Kísilver menga meira en álver

Það er mjög óheppilegt fyrir VG að kísilver menga meira en álver.

Raunveruleikinn er ekki nógu góður fyrir VG þessa daga.

"Þau þrjú kísilver sem hér gætu risið á næstu árum menga mun meira en álver. Stjórnvöld hafa þó fagnað slíkum iðnaði og sérstaklega að eftirleiðis verði meiri fjölbreytni í iðnaði hér á landi.

Fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um þá staðreynd að kísilver menga mun meira en álver en eitt kísilver er að rísa í Helguvík og tvö til viðbótar munu að líkindum rísa á Bakka við Húsavík þó samningar vegna þeirra séu ekki enn í höfn.

Samkvæmt tölum um framleiðslu þessara þriggja kísilvera munu þau samanlagt losa 720 þúsund tonn af koltvísýringi árlega við vinnslu á 176 þúsund tonnum af kísil. Til samanburðar mun fyrirhugað álver í Helguvík losa samtals 365 þúsund tonn af koltvísýringi við 250 þúsund tonna álvinnslu. Framleiðslan í tonnum er því minni en mengunin mun meiri hjá kísilverunum.

Koltvísýringur er sú gróðurhúsalofttegund sem talin er eiga mestan þátt í hlýnun jarðar."

 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/12/27/kisilver-menga-mun-meira-en-alver-thrju-slik-i-undirbuningi/

 

hvells 


mbl.is Kísilverksmiðjan fari í gang 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband