Sigmundur skíthræddur fyrir nokkrum mánuðum

Skrýtið til þess að hugsa að Sigmundur færði sig í Norðaustur kjördæmið úr Reykjavík því hann hélt að Framsókn fengi engan þingmann þar á bæ.

Hann þorði ekki að taka slaginn og leggja allt í sölurnar í sínu eigin kjördæmi í Reykjavík. Sýndi ekki kjarkinn sem þarf. Heldur fór í öruggt skjól í sterkasta vígi Framsóknar.

Rangt stöðumat hjá honum Sigmundi því nú er orðið 100% að þeir ná þingmönnum í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Eftir stendur Sigmundur sæll á þingi með kjarkleysi á ferilskránni.

kv

Sleggjan


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

vika er langur tími í pólitík. 3 vikur eru því mjög langur tími. Tel engar líkur á að framsókn fái þessi 40% en þeir gætu slefað uppundir 30%. Sjallar fá 25% svo næsta ríkisstjórn liggur alveg á borðinu.

Óskar, 5.4.2013 kl. 16:55

2 identicon

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei í hundrað ára sögu flokksins mælst með annað eins fylgi.

Eitthvað er maðurinn að gera rétt.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 16:56

3 Smámynd: Óskar

Sigurður ef þú lofar bara nógu miklu, heldur partý og lofar að leysa alla út með gjöfum, þá mæta auðvitað margir. En svo er allt annað mál hvort menn standi við loforðaflauminn. Það eru reyndar engar líkur á að framsókn geti það en því miður virðist 30-40% þjóðarinnar vera einhver sauðheimskur, einfaldur hillibillies lýður sem trúir öllu sem þeim er sagt.

Óskar, 5.4.2013 kl. 17:47

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Almenningur stígur ekki í vitið.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 18:30

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - allir búnir að gleyma þessu

Rafn Guðmundsson, 5.4.2013 kl. 19:16

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

staðan í pólitikinni dag á sér enga hliðstæðu

xb hefur aldrei verið fyir ofan xd.

Þetta er súrrelískt

hvað ef icesave dómurinn hefði seinkað um 3mánuði?

staðan væri gjörbreytt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband