Krónan er stórskaðleg

Það er ljóst að okkar "elskulega" króna er stórskaðleg. Margir kverúlantar halda því fram að krónan sé að hjálpa útflutningsfyrirtækjum og kostnað verðtryggða og gengislána og skert lífkjör almennings.

En það er ekki rétt.

Krónan hefur skert lífskjör almennings gríðarlega með verðtryggingu, gengisfalli og háum vöxtum ásamt því að skaða sprota og nýsköpunarfyrirtæki sem neyðast til að flytja úr landi og skapa atvinnu erlendis en ekki á Íslandi.

Þetta er herkostnaðurinn að vera ekki í ESB.

NEI sinnar berjast fyrir þessu umhverfi með kjafti og klóm. Enda eru þeir skítsama um íslenska hagsmuni.

hvells 


mbl.is Draumórar um ríku útlendingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

djöfull er ég sammála þér núna, allt hárrétt.

Óskar, 24.3.2013 kl. 13:12

2 identicon

ESB og Evran hefur heldur betur forðað Kýpur frá sömu örlögum og Íslandi - eða?

Gulli (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 18:03

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gulli

lol

nei sinnar eru alltaf að finna fleiri og fleiri lönd

fyrst var það írland en það gekk ekki

svo var þa eistland... en það gekk ekki. nú er eistland á fljúgandi siglingu með sína evru

svo var það ítalía það gekk ekki

Grikkland er komið í skjól

en nú er það kýpur... ég hlakka til hvaða land verður næst :D

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.3.2013 kl. 22:34

4 identicon

Sæll.

Af hverju heldur þú að meðalatvinnuleysi í ESB sé um 12%? Það var um 10% fyrir tveimur árum. Af hverju voru Frakkar að kvarta undan evrunni um daginn? Af hverju heldur þú að atvinnuleysi innan USA sé snöggtum minna en innan ESB?

Ef við værum með evru værum við vissulega með sterkan gjaldmiðil, svo sterkan að atvinnuleysi hér væri mikið. Hvernig stendur á því að þið skiljið ekki þetta samhengi? Stiglitz útskýrði það í viðtali á annarri hvorri sjónvarpsrásinni í kringum hrun. Sáuð þið það ekki? Hann ráðlagði líka Svíum að halda sig frá evrunni. Þau ráð hafa reynst þeim vel!

Svo eruð þið að rugla saman krónunni, verðtryggingu og gengisfalli.

Hvers vegna féll krónan haustið 2008? Lét krónan sig sjálfa falla eða er skýringin önnur?

Veldur krónan verðtryggingu eða er hún mannanna verk? Hvort varð til á undan, krónan eða verðtryggingin?

Þú segir að krónan hafi skert lífskjör almennings. Hvað með þá sem starfa í útflutningsgeiranum? Skerðir sæmilegt atvinnustig lífskjör almennings? Hefur evran jákvæð áhrif á lífskjör almennings hjá mörgum ESB þjóðum þar sem atvinnuleysi er hátt?

Hverjir ákveða vexti hérlendis? Ákveður krónan þá?

Svo áttar þú þig heldur ekki á því að verk stjórnmálamanna hafa líka neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Hvað skuldum við mikið? Hver er samanlagður halli á fjárlögum undanfarið kjörtímabil? Ættu fjárfestar t.d. að hafa einhverja tiltrú á efnahagslífi landsins með öllum þessum opinberu afskiptum og himinháu sköttum?

Helgi (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband