Sunnudagur, 31. mars 2013
Kísilver menga töluvert meira en álver
"Þau þrjú kísilver sem hér gætu risið á næstu árum menga mun meira en álver. Stjórnvöld hafa þó fagnað slíkum iðnaði og sérstaklega að eftirleiðis verði meiri fjölbreytni í iðnaði hér á landi.
Fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um þá staðreynd að kísilver menga mun meira en álver en eitt kísilver er að rísa í Helguvík og tvö til viðbótar munu að líkindum rísa á Bakka við Húsavík þó samningar vegna þeirra séu ekki enn í höfn.
Samkvæmt tölum um framleiðslu þessara þriggja kísilvera munu þau samanlagt losa 720 þúsund tonn af koltvísýringi árlega við vinnslu á 176 þúsund tonnum af kísil. Til samanburðar mun fyrirhugað álver í Helguvík losa samtals 365 þúsund tonn af koltvísýringi við 250 þúsund tonna álvinnslu. Framleiðslan í tonnum er því minni en mengunin mun meiri hjá kísilverunum.
Koltvísýringur er sú gróðurhúsalofttegund sem talin er eiga mestan þátt í hlýnun jarðar."
Þeir í VG þurfa að svara því af hverju er ákjósanlegra að reisa kísilver sem mengar meira en álver.
Katrín er með kísilveri en á móti álveri í Helguvík.
Tvískinnungurinn er ótrúlegur.
hvells
![]() |
Umhverfismál á oddinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Athugasemdir
Þau þurfa að svara fyrir kosningar. Vona að þeir geri það.
Minni lesendur á að ef það kemur einhver frá VG í beina línu á DV.is þá er hægt að spurja viðkomandi. Geri ráð fyrir að svarið verði skrautlegt.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.