvæðisins - þarf varla að útskýra hvað muni felast í slíkri peningaprentun eða auknu peningamagni í umferð. Bóla, froða, verðbólga, verðhækkanir, hækkun lána, hækkun vaxta os.frv. o.s.frv.
Jú jú, eg veit alveg að póltísk málefnalegheit eiga eigi upp á pallborðið hjá innbyggjurumþessa daganna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 14:19
það má líka einfalda þetta niður í eftirfarandi: Þú getur ekki bæði geymt ísinn og étið hann.
Sem vekur upp spurninguna: Hvað gerði Simmi við ísinn sem frúin í hamborg gaf honum í gær?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 14:33
Ahh. Nú er ég farinn að skilja þetta. Takk fyrir að draga mig að landi með þetta Ómar. Ég botnaði ekkert í þessum þræði eða þessari steypu sem kom frá Birni Val um daginn um einhvern 300 kall og einhvern 700 kall.
Þið eruð farnir að rugla saman viljaleysi ykkar til þess að gera eitthvað í málunum og því hvort hægt sé að gera eitthvað í málunum.
Ég er ekki að segja að þetta sé allt tæknilega sára einfalt eða hvort þetta er efnahagslega skynsamlegt eða glapræði, en það er klárlega hægt að útfæra þetta ef menn vilja það.
Til þess að nefna eina útfærslu þá má minna á að AGS hefur stungið upp á því að losa um eignir erlendra aðila á Íslandi með því að gefa út langt skuldabréf í erlendri mynt. Ein útfærslan á því gæti þá verið sú að ríkið eða SÍ gefi það út og taki yfir allar krónueignir erlendu aðilana sem vilja komast út í staðinn á afslætti frá væntu virði.
Þessar eignir eru meðal annars lausar innistæður og ríkisskuldabréf að því að mér skilst. Þá væri væntanlega strax til laust fé til ráðstöfunnar til þess að færa niður skuldir ef menn vildu og í framhaldinu framtíðarhagnaður af innheimtum ef eignir erlendu aðilana eru fastar í einhverjum lánsöfnum sem fást á afslætti. Það er ekkert gefið að erlendu aðilarnir vilji semja á þessum nótum en Már hefur þrátt fyrir allt gefið það út að þessar eignir fari aldrei úr landi nema á afslætti og að eigendur þessara eigna séu meðvitaðir um það.
Ég held að það væri miklu heiðarlegra af ykkur að segja bara að þið viljið að ríkið noti afsláttinn til þess að greiða niður eigin skuldir svo þið getið tekið upp Evruna heldur en að vera með þessa útúrsnúninga.
Annars býst ég við að frammararnir séu ánægðir með þessa þróun. Þið eruð búnir að eyða 4 árum í að reyna að tala niður þessi skuldamál og því meira sem þið hrópið því neðar fer fylgi flokkana ykkar. En það er svona, þeir sem kölluðu úlfur, úlfur í Icesave málinu eru ekki líklegir til þess að hræða nokkurn mann frá þessum skuldaleiðréttingum.
En hvaða þennslu ertu að tala um Ómar? Erum við ekki vanir að segja að þegar skuldir eru greiddar niður í bönkum að þá minnki peningamagn í umferð? Höfum við skipt um skoðun í því efni?
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:00
þetta snýst ekkert um ,,að minnka peningamagn í bönkum". Tillaga framsóknar er miklu frekar að auka það! Halló. Ef þú borgar flatt hluta af öllum höfuðstólum skulda í banka með tilkomu ríkisins - þá ertu aðsnarauka peningamagn í bankanum augljóslega. Og þá þarf varla að skýra út hvað gerist í framhaldinu. Peningamargföldun. Bankarnir fá peninga til að lána út margoft. það er nú aldeilis búið að fara yfirhvernig margföldunarkerfi peninga virkar.
Varðandi það hvað þessi Snjóhengja/krónueignir/hrægammar í skógi nákvæmlega eru - að þá er lykilatriði hjá ykkur framsóknarmönnum þar sem þú mælir: ,,að því að mér skilst."
þetta er ekki að nóg. Og að mínu mati er þetta augljóslega rangt. Niðurfærsla/afskrift snjóhengju/krónueigna/hrægamma snýst ekki um þetta. Hún snýst um hvert sé virði ákveðinna eigna sem kröfuhafar eiga tengdum gömlu þrotabúunum þ.á.m nýju bankarnir. því kröfuhafar eiga tvo þeirra mestanpart. Íslendingar einn.
Nú, málið snýst því um: Á hvaða verði fæst einhver til að kaupa þessar eignir og ennfremur hvaðan kemur gjaldeyririnn sem til þess þarf eftir atvikum.
Varðandi háttvirtan Seðlabankastjóra og orð hans, þá hef ég lesið ræðuna sem hann hélt þarna í lok mars. Fólk er að snúa útúr orðum hans. Hann er ekki að tala um peningastabba sem hægt er að ganga að. Hann er að tala um álíka og ég lýsi hér ofar. því miður.
Ennfremur er eg ekkert eitthvað ,,þið" og þess háttar í stjórnmálum. Eg er óflokksbundinn og algjörlega bara í mínum eiginflokki. Flokki raunsæis og skynsemi í öllum málum alltaf allstaðar. Og þar vissulega fellur það oft inní stefnu Jafnaðarmanna og þá glóbalt því þeir eru þeir flokkur sem yfirleitt hefur rétt fyrir sér vegna þess að þeir forðast yfirleitt lýðskrum og lýðæsingu en reyna oftast að leggja áherslu á skynsamlegar og raunsæjar lausnir.
þannig er það nú.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 16:21
Bull inn
= Bull út.
Þannig er þessi pistill.
Reyndar er gagnrýnin aldrei neitt merkilegri en þetta, og það eru sennilega skýringarnar á stanslausri fylgisaukningu Framsóknarflokksins.
Það virðist enginn getað gagnrýnt þessar tillögur öðruvísi en með upplognum forsendum, og því bull niðurstöðum.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:35
Ertu ekki vanur að kalla mig sjalla Ómar? Er ég orðinn frammari núna? En ég skil betur að Samfylkingin sé kominn niður að "spærregrænsen" ef ekki einu sinni Ómar Bjarki getur stutt þá lengur.
Þú kemur að kjarna málsins og það er á hvaða verði krónueignirnar fást og þar með ertu í raun að viðurkenna að þetta sé hægt að því gefnu að verðið sé rétt.
En annars held ég að frammararnir ættu ekkert að vera að útfæra þetta núna. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að gera það? Fylgið virðist vera að skila sér í hús þrátt fyrir að útfærsluna vanti og ég held að það þurfi að kortleggja hvaða óþverra þið í Samfylkingunni eruð búnir að semja um við kröfuhafa áður en menn velja leiðina út úr þessu. Frasinn "verðum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar" bendir nú ekki til annars en að það liggi eitthvað undir sem ekki hefur komið upp á yfirborðið ennþá.
En ekki blanda saman magnbundinni íhlutun þar sem hugsunin er að prenta peninga og auka þar með peningamagn í umferð og því að nota fyrirliggjandi innistæður til þess að greiða niður skuldir. Ef ríkið notar innistæðu í banka A (t.d. lausa innistæðu sem er yfirtekin frá kröfuhafa sem fer úr landi) til þess að greiða niður lán í banka B (húsnæðislán) hvaða áhrif hefur það á peningamagn í umferð Ómar minn?
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:48
Þú ert framsjalli.
Eg endurtek: þetta snýst augljóslega ekkert um ,,innstæður í banka" sem eigi að klípa af - og síðan hægt að halda partý.
þetta er auðvitað miklu mun flóknara mál. því miður.
Ennfremur er slíkt tal - það tal er orðið býsna nálægt eignaupptöku. Ætla framsóknarmenn í eignaupptöku? þeir tala yfirleitt ekki þannig, þ´visuulega sér erfitt að átta sig á tali þeirra því þeir vilja ekki segja hvernig þeir ætla að framkvæma töfratrikk.
Hinsvegar er náttúruleg gríðarlegur munur á samningum um afslátt/niðurfærslu á eignum kröfuhafa og upptöku eigna.
Málið er þetta: það að framsóknarmenn bókstaflega neiti að segja n´kvæmlega hvernig þeir ætla að gera þetta - það er auðvitað ekkert annað en aðför að lýðræðinu. Popúlismi andskotans. Og algjör hryllingur bara hvernig þessir menn haga sér og ósvífnin og subbupólitíkin sem þeir beita. Hryllingur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 17:25
Seiken segir:
"En annars held ég að frammararnir ættu ekkert að vera að útfæra þetta núna. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að gera það? Fylgið virðist vera að skila sér í hús þrátt fyrir að útfærsluna vanti "
Semsagt skiptir ekki máli hvað sagt er meðan fylgið er í góðum hæðum.
Skítapólítík.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2013 kl. 17:36
Ég er nú bara næstum því sammála Ómari Bjarka, það er alveg nýtt fyrir mér. Við þurfum alltaf að borga þetta sjálf, hvað sem tautar og raular. Hver á Íbúðalánasjóð með nánast öll verðtryggðu lánin? Ef þrotabúin eða bankarnir, sem eiga restina af skuldunum, ætla að færa niður sínar eignir kemur það fram á þeirra efnahagsreikiningi.
Voru ekki allar "góðu" skuldirnar fluttar í Nýja Landsbankann? Hver á hann, með hurðum og körmum? Íslenska ríkið ekki satt og þar með við...!!!
Það er einhvernvegin búið að snúa þessu upp þannig að það eigi að fara með ránshendi í þrotabú bankanna, sækja pening og afhenda okkur. Það gleyma því allir að það þarf að afhenda Seðlabanka Íslands þetta fyrst og hann skuldar ríkinu (okkur) 380 milljarða.
Þetta er náttúrulega ekki vitleg umræða sem búið er að koma af stað.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2013 kl. 18:02
@Sleggjan. Þú hefðir nú ekki hlotið neinn skaða af því klára setninguna en restin af henni er þessi:
"... og ég held að það þurfi að kortleggja hvaða óþverra þið í samfylkingunni eruð búnir að semja um við kröfuhafa áður en menn velja leiðina út úr þessu".
Hvernig í ósköpunum ættu frammararnir að vita hvað norræna velferðastjórnin er búin að gera af sér í þessu máli? Ég minni á að í skýrslu SJS um endurreisn bankana og í svari hans á síðasta þingi við fyrirspurn Guðlaugs Þórs þá er búið að strika yfir setningar sem greina frá samningum við kröfuhafa. M.ö.o. þá hefur maðurinn sem bað meirihluta alþingis að samþykja Svavars samninginn óséðan, og vel að merkja samfylkingin var öll tilbúin að gera, komist upp með að fela um hvað var samið þegar bankarnir voru endurreistir.
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 19:06
Og talandi um "skítapólitík".
Það hafa engir stjórnmálaflokkar haft tækifæri fram að þessu til þess að svíkja kosningaloforð um skuldamálin nema VG og SF. Og það verður seint sagt að þau hafi vannýtt það tækifæri.
Eina staðfesta lýðskrumið í þessu máli er loforðið um skjaldborg um heimilin. Það er það sem réttnefnt verður "skítapólitík" því að með því skrumi laug samfylkingin sig til valda. Eftir 3 vikur þá verður það mál gert upp í kjörklefunum.
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 19:15
Hef aldrei kosið XS eða VG.
Hef samt skoðanir á þessum loforðum hjá Framsókn. Þeir þurfa að útskýra þetta betur.
Eins og staðan er núna hafa þeir ekki gert það. Þá álykta ég að þeir ætla að taka þetta úr stórskuldugum ríkissjóð.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2013 kl. 20:08
Já, og ég hef sennilega bara einu sinni kosið í Alþingiskosningum síðustu 25 ár (a.m.k. það ég man). Þá kaus ég Samfylkinguna.
Þetta snýst bara ekki um það. Þetta snýst um að við þurfum að fara að klára hrunið og hætta að stara á vandamálin í þeirri von að þau muni leysa sig sjálf.
Það er að öllum líkindum sóknarmöguleiki í þeirri stöðu sem upp er kominn vegna þess að eigendur krafna vita það janfvel og við að þeir munu aldrei geta breytt þeim verðmætum í gjaldeyri á seðlabankagengi. Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta.
Seiken (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:45
Ég hef aldrei á ævinni kosið Framsókn, en er að fara að gera það i fyrsta sinn.
Og það er vegna þess að þessar tillögur þeirra eru vel framkvæmanlegar, og ekkert um það deilt.
Það er hins vegar síðasti séns að ná klónum í þetta þýfi áður en það fer úr landi, og fáum treystandi til þess að grípa það.
Samfylkingu og Vg er klárlega ekki treystandi í þessa samninga, sjallar hafa ekki áhguga á því og þá er bara einn valkostur eftir.
Að taka minnst vonda kostinn.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:52
S segir:
"Ég hef aldrei á ævinni kosið Framsókn, en er að fara að gera það i fyrsta sinn.
Og það er vegna þess að þessar tillögur þeirra eru vel framkvæmanlegar, og ekkert um það deilt."
Hvaða tillögur eru þetta? Finn það hvergi.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 22:07
Eina útgáfan sem ég hef heyrt er að hækka skatta um 1-2% til að "græja" málið. Haft eftir fyrrverandi fréttamanni á lista hjá framsókn í kraganum, ef ég man þetta rétt.
Trúlega sá eini sem hefur sagt satt um þetta mál hjá frömmurum, enda heyrist ekkert frá þeim um hvernir leysa á málið.
þ.a.l. eru þeir einu í framboði með lausn alla leið, sjallarnir.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2013 kl. 22:29
Hrunið/ránið sjálft er ekki stóra vandamálið, heldur opinbera/kerfislega/siðferðislega brenglunin og klíkuspillingin, sem orsakaði hrunið/ránið.
Gott að sjá málefnalegar rökræður hér á síðunni, en ekki ís-kaldan athyglissýki-fáránleika blaðasnepla/hlaupahunda, sem ekki sjá neitt annað en árásar/niðurrifs-aðferðir að "lausnum". Það er úrelt aðferð!
Utanfrá séð, þá verður land/þjóð sem ekki á neinar innistæður í raunverulegum lausafjár-verðmætum og söluvöru, að viðurkenna gjaldþrot sitt, eða nota vit, getu og vilja til að skapa raunveruleg lausafjár-verðmæti og gagnlega söluvöru. Það lifir enginn á fölsuðum verðbréfum kauphallar-píramídasvindlara, þótt enn séu einhverjir sem trúa á slík ævintýri.
Börnin/unglingarnir fá hláturskrampa, þegar þau sjá hvernig heims-verðmætamati gjaldmiðla er stjórnað. Lottó er traustara fyrirkomulag til að búa til peninga/verðmæti heldur en kauphallar-verðbréfabrask, og þá hljóta flestir að skilja að kauphallarfárið fallið í eilífan ruslflokk.
Stjórnendur gjaldþrota þjóðar, sem ekki vilja, nenna né þora að skapa réttmætan gjaldeyri úr auðæfum hafsins og öðrum þjóðarauðlindum fyrir þjóðfélagsþegnana sjálfa, hafa ekki rétt á neinu öðru en vantrausti. Nú er neyðarástand, sem verður að bregðast við strax. Eftir fyrstu hjálp er hægt að huga að því sem ekki er eins aðkallandi fyrir líf og heilsu.
Ekkert líf eða heilsa er falt fyrir peningastefnu siðblindra auðjöfraklíku-stjórnenda áhættu-kauphallar-fáránleika. Það verður að grípa inn í helsjúka valdagræðgi-stefnu óhæfra stjórnenda strax.
Þetta er aðalmálið, sem enginn þorir að segja upphátt!
Íslendingar eiga nægar lagalega viðurkenndar þjóðarauðlindir, sem fullvalda og sjálfstæð þjóð, til að nota þessi auðæfi til nýtingar og verðmætasköpunar fyrir almenning í landinu og til lífsbjargar.
Annað hefur ekki verið sannað á neinum pappírum!!! Eða hvað???
Bankaræningjar og svikafólk innan kerfisins hefur ekki lögin og réttinn með sér. Þess vegna á ekki að þurfa þennan hræðsluáróður óvandaðra og helsjúkra fjölmiðlastjórnenda, til að standa fast á þessum raunverulega rétti almennings í landinu.
Ef fólk trúir því að einhver geti haldið heilsu og hamingju með innistæðulausum og fölsuðum bréfsneplum, sem stundum eru kallaðir peningar, þá er illa komið fyrir "vel menntaðri þjóð".
Siðmennt og réttlæti var ekki á val-námsskrá þeirra langskólagengnu í Háskóla-þrælabúðunum! Því fór sem fór!
Fiskur sem er frekar látinn drepast og menga umhverfið, til að þóknast ráns-valstjórn heimsins (banka-stjórnsýslu-glæpaforingjum), segir okkur allt um hvers konar glæpastarfsemi og valdaníð fær hindrunarlaust í raun að eiga sér stað á Íslandi og víðar.
Ég vona að unga og oft blekkta skólafólkið, átti sig á þessum raunveruleika, sem það ágæta fólk hefur verið svikið um. Nemendur eiga að fá rétta og sanna fræðslu um staðreyndir.
Ég vona líka að eldra fólkið átti sig á breytingunni og nýjungunum, sem ekki þekkjast í þeirra jarðlífs-reynslu. Ungur nemur gamall temur. Virðing þeirra eldri og yngri fyrir hvors annars þekkingar/reynsluheimi er lífsnauðsynleg. Rökræður milli kynslóða, ólíkra viðhorfa og reynslu allra er nauðsynleg, til að víkka sjóndeildarhringinn og skilninginn.
Það þarf að stilla sér upp sem áhorfanda á heildarmyndina, og horfa á heildarmyndina á algjörlega óháðan hátt utanfrá, til að sjá hindranir/möguleika, og þora að standa óhikað á réttindum ólíkra einstaklinga, samkvæmt lögum og stjórnarskrá.
Við byggjum ekki upp óspillta stjórnsýslu á spilltum gömlum klíku-grunni.
Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við og viðurkenna, fyrir sjálfum sér og öðrum.
Það verða allir að byrja á sjálfum sér og sínum eigin siðferðiskjarna. Það eru ekki bara einhverjir "hinir" sem eiga að leiðrétta siðferðisbrenglunina og gallana.
Hver og einn verður að leggja til það siðferði, réttlæti og virðingu, sem hann vill fá sjálfur í samfélagið.
Rökræður og samtöl á réttlátum og gagnkvæmum virðingar-grunni er nauðsynlegur lykill, til að geta komist áfram með samfélagið á mannsæmandi hátt fyrir alla.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2013 kl. 22:45
Ég skil ekki hvert sleggjudómarinn er að fara í upphafspistlinum, með því að tala um gengislánin. Eins og hefur margsinnis komið fram, voru þau leiðrétt vegna þess að þau voru dæmd ólögleg í Hæstarétti. Er sleggjan að segja að það eigi að leggja dómsvaldið niður og afnema þar með þrískiptingu valdsins, grundvallarreglu lýðræðisins?
Ég er ekki talsmaður Framsóknar, en spyr þá sem heimta nákvæmar útfærslur og fullyrða mikið um að kostnaðurinn lendi á skattgreiðendum - oft þeir sömu og spáðu að Ísland yrði Kúba norðursins og efnahagslegum frostavetri ef við borguðum ekki Icesave - ég spyr þá enn og aftur þessarar spurningar:
Hvað kostar að gera ekki neitt varðandi skuldavanda heimilanna? Ætlið þið að borga samdráttinn sem verður ef 30% heimila landsins komast í þrot og einkaneysla dregst af þeim völdum saman. Hver á að borga í lífeyrissjóðina eða skatta í staðinn fyrir ungt og menntað fólk sem flytur úr landi?
Bróðurparturinn af tekjum ríkisins er einmitt vegna vinnu og frumkvöðlastarfsemi unga fólksins. Það hefur aldrei þótt gáfulegt að slátra mjólkurkúnni. Þá færðu enga mjólk. Fimm ára barn á að geta skilið þetta. Ef sleggjan, Ómar Bjarki eða hverjir aðrir, eru enn í erfiðleikum með að skilja svona einföld sannindi, farið þá og finnið fimm ára barn og biðjið það um að útskýra þetta fyrir ykkur.
Theódór Norðkvist, 6.4.2013 kl. 23:05
Soldið áberandi hve framsóknarmenn verða fljótt reiðir ef þess er óskað að: Show me the money. Sýndu mér bílin. Svo skulum við ræða kaup og kjör. En - nei nei, þá er hrægammurinn einhversstaðar í skóginum og það á að fara með afsagaða haglabyssu og skjóta´nn! Halló. Og hvað? Éta hann svo eða??
Framsóknarmenn verða að skýra þetta miklu betur. þangað til að þeir koma með rök eða gögn - þá verður að flokka þetta sem = Popúlismi andskotans.
Nú, ef menn vilja fara að ræða Icesaveskuldina sérstaklega þessu viðvíkjandi, þá sögðu þeir sem vildu ekki semja að landið yrði Kúba norðursins eða Norður-Kórea heimskautsins ef landið síndi lágmarks siðferði gagnvart síum helstu vina- og viðskiptaþjóðum.
það er bókstaflega borðleggjandi að þetta var bara lýðæsingartal og 100% bull. Vegna þess að við borgum icesaveskuldina uppí topp plús álag. Við borgum alla skuldina uppí topp plús álag. Samningar voru aðeins formsatriði og ákveðinn siðferðisstimpill.
það að öfga- og ofstækismenn ásamt lýðskrumurum og lýðæsingarbörnum komu í veg fyrir samninga þýðir aftur á móti gríðarlegan skaða og tjón fyrir land og lýð sem sem kemur í hverri viku inná borð ríkis og í gluggaumslögum iná hvert heimili landsins og mun gera um komandi ár.
þessi skaðakostanaður gerir það að verkum að sennilega getir Simmi greyið ekkert fellt niður af skuldum á auðuga og betur stæða í þjóðfélaginu eins og framsóknarmenn vilja.
það er þó í lagi, en verra er að etta gerir mun erfiðara um vik að aðstoða þá verr stæðu í samfélaginu og þá sem raunverulega þurfa aðstoð.
Svo er nú það. Betri er einn hrægammur í hendi en tveir í skógi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 23:39
Ómar minn, hvað þarf að reka bullið oft ofan í þig til að þú hættir að bulla? Ef Icesave 1, 2 eða 3 hefði verið samþykktur, hefði það orðið dýrasta "formsatriði" Íslandssögunnar.
Ef þú bara vissir hvað það er mikið hlegið að þér fyrir vitleysuna sem þú lætur út úr þér.
Theódór Norðkvist, 7.4.2013 kl. 00:06
Þetta er bara rangt hjá þér. Alveg sama hve oft þér og þið tönglist á eins og kjánar, ,,icesave1, 2,3,4,5 og 6 og Svavar og og Búkkheit og veit ekki hvað - þá er bara til einn Icesavesamningur. Sá samningur er nú er í gildi og borgað er eftir skuldina upp í topp plús álag. Samningar snerust alltaf um þann samning. Snerist um að landið gæfi ákveðinn siðferðisstimpil og var til þess að hjálpa Íslandi eftir að rústalagninguna.
Öfga og ofsamenn komu í veg fyrir það og þessvegna leggst gríðarlegur kostnaður á landið og lýðinn - ykkar vgna! Ef þessi kostnaður leggðist aðeins á ykkur - þá væri það í lagi. En nei! þið knúðuð þennan kostnað með ofbeldi ofaní kokið á öllum innbyggjurum.
Og nú ætlið þið framsóknarmenn að heitmta það að almenningur borgi skuldir ríkra og vel stæðra hérna í landinu.
það er nú svona sem þetta liggur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2013 kl. 00:44
Þið framsóknarmenn? Er ekki allt í lagi að kynna sér stjórnmálaskoðanir þeirra sem þú ræðir við, eða er mikilvægara að klína bara nógu neikvæðum stimpli á andmælendur þína í stað þess að koma með rök?
Ég ætla ekki að segja meira, ég get farið út og átt vitrænni samræður við ljósastaurinn fyrir utan húsið en við þennan mann. Auk þess gæti ég verið orðinn að frímúrara næst, ef Ómar verður eitthvað pirraður. Ég vil helst ekki ganga í þann klúbb. Nógu slæmt er að vera framsóknarmaður.
Theódór Norðkvist, 7.4.2013 kl. 00:59
http://bible.cc/deuteronomy/15-1.htm
http://bible.cc/deuteronomy/15-1.htm (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 03:07
Sleggja,
Þú fylgist vel með fréttum, og ert almennt vel meðvitaður um það sem er að gerast, sérstaklega í stjórnmálum.
Þess vegna finnst mér mjög ólíklegt að þú hafir aldrei heyrt að það sé ætlunin að sækja þennan kostnað til kröfuhafa bankanna.
Ég er alveg viss um að þú veist þetta vel.
Þess vegna veist þú vel, að það það er ekki ætlunin að sækja þetta í tómann ríkissjóð, þú ert miklu betur upplýstur en þetta og það fer þér ekki að leika þig svona vitlausan.
Hvort þetta verði framkvæmt með samningum um veruleg afföll gegn því að fara með ákveðið hlutfall eigna úr landi, eða t.d. skattlagningu á fjármagnsflutninga skiptir nákvæmlega engu máli.
Það eru ótal leiðir til að framkvæma þetta, en það er algerlega búið að ákveða hvert þessi peningur verður sóttur, og það er það sem mestu máli skiptir.
Nákvæm útfærsla er algert aukaatriði.
Annað sem er algerlega á hreinu, er að það hefur aldrei verið lögð fram tillaga um hækkun einhverra skatta á almenning til að fjármagna þetta.
Það er hrein lýgi, sem er margbúið að leiðrétta en andstæðingar reyna samt að halda þessu bulli á lofti.
Þetta er vel hægt, bara spurning hverjum er best treystandi til þess.
Samfylkingu og Vg er klárlega ekki treystandi i svona hörku gegn kröfuhöfum, það ætti öllum að vera ljóst.
Sjallar hreinlega hafa ekki áhuga á að styggja þessa sjóði.
Eigum við að láta pírata um þetta?
Nei, varla.
Björt framtíð?
Nei varla.
Fólk sem er að missa aleiguna til bankanna, hefur engu að tapa að kjósa framsókn.
Hinir flokkarnir ætla sér ekki að gera neitt í þessum málum, og þá stendur bara einn valkostur eftir.
Síðan er hitt, sem skiptir ekki minnstu máli í minni ákvörðun.
Það hefur lengi stefnt í samstarf B og D eftir kosningar, og þá er alveg á hreinu að það er betra að B sé sterkari flokkurinn i þeirri ríkisstjórn.
Bjarni Ben sem Forsætisráðherra myndi ganga af okkur öllum dauðum.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 11:33
Eins og ég segji í bloggfærslunni sjálfur. Afskrift er ekki money in the bank þannig ég skil ekki þetta með að kröfuhafar taki þátt í niðurfærslunni.
Annars er ég vel tilbuinn að hlusta á tillögur Framsóknarflokksins, vona að þeir útfæri þetta nánar.
Talandi um kröfur Heimilana.
Ok Heimilin vilja niðurfærslu lána og afnema verðtryggingu.
En gera samt ekki kröfur um að borga þann mikla vaxtamun milli óverðtryggða lána og verðtryggða lána aftur í tíma. Heimilin vilja semsagt verðtryggðu vextina aftur í tíma, án verðtryggingar. Það er einfaldega óraunhæft.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 12:38
Bæti við að Íbúalánasjóður á langflest verðtryggðu lánin.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 12:52
Ég er reyndar pesónulega á þeirri skoðun að þessi umræða öll sé algerlega óþörf.
Þessar leiðréttingar verða að öllum líkindum á endanum sóttar í gegnum dómskerfið, en ekki til stjórnmálamanna.
Öll rök og lög benda til þess að þessi lán séu alveg kolólögleg, það er eiginlega alveg öruggt mál.
Ekki bara á forsendum neytendaverndar, heldur er það bara óumdeild staðreynd að verðtrygging höfuðstóls á sér enga lagastoð í íslenskum lögum.
Lagalega séð, er hvergi ein einasta heil brú í útreikningum á þessum lánum og nánast bara formsatriði að agfreiða þessi lán ólögleg fyrir dómi.
Næsta kjörtímabil á eftir að verða miklu miklu erfiðara fyrir ríkisstjórn heldur en það sem er að klárast, sem allt miðar að því að fresta málum fram yfir næstu kosningar.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 13:11
Eins og eg segi, að það er alveg ótrúlegt, að ekki skuli vera hægt að útskýra þetta betur. Hérna er verið að tala um einhverja hundruði milljarða sem eru bara á lausu hérna - og það er ekki hægt að útskýra nákvæmlega hvernig þessir peningar eiga að koma til og afhverju.
það er ekki útskýring aðsegja bara: Hrægammar - og það eigi að semja við þá.
þetta er ekki boðleg skýring. það eru í raun ótal ástæður eða hliðar á afhverju þetta er ekki boðleg skýring.
Td.má nefna að svonefndir vogunarsjóðir sem innbyggjarar sumir kalla hrægamma - að þeir eru bara í tengslum við kröfur í þrotabú gömlu bankanna. Og þar er eingöngu um að ræða Glitni og Kaupþing.
Að hægt sé einhvernveginn að semja við vogunarsjóði og þá þannig að eftir standi bara stór stabbi af peningum sem hægt er að verja í óskyld efni ss. Íbúðarlánasjóð þar sem flest húsnæðislán eru - þetta barasta meikar engan sens.
það er skrítið að fólk sumt skuli ekki vilja fá betri skýringar hjá framsóknarmönnum. Vegna þess að upplegg þeirra meikar engan sens.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2013 kl. 13:15
@35
Já, Ég , eins og þú, tökum mark á dómi hæstaréttar.
Ef verðtryggðu lánin yrðu dæmd ólögleg, þá verða þau leiðrétt.
En taktu vel eftir. Afturvirku vextirnir verða ekki 4,5% . Heldur gildandi óverðtryggðir vextir undanfarinna ára 2007,2008,2009,2010 osfrv. Eftir því hvenær lánið var tekið. (vextirnir væru þá á milli 7-17%).
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 16:10
http://www.vb.is/frettir/29657/
Skemmtileg frétt frá árinu 2007, sem dæmi.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 16:22
Sleggjan.
Það er vægast sagt vafamál hvort það sé hægt að breyta þessum vöxtum á lánunum.
En það eru alveg hreinar línur að þeim verður ekki breytt afturvirkt á þessi lán frekar en önnur.
Það er búið að reyna þá vitleysu einu sinni.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 16:24
ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ VEÐURSTOFU ÍSLANDS!!!
Það fraus í helvíti kl 16:00 í dag!
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/07/stefan-furdulegt-ad-stjornarflokkarnir-hafi-ekki-tekid-betur-i-hugmyndir-framsoknar/
Stefán Ólafsson verður nú seint talinn einhver aðdáandi Framsóknar???
Sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 17:47
Stefán Ólafsson er með þetta.
Það er í raun lygilegt, að vinstra liðið skuli ekki hafa séð tækifærið í stöðunni, sem myndaðist þegar njósnir bárust af því að verið væri að ræða um að bankarnir færu á afslætti og að kröfuhafar væri tilbúnir til þess að skilja bróðurpartinn af krónueignum sínum eftir í landinu, gegn því að fá að fara burtu með erlendu eignirnar. Þeir hefðu getað eignað sér heiðurinn af því að hafa innleyst skuldaafsláttinn og notað hluta af honum í að skera heimilinn úr snörunni.
Þessi í stað þá hamast þeir afmyndaðir af bræði á öllum umræðuþráðum á vefnum að reyna að telja fólki trú um að þeir skilji ekki hugmyndirnar. Og frammararnir að háma í sig fylgið.
Seiken (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 19:37
Menn geta fyllt bloggsíður sínar (og annarra) af visku sinni, þar til allir vefþjónar hrynja, en maðurinn í Silfrinu í dag frá Positive Money var með þetta.
Hann sagði að með því að bankarnir fá endalaust að prenta (rafræna) peninga þá einfaldlega leita þeir eftir ávöxtun í gegnum áþreifanlegar eignir eins og fasteignir.
Þar sem það verður ekki sjálfkrafa tvöfalt meira magn af húsnæði byggt ef peningamagnið tvöfaldast, verður þetta einfaldlega til þess að þær eignir sem eru til fyrir, hækka í verði.
Sem þýðir að fólk þarf að taka hærri lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og fólk er lengri hluta af ævinni að borga af lánunum. Þar með eykst peningamagn aftur og vítisvélin mallar sífellt hraðar þar til kerfið hrynur aftur undan eigin þunga.
Verðtryggingin er síðan helsta eldsneytið fyrir þennan vítahring. Þetta er ósköp einfalt, en margir vilja slá ryki í augun á fólki. Annaðhvort vegna þess að þeir skilja þetta ekki sjálfir, eða hafa hagsmuna að gæta.
Theódór Norðkvist, 8.4.2013 kl. 04:20
Sleggjan og Hvellurinn eru einkennilegt fyrirbrigði. Enda a.m.k. tvíhöfða þurs, sem hefur innbyggða andúð á Framsóknarflokknum og öllu því sem frá þeim flokki kemur.
S&H hefur meiri áhyggjur af útfærslu verkefna Framsóknarflokksins, sem hefur það að markmiði að rétta hag heimilinna, en að bankarnir séu að komast á sama stað og rétt fyrir hrun. Græða sem aldrei fyrr og eru að búa sig undir að greiða bónusa og útbúa feita kupréttarsamninga fyrir góða frammistöðu innan bankanna.
Hvernig geta bankarnir grætt svona?
Ekki er það vegna þess að heimilin standi svo vel.
Ekki er verið að fjárfesta svo mikið í framleiðslugeiranum.
Ekki er það vegna þess að atvinnuuppbygging sé í sögulegu hámaki.
Ekki er sjávarútvegurinn á mikilli siglingu.
Ekki er saltfiskurinn seldur úr landi sem aldrei fyrr:
Er ekki áhugavert að vita hvernig þetta getur gerst aftur, korteri eftir hrun.
Er ekki eitthvað gruggugt við framferði bankanna.
Er ekki rétt, ef þeir græða svona mikið í alvöru, að þeir lækki vextina?
Benedikt V. Warén, 8.4.2013 kl. 09:27
Það þarf ekki Framsókn til að útskýra þá augljósu staðreynd, að allir tapa, ef á að innheimta peninga af fólki sem ekki á pening. Verðtryggingin og innheimtu-ofbeldið á verðtryggðu okurvaxtalánum, er ekki lögleg og er mjög gróft stjórnarskrárbrot. Það verður líka að setja þak á vexti, í samræmi við kröfur í siðmenntuðum heimi.
Það er ekki hægt að borga með engu. Peningarnir voru aldrei til í bólunni. Þeir voru falsaðir af bönkunum. Þetta vita allir. Það er bannað að falsa peninga.
Þrælahald er bannað.
Það er útilokað að greiða bönkum, lífeyrissjóðum og vogunarsjóðum eitthvað sem ekki er löglega reiknað út, og innheimtan á ólöglega okrinu brýtur72. gr. stjórnarskrárinnar núgildandi: Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. (síðasta málsgreinin var tekin út, í tillögum stjórnlagaráðs?)
Ólögleg glæpa-innheimta kröfuhafa er líka brot á 76. gr. stjórnarskrárinnar: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.
Það er löngu tímabært að fara eftir gildandi stjórnarskrá á Íslandi. Það er aldrei of seint að byrja á siðmenntar-innleiðingunni og löghlýðni við grunnlaga-ritið sem kallað er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Stjórnun landsins gengi eðlilega og vel fyrir sig, ef stjórnmálamenn/konur færu eftir uppskriftinni lagalegu. Ef ekki er farið eftir gildandi stjórnarskrá, þá þarf ekki nýja slíka skrá til að þverbrjóta og misnota, í þágu ólöglegra innheimtu-okur-glæpagengja, bæði innlendra og erlendra.
Það þarf að bæta í núgildandi stjórnarskrá: þjóðaratkvæðagreiðslu-aðhaldi, tjáningarfrelsi og sanna óháða upplýsingaskyldu ríkisfjölmiðla, (sem vantar alveg hjá ríkisfjölmiðla-lögbrjótunum).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2013 kl. 09:55
Allir skjálfandi yfir fylgi framsóknar. Árni Páll vill kappræður, Bjarni segir þá ljúga o.sfv. Æ hættið nú þessu framsókn þetta, framsókn hitt og farið að snúa ykkur að því hvað ykkar flokkur ætlar að gera til að rétta hlut sinn. Þetta framsóknar kjaftæði hefur bara öfug áhrif og eykur frekar fylgi þeirra en hitt ef þið eruð endalaust að auglýsa þá. Blogga um eitthvað annað en hvað framsókn er að gera eða er ekki að gera.
Margrét (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 16:12
Margrét.
Það er erfitt fyrir aðra flokka að benda á eigin tillögur í skuldamálum heimilanna þegar þær tillögur snúast um að gera ekki neitt.
Samfylking og Vg hafa fyrir löngu líst því yfir að það sé búið að gera allt sem hægt er að gera, og sjallar ætla að gefa skattaafslátt og séreignalífeyrinn.
Framsókn er eini flokkurinn sem hefur lagt fram tillögur sem snúast um að ná þýfinu til baka aftur, án kostnað ríkisins.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 18:39
Verðtryggður samningur var undirritaður af lánttakenda.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.