Laugardagur, 30. mars 2013
Sjálfstæðisflokkurinn byrjar vel
Mjög góð auglýsing hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef hann heldur sér á þessari braut þá mun hann rífa sig upp. Framsóknarmenn geta ekki haldið í þessar hókus pókus lausnir mikið lengur. Keisarinn verður í engum fötum í kosningabaráttunni.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
Tillögur xd í húsnæðismálum:
"þú færð sérstakan skattaafslátt(af tekjuskatti) vegna afborguna af íbúðarláninu, sem rennur beint inn á höfuðstól lánsins"
Sorry:Semsagt þeir sem eru með háar tekjur fá skattaafslátt, en þeir sem eru á lágum launum og borga lítinn skatt fá lítinn eða engan afslátt, svo sem fólk á atvinnleysissvæðum eins og Reykjanesi fær lítinn sem engan afslátt, þetta dæmi gengur ekki upp, að láta þá sem ekki eru búnir að fjárfesta í fasteign, þá sem eru í leiguhúsnæði, þá sem eru í skuldlausum fasteignum,borga tekjuskatt fyrir aðra,gaman væri að vita hvaða aðilar sömdu þetta rugl,þeir hafa auk þess gleymt því að ríkissjóður er tómur,það væri nær að biðja um flýtimeðferð fyrir verðtrygginguna gegnum dómskerfið.
Björn Sig. (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 21:02
Verð að taka undir með Birni.Hækkanir á húsnæðislánum vegna verðtryggingar eiga að greiðast til baka af fjármagnseigendum(bönkum og fjárfestum) sem hafa grætt á ástandinu.Ekki þjóðinni allri.Er Sammála hugmyndum sem varpað hefur verið fram,sem ég veit nú reyndar ekki hvort eru flokksins,um að koma á föstu gengi.En leiðrétting á fyrri málum á ekki að greiðast af þjóðinni .Það er liðin tíð eftir Icesave málið að almenningur borgi fyrir banka og fjármagnseigendur.
Jósef Smári Ásmundsson, 30.3.2013 kl. 21:19
Flottar auglýsingar. Skýrt og skorinort þó maður sé ekki sammála ölllu.
En að lesa komment nr 1 og 2 fyllist maður enn meiri vonleysi yfir hugsun landans. Hvaða steypa rennur upp og ég er nánast að halda að það sé verið að trolla hérna.
http://www.brainyquote.com/quotes/quotes/w/winstonchu105424.html
The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter.
Winston Churchill
Churchill var ekkert að djóka með þetta.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2013 kl. 22:19
Ja hérna.
Já ég tek undir þetta quote hjá honum Chorchill.
Það þarf að auka fjármálalæsi og hagfræðiþekkingu Íslendinga til muna.
Ég mæli með að koma þessu í grunnskólanna. Það liggur mun meira á því heldur en einhver kynjafræði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 01:09
Væri nú ekki bara rétt að svara þessu málefnalega í stað þess að vitna í gamla steindauða kalla úr ensku lágvarðadeilinni.Ef þið hafið meira fjármælalæsi og hagfræðiþekkingu þá látið ljós ykkar skína.Kann ekki við svona dylgjur.
Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 07:04
@5
Þessi setning frá þér fyllti mér ákveðnu vonleysi:
"Hækkanir á húsnæðislánum vegna verðtryggingar eiga að greiðast til baka af fjármagnseigendum(bönkum og fjárfestum) sem hafa grætt á ástandinu."
Verðtrygging + 4% vextir eru lágar afborganir per mánuð. En höfuðstóllinn hækkar því í raun ættiru að vera borga miklu hærri í óverðtryggða vexti á mánuði. Óverðtryggt húsnæðislán er í dag með rúmlega 7% vöxtum. En í bóluhagkerfinu fyrir hrun voru vextirnir miklu hærri.
Ef þú gerir kröfu um að bankarnir borgi þér til baka verbæturnar á höfuðstólinn, en gerir ekki kröfu á þig sjálfan að borga þá vaxtamismuninn til baka afturvirkt. Það er einfaldlega óraunhæfar væntingar og óraunhæfar kröfur.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.