Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Mesta Böl Samtímans
"ICIJ, The International Consortium of Investigative Journalists, birtir ásamt fjölmiðlum eins og The Guardian, Panorama á BBC, The Washington Post, Le Monde og CBC í Kanada leyniskýrslur um reikninga fyrirtækja og einstaklinga í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúreyjar þar er meðal annars Tortóla.
Þetta er umfangsmesta blaðamennskurannsókn sem um getur, stærri en birting WilkiLeaks skjalanna á sínum tíma. Mikill fjöldi blaðamanna hefur komið að verkefninu.
Alls er um að ræða 2,5 milljón skjala sem hefur verið lekið þarna eru upplýsingar sem varða ofurríkt fólk, stjórnmálamenn, svindlara, jú og glæpamenn.
170 lönd koma þarna við sögu ætli Íslendingar eigi ekki sína fulltrúa í þessum gögnum?
Þetta gæti verið eitt skrefið til að lyfta hulunni af skattaskjólum, en ætlað er að fjárhæðir sem þar eru geymdar geti jafnast á samanlagða stærð bandaríska og japanska hagkerfisins.
Þetta er semsagt eitt helsta böl samtímans.
Sjá nánar hér, á vefsíðu ICIJ.
Það má svo nefna að þegar umræða spannst um undanskot stórfyrirtækja á Íslandi urðu furðu margir til að taka málstað þeirra."
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Veistu hvernig væri hægt að nánast útiloka skattaundanskot?
Af hverju heldur þú að "skattaskjól" verði til?
Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 10:18
Setja skattastuldinn í núll. Enda þarf enga helvitis skatta. Skattar er rán.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.