Laugardagur, 23. mars 2013
Hlestu rök NEI sinna fallin
NEI sinnar voru iðnir við að spá því að evran myndi falla og Grikkland myndi yfirgefa evruna. Rök NEI sinna eru ekki stöðug. Þau færast eftir því hvar vindarnir blása. Nú er það nýjasta að ekki skal ganga inn í ESB út af Kýpur mun segja sig úr Evrunni og hún mun falla og alla vega.
Jafnvel heimsendir.
En ekkert gerist.
Ég hlakka til að sjá hver næstu rök NEI sinna séu.
Það skiptir í raun ekki máli.
Þau verða hvort sem er skotin í kaf.
Nýjustu rökin sem kom frá heimsksýn og formanns NEI samtakana var að hann fékk penna frá ESB http://blog.pressan.is/asmundurd/
hvells
![]() |
Evrusvæðið að styrkjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Athugasemdir
Evrusvæðið er að veikjast.
Það er vissulega heimsendir fyrir evruríkin í S-Evrópu sem fóru á hausinn. Og Þjóðverjar og seðlabankinn þeirra í Frankfurt, ECB, eru hæstánægðir, því að nú geta þeir stjórnað þessum ríkjum.
Kýpur er fallið, Grikkland er fallið, Spánn, Portúgal og Írland, öll fallin. Bráðum kemur röðin að Ítalíu. Lettland tekur upp evruna í lok ársins og fer svo á hausinn eftir 3-4 ár. Austur-Evrópuríki eru á varðbergi, yfirvöld í amk. einu þeirra hafa sagzt gera allt til að forðast ervruupptöku. Það er sáraeinfalt að gera: Fjárlagahalla, gengissveiflum og skuldum ríkissjóðs er haldið langt yfir mörkunum. Allt er gert til að uppfylla ekki skilyrðin fyrir upptökunni á þessari þýzku mynt.
Fall evrunnar er enn í spilunum, en það verður ekki gert á einni nóttu. En það er svo heldur ekki 100% öruggt að það verði, ef framkvæmdarstjórn ESB og ECB setja ríkisstjórnir þessara ríkja frá völdum, leggja niður þjóðþingin og taka þau yfir með beinni stjórn, þ.e. formlega stofna ESB-ríkið, sem allt bendir til að verði að veruleika innan næstu 10 ára.
Ríkisstjórnir fyrrnefndra evruríkja sem núna eru rjúkandi rústir í lífstíðarskuldaklafa bölva í sand og ösku þeirri ákvörðun sinni að hafa gengið í evrugildruna. Og hafa jafnmikla möguleika á að komast úr henni og héri getur komizt af sjálfsdáðum úr bjarnargildru, sem hefur læstst um hann miðjan.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 13:08
Helstu rök JÁ-sinna fallin:
1. Verðtryggingin hverfur ekkert með inngöngu í ESB. Þar er hún þvert á móti leyfilegt, eins og nýleg erindi fra´framkvæmdastjórninni staðfesta.
2. Gjaldeyrishöftin fara ekkert með aðstoð ESB, sem er nú að taka upp þá aðferð að setja á gjaldeyrishöft á Kýpur, að fordæmi Íslands.
Þar sem umræða um framangreind tvö atriði er dauð eru aðildarsinnuð samtök atvinnurekenda núna farin að tala um matarverð í staðinn.
Ég er bara að benda á að báðar hliðar geta hagað seglum eftir vindi.
Það verður þá alltént forvitnilegt að heyra rök þeirra um neytendavernd á innri markaðnum með kjötvörur sem hráefni í tilbúna matvöru. Hér eru fréttir sem RÚV er búið að vera að flytja að undanförnu: Íslendingum býðst nú þegar ódýr og jafnvel ókeypis matvara úr svipuðum gæðaflokki, ef þeir kæra sig um það.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2013 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.