Mesta Böl Samtímans

Sammála Agli:

 

"ICIJ, The International Consortium of Investigative Journalists, birtir ásamt fjölmiðlum eins og The Guardian, Panorama á BBC, The Washington Post, Le Monde og CBC í Kanada leyniskýrslur um reikninga fyrirtækja og einstaklinga í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúreyjar – þar er meðal annars Tortóla.

Þetta er umfangsmesta blaðamennskurannsókn sem um getur, stærri en birting WilkiLeaks skjalanna á sínum tíma. Mikill fjöldi blaðamanna hefur komið að verkefninu.

Alls er um að ræða 2,5 milljón skjala sem hefur verið lekið – þarna eru upplýsingar sem varða ofurríkt fólk, stjórnmálamenn, svindlara, jú og glæpamenn.

170 lönd koma þarna við sögu – ætli Íslendingar eigi ekki sína fulltrúa í þessum gögnum?

Þetta gæti verið eitt skrefið til að lyfta hulunni af skattaskjólum, en ætlað er að fjárhæðir sem þar eru geymdar geti jafnast á samanlagða stærð bandaríska og japanska hagkerfisins.

Þetta er semsagt eitt helsta böl samtímans.

Sjá nánar hér, á vefsíðu ICIJ.

Það má svo nefna að þegar umræða spannst um undanskot stórfyrirtækja á Íslandi urðu furðu margir til að taka málstað þeirra."

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Veistu hvernig væri hægt að nánast útiloka skattaundanskot?

Af hverju heldur þú að "skattaskjól" verði til?

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 10:18

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Setja skattastuldinn í núll. Enda þarf enga helvitis skatta. Skattar er rán.

 

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband