Föstudagur, 29. mars 2013
Kosningatromp Framsóknarflokksins
Nú er Framsóknarflokkurinn búinn að sprengja öll kosningaloforðin og eina sem er eftir er að skálda hluti. Að XB mun standa gegn lífeyrissjóðunum eins heimskulegt og það hljómar.
Framsóknarmenn eru núna orðnir mjög stressaðir. Þeir vita að þeir toppuðu á röngum tíma og það er bara tímaspursmál hvenær almenningur sér í gegnum Framsóknarmennina.
Þeir hafa spilað rassinn úr buxunum.
hvells
![]() |
Ekki í viðræðum um kaup á bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:19 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju segir þú þetta Hvellur?
Eigum við ekki að leyfa þeim í (F) að útskýra þetta sjálfir en ekki láta flokka auðmanna elítunar (S), (SF), (BF) og (VG) útskýra hvernig (F) ættlar að afnema verðtrygginguna.
Ég get svona rétt ýmundað mér að flokkar auðmanna elítunar væru ekki að útskýra þetta öðruvísi en bara vitleysu, þó svo að það sé möguleiki að afnám verðtryggingar gengur upp eða ekki.
Það er venjan í íslenzkum stjórnmálum, ef að einhver stjórnmálamaður í öðrum flokki eða flokkurinn hans hefur ekki hugmyndina þá er hugmyndin bölvuð vitleysa.
Andaðu með nefinu Hvellur, og leyfðu (F) að útskýra málið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 01:11
Ætli þeir lofa ekki að stofna nefnd eftir kosningasr til að útskýra málið.
Alveg eins og þeir ætla að gera sambandi við afskriftir og vertrygginguna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2013 kl. 02:09
The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter.
Winston Churchill
sleggjan (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 04:18
Vill Jóhann halda fram að Framsóknarflokkurinn sé ekki "elítu" flokkur?
Þetta er eini flokkurinn sem er með kosningaskrifstofu á Kanaríeyjum, Framsóknarmenn hafa lagt undir sig KlöruBar þarna og hlæja og drekka alla daga.
Enda lifa þeir af því sem þeir stálu af þjóðinni, kvótanum.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2013 kl. 04:22
Er ekki fréttin aumingjaskapurinn í samfylkingunni ????
JR (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 04:48
Ég treysti nú engum,hvorki Framsóknarflokki,Sjálfstæðisflokki né öðrum til að halda kosningarloforð.Allir sem hafa vit á því að sjá í gegnum plott stjórnmálaflokkanna eru þegar búnir að því .Hinir bara einfaldlega gera það ekki.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.3.2013 kl. 08:25
"Að XB mun standa gegn lífeyrissjóðunum"
Í hvað ertu að vísa?
Og afhverju er ekki einhver í framtakssjóðnum spurður út í þessar viðræður?
Sigurður (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 10:45
Svara ekki svona bulli sleggja.
Og hvernig veizt þú þetta, ertu í auðmanna elítuni Sleggja?
Já er það ekki, vinnur þú ekki í banka?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 13:46
Það er nú bara svo að það fer ekkert í gegnum Alþingi nema það fari fyrir nefnd það eru bara þingskapar reglur sem segja til um það, þetta ættir þú að vita Hvellur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 13:49
Ekki halda því fram Jóhann að XD og XS séu eitthvað í Elítunni en Framsóknarmenn standa með alþýðunni og séu alþýðumenn. Það er bara vandræðanlegt.
Finnur Ingólfs, Óli Samskip, Gunnlaugur í Kögun, Halldór Ásgríms kvótagefari og Skinney Þinganes Eigandi, þessi listi er endalaus. Engin alþýða þar á bæ.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2013 kl. 21:37
Hættu að vera í fortíðini Sleggja.
Ég veit ekki til þess að einn einasti maður sem þú ert að telja upp séu í framboði til Alþingis fyrir (F) eftir fjórar vikur.
Ef eitthvað er þá er (F) sem hefur hreinsað til sem mest af þessum gömlu flokkum sem eru að bjóða sig fram til Alþingis.
Þetta er svo dapurlegt og í raun og veru aumingjalegur rökstuðningur þegar menn eru að brígsla fólki um misgjörðir annara.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 21:50
Fyrirgefning syndanna meinaru.
Jú, það er hluta til rétt.
Sigmundur er reyndar sonur Gunnlaugs í Kögun. En ég trúi því ekki að pabbinn sé eitthvað að vasast í hans málum reyndar.
Ég hef bara áhyggjur af aftursætisbílsjórunum í Framsókn. Finnur Ingólfs t.d. fékk að selja hitamælir í hvert einasta heimili í Reykjavík árið 2010. Þetta er ekki út af því að Finnur er svo snjall, heldur hefur hann góð pólítísk tengsl. Þetta gerðist á vakt "nýja" fólksins.
Davíð Oddsson og Björn Bjarna eru hættir í pólítik að nafninu til, en eru samt með óeðlileg völd.
Ég get auðvitað ekki bent á einhver gögn sem sannar minn málflutning, en ég kalla bara á almenna skynsemi hjá fólki að loka ekki augunum og hoppa á framsóknarvagninn.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.