Laugardagur, 30. mars 2013
ESB bætir lífskjör landsmanna
Með inngöngu í ESB munu tollar falla niður á matvöru. Það leiðir til þess að almenningur getur verslað ódýrara í matinn. Þetta verður gríðarleg kjarabót fyrir íslendinga og þá sérstaklega fátæka sem eyða meira hlutfalli af sínu fé í matvöru.
ESB aðild er til hagsbótar fyrir almenning.
Já við ESB!!
hvells
![]() |
Lækkað verð í 60 mínútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Íslendingar geta vel fellt þessa tolla niður sjálfir án aðstoðar
ef við bara hættum að kjósa mosavaxna traktora til að stjórna landinu
Grímur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 15:39
Alþingi gæti ákveðið í dag, ef því sýndist, að fella niður tolla og vörugjöld. Við þurfum ekki að ganga í ESB til þess.
Kristinn Ingi Jónsson, 30.3.2013 kl. 15:53
Er það hræðslan við ESB sem fær kaupmenn til að lækka matarverð í klukkutíma ?? þetta kalla ég hræsni..
Skarfurinn, 30.3.2013 kl. 16:00
Fullreynt með fjórflokkinn. Hann hefur ekki gert neitt.
Skoðum söguna.
Lítum til framtíðar.
ESB er leiðin, aðild leiðir af sér aðgerðir sem fjórflokkurinn þorir ekki að fara í.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2013 kl. 17:00
Takk fyrir að útskýra það fyrir okkur að fréttin væri í raun dulinn ESB áróður.
Það stóð nefninlega hvergi í fréttinni að hún snerist um ESB á neinn hátt.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2013 kl. 17:08
Ef við fellum tolla einhliða þá er ekki þar með sagt að við fáum aðgang að evrópumarkað.
Með ESB þá fella tollar niður báðu megin
Til að mynda getum við ekki flutt út eins mikið skyr og við getum til Finnlands.
Með því að tollar falla niður á báða bóga eykur útflutningstekjur og gjaldeyritekjur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2013 kl. 17:10
tollarnir skipta engu máli, ef þeir verða felldir niður þá verður bara lagt eitthvað annað gjald á í staðinn, þett glorhungraða ofmannaða stjórnkerfi okkar þarf sitt og mun fá sitt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 17:12
rétt - eina leiðin út úr þessu rugli sem við erum komin í. þeir sem segja að 'við' getum gert þetta sjálfir eru bara að bulla
Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 17:14
Að sjálfsögðu er stjórnkerfið ekki að fara að fella niður tolla.
Það er enginn flokkur með það á stefnuskránni sinni nema XS og þá í gegnum ESB.
Sérhagsmunir bænda eru ráðandi í hverjum einasta flokki. Framsóknarflokkurinn mun berjast gegn tollaniðurfellingum með kjafti og klóm. Haraldur fv formaður Bændasamtakanna mun detta inná þing fyrir XD.
Eina leið fyrir kjarabætur og niðurfellinga tolla er í gegnum ESB
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2013 kl. 17:38
Brandari dagsins í boði sleggjuhvells... Hahahahaha...
Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2013 kl. 19:15
Ha ha það þyrfti að fara skipta um bleiu á Hvellsa greyinu hann ætlar ekkert að þroskast hehe
Guðbrandur Sverrisson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 23:36
Góð rök kappar.... góð rök.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 01:09
xG er með þetta á sinni stefnuskrá. Annað mál er hvort þeir fái nokkurntíman mann á þing.
Ragnar Borgþór Ragnarsson, 31.3.2013 kl. 09:10
Ja EU er alveg dásamlegt! Spurðu bara Grikki og Kýpur hvort þeir séu ekki alveg að fíla þetta í botn! ;o)
ólafur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 09:10
Hvar eru þeir sem enn muna þegar kartöflur voru fluttar inn
síðla veturs og fram á haust.. Man enginn eftir öllum óætu
finsku fóður katöflunum sem þóttu nógu góðar í kjaftinn á
landanum . Og aðlokum hvar ætlar frú Melabúð að kaupa
erlendis svína og kjúklinga kjöt sem ekki er framleitt í iðnaðar
búum.
Leifur Þorsteinsson, 31.3.2013 kl. 11:23
"Ef við fellum tolla einhliða þá er ekki þar með sagt að við fáum aðgang að evrópumarkað.
Með ESB þá fella tollar niður báðu megin"
Tollar eru ekki settir á útfluttning yfir höfuð og mundi því ekki hafa nein áhryf á innfluttar vörur í gegnum ESB.
Við erum með fullan aðgang að evrópumarkaði í gegnum EES.
ESB setur háa tolla á vörur t.d. frá Afríku sem við þyrftum að vera aðilar að ef við gegum inn.
Svona miðað við hversu mikið þú talar um ESB hvells ættir þú að kynna þér löggjöfina aðeins betur.
Hér er góð byrjun http://evropuvefur.is/svar.php?id=60510
Stefnir Húni Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 11:42
Ekki vera svona heimsk hvar byrjaði þetta eiginlega að tollar og drasl myndi lækka ef við gengjum inn í ESB? Þvílík vitleysa! Sem dæmi þurfa Danir alltaf að borga 200% "skráningargjald"(tollur) á bílana sína.. Ég er kominn með ógeð á að þurfa að líkjast hinum norðurlöndunum. Styttist í að maður flytji til BNA þar sem það eru svipuð laun þar og hér en allt 50-80% ódýrara og ekki eru þeir í ESB.
Aron (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.