Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Hinn almenni kjósandi
Þessir mótmælendur stíga ekki í vitið.
Líta ekki innávið. Spánverjar söfnuðu sínum skuldum sjálfir. Ekki voru það Þjóðverjar.
Nú setur Þýskaland skilyrði fyrir lánveitingar. Skilyrðin eru væg miðað við vandann. Það er niðurskurður og sparnaður. En ekki hvað.
Almenningur sér er það sem blasir við. Enda er hann ekki sá skarpasti.
kv
Sleggjan
![]() |
Sárir yfir nasistamyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veiztu hvað Þjóðverjum finnst verst við helförina? Það, að það komst upp um þá.
Fólk hættir ekkert að vera nazistar, þótt ástkær foringi þeirra hafi látizt.
Pétur D. (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 22:31
Sæll.
Þú lætur stundum rosalega stórkallalega í stað þess að hugsa hlutina í gegn.
Hvað heldur þú að gerist þegar raunvextir í einhverju landi verða neikvæðir? Hugsaðu það aðeins :-)
Hvaða áhrif hafa stýrivextir á efnahagslíf viðkomandi lands/landa?
Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 10:22
Af hverju hatast út í Þýskaland?
sleggjan (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 12:41
Vá hvað þetta nasista röfl er orðið leiðinlegt og kjánalegt. "helförin aumingja gyðingarnir bla bla" þetta var eh sem gerðist á fyrrihluta síðustu aldar. í þýskalandi í dag eru nánst engvir á lífi lengur sem voru á aldrinum 30 ára og eldri milli 1939 og 1945. Hvað á að tuða lengi yfir þessu?
Auðvitað var þetta hræðilegt og allt það. Enn hvað um td framkomu USA ganvart índjánum frá 1780 til 1920? þeir nánast útrýmdu þeim! Myrtu konur og börn sér til ánægju og gleði! Nú eða þrælahaldið? Bretar og þeirra framkoma við heilu álfurnar er svo önnur saga! Vilja menn tala um Belga og Kongó? Nú eða nýlendur frakka? þeir voru nú td með kjarnorkutilraunir í nýlendum sýnum alveg til 1995.
Enn endilega að röfla þetta aftur og aftur um Hitler!! Sem var nú ekki þýskur að uppruna eftir allt! ;o)
ólafur (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 14:32
Jú, vissulega hafa ríkisstjórnir Bretlands, Belgíu, Danmerkur, Bandaríkjanna auk Vatikansins blóðugar hendur vegna fjöldamorða og kúginar gegnum aldirnar. Og hvorki Arabaþjóðir né Ísrael eru undanskildar. Ég og aðrir hafa ötullega skrifað um þetta þar eð þessir glæpir mega aldrei gleymast.
Það er rétt, að Hitler var ekki þýzkur, en hann komst til valda í Þýzkalandi og nær allir Þjóðverjar (og Austurríkismenn), sem voru ekki gyðingar eða vinstrisinnaðir studdu nazistaflokkinn. Síðar í sjónvarpsviðtölum sverja þessir arísku Þjóðverjar af sér alla vitneskju um hvað hafi verið að gerast! Til að sjá ekki þær úthreinsanir sem voru í gangi og sem meginþorri Þjóðverja og skósveina þeirra tóku þátt í, þyrftu menn að vera bæði löglega blindir og heyrnarlausir.
En tengingin við Þýzkaland í dag er þessi: Þjóðverjar hafa ekkert lært afað tapa tveimur heimsstyrjöldum hvað varðar viðhorf til annarra þjóða. Jú, þeir lærðu, að betra væri að kúga nágrannaþjóðirnar pólítískt og fjárhagslega gegnum ESB til langs tíma litið. Og þeir líta á sig enn þann dag í dag sem herraþjóðina í Evrópu, sem allar aðrar þjóðir, sérstaklega þær minni innan ESB, eigi að hlýða í einu og öllu. Þetta skín í gegn í hverju einasta viðtali við þýzkan almenning og þýzka stjórnmálamenn og endurspeglast í yfirgangi þýzkra ráðherra í ráðherraráðinu þegar þeir valta yfir sendinefndir ríkja sem þeir álíta vera þýzk lén. Þessi hroki hefur þó komið skýrast fram í ummælum og hótunum Merkels og ríkisstjórnar hennar í sambandi við gjaldþrot Grikklands og Kýpurs.
Mikið er það gott að Ísland er ekki undir þýzka járnhælnum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.