Formaður Bændasamtakanna í viðtali

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP17857

Sindri Sigurgeirsson var í viðtali í Reykjavík Síðdegis.

 

Hann talar um útflutning á fersku kjöti en innflutning á hráu kjöti.

Þetta er sami varningurinn.

Þetta er viljandi gert. Hann notar gildishlaðin orð. Lætur útlfutning á kjöti líta vel út en innflutning illa. Notar mismunandi orð yfir sama hlutinn. Alþekkt í almannatengslabrannsanum og hjá spunameisturum. Bændasamtökin kunna þetta.

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hahah vel gert.

og skríllinn klappar

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2013 kl. 19:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn er fullkominn, enda ekki gert ráð fyrir slíku gallaleysi í jarðheimum.

Það vita allir vel upplýstir einstaklingar.

En það er gott ef allir gera sitt besta, og hjálpast að við að komast að vitrænni og raunhæfri niðurstöðu, á mánefnanlegan hátt.

Sindri sagði satt, eftir því sem ég best get skilið, og hef vit á. Það ber að þakka fyrir þá sem þora að segja satt á landinu spillta í norðri.

Ég er að sjálfsögðu ekki fullkomin frekar en aðrir gagnrýnendur (sem betur fer). Ég telst líklega með "skrílnum" sem hugsar sjálfstætt, og er ó-flokksbundin/ólaunuð gagnrýni-kelling. Ég er víst ekki vinsæll skríll vegna minnar sérvisku, en mér er sama um vilsældir :-).

Ég hvorki klappa né hæðist að mánefnanlegum umræðum, hvaðan sem þær koma.

Múgæsingur og ó-rökræddar upphrópanir eru ekki vænlegar til lausnarmiðaðs árangurs fyrir heildarhagsmuni almennings.

Með auknum þurrkum og vatnskorti á næstu árum út um víða veröld, ásamt raunverleika-innistæðu-gjaldmiðilsskorti, þá munu dýra og mannasjúkdómar án efa aukast. Nóg er þó af þeim sjúkdómum nú þegar.

Þessu þarf að gera ráð fyrir, og ekki bara á Íslandi.

Vatnsauður Íslands er stórlega vanmetinn, vegna gamaldags hugsunarháttar og fjölmiðlastýrðrar klíku-valdstjórnar-pólitíkur. Fólk verður að rífa sig upp úr flokkaþrætu-pyttinum, og fara að horfast í augu við þann raunveruleika sem er utan þessa vald-stjórnaða ramma sérhagsmuna-aflanna elítustýrðu.

Það er auðveldara að líta eftir framleiðslu á Íslandi, heldur en að líta eftir framleiðslu á öllum fjölmennu svæðunum utan Íslands. Það er auð-skiljanlegt, vegna þess að hér er fámennið og samstöðu-aðhald almennings (hvers og eins) mögulega virkjanlegt afl, öfugt við það sem er mögulegt í stórveldum.

Þetta er bara brot af því sem fór í gegnum hugann, þegar ég las þetta blogg og hlustaði á viðtalið við Sindra.

Ég gagnrýni ekki fyrir flokka/stéttir. Ég er ekki í neinni klíku, og kæri mig ekki um klíku-fjallabaks-falsleiðir að "lausnum" fyrir samfélags-heildarhagsmunina.

Ég er því líklega dálítið klikkuð á íslenskan mælikvarða, og það eru kannski bara meðmæli, í klikkaða og elítuflokka-meðvirka samfélaginu á Íslandi.

Enginn getur verið vinsæll gagnrýnandi á Íslandi. Það getum við "þakkað" elítustýrðu fjölmiðla-risunum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2013 kl. 21:34

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er að benda á í færslunni að þetta orðalag er ekki "mistök" eins og þú kemst að orði.

Þetta er vísvitandi skoðanamótandi orðalag sem kennt er af snjöllustu spunameistunum.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2013 kl. 21:45

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nákvæmlega

þetta eru blekkingar

ekki mistök

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2013 kl. 22:53

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar S&H. Ég reikna með því að á öllum sviðum í þjófélagsumræðunni séu hámenntaðir "ráðgjafar" notaðir sem álitsgjafar/umræðuráðgjafar, og "mistök" í orðalagi finnist víðar en í orðum Sindra.

Sindri ber það ekki með sér á neinn hátt, að vera óheiðarlegur lygari, og það er ekki erfitt að skilja hans rök. 

Allir eiga að njóta réttlátrar gagnrýni, óháð því hvað þeir eru að reyna eftir bestu getu að ræða. 

Ég er meira upptekin af að ræða raunveruleikann, en ekki einhverjar háskóla-spunaflækjur ráðgjafa-elítunnar. Ég viðurkenni að ekki er auðvelt að greina á milli þess sem er satt og logið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2013 kl. 23:07

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er á ótrúlegustu sviðum þar sem almennatenglar hafa þjálfað forystumenn hagsmunasamtaka eða stjórnmálamanna.

Sem dæmi er Ólafur Sérstakur saksóknari í reglulegri þjálfun hjá almannatenglum. Enda talar hann um "símhlustanir" en ekki "símhleranir". Sérðu ekki breytt orðalag, svipað og "ferskt" og "hrátt". Allt sami hluturinn.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2013 kl. 07:12

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og það orðalag hjá Ólafi er ekki mistök frekar en orðalag formann Bændasamtakanna.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2013 kl. 07:13

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jamm. Í mínum huga er ferskt og hrátt það sama, alveg eins og símhleranir og símhlustanir.

Merkingar orðanna eru þær sömu, og það er verkefni almennings að skilja innihaldið en ekki misjafnlega orðaðar raunveruleika-lýsingar.

Við almenningur berum sjálf ábyrgð á að láta ekki blekkja okkur eins og blinda kettlinga, með einhverjum pólitískum orðalags-berbabrellum. Á Íslandi verður fólk að læra að lesa sannleikann á milli línanna, og þekkja fólk af verkum og hegðun, frekar en innistæðulausum orðaleikjum.

Það hjálpar enginn okkur fullorða fólkinu, ef við gerum það ekki sjálf í fjölmiðlalæsinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2013 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband