Fimmtudagur, 21. mars 2013
Skattahækkanir
Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100% frá árinu 2009 og er nú 20%.
Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 11% á sama tíma, úr 18% í 20%.
Tekjuskattur á einstaklinga hefur hækkað um 9% að meðaltali með þrepaskiptu skattkerfi.
Útsvar hefur hækkað um 11% að meðaltali.
Efra þrep virðisaukaskatts hefur hækkað úr 24,5% í 25,5% en auk þess hafa fjölmargir vöruliðir verið færðir úr neðra þrepi í efra þrep.
Samhliða því var 14% virðisaukaskattsþrep lagt niður og flestar vörurnar færðar í efri flokk, 25,5%.
Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%, úr 5% í 10%.
Áfengisgjald á bjór og léttvín hefur hækkað um 20% en 17% á sterk vín.
Tóbaksgjald hefur hækkað um 24% í nokkrum skrefum og hækkar aftur á næsta ári. Gjöld á neftóbak
Kolefnisgjald, sem fyrst var lagt á árið 2010, hefur síðan þá hækkað um 98% á gas- og dísilolíu, 92% á bensín, 52% á flugvélaeldsneyti og 97% á brennsluolíu.
Árið 2010 voru lagðir á nýir skattar, orkuskattar, á rafmagn og heitt vatn.
Olíugjald hefur hækkað um 34% frá árinu 2007 og almennt bensíngjald um 164%.
Sérstakur bankaskattur var lagður á í fyrra, 0,041%.
Viðbótarlífeyrissparnaður er fyrst skattlagður í ár í sömu hlutföllum og tekjuskattur einstaklinga.
Auðlegðarskattur var lagður á árið 2010 og hefur hækkað um 20% síðan þá. Skatturinn var sagður tímabundinn.
Almennt bensíngjald hefur hækkað um 134%
Árið 2010 var fyrst lagður á svokallaður afdráttarskattur á vaxtagreiðslur, 18%
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mest allt vegna lántöku ríkissjóðs í kjölfar Hrunsins.
Nonni (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 20:02
Rétt er það. Þau fengu hrunið í fangið og þurftu að ná niður halla og greiða allt í einu svakalega vaxtapakka sem þurfti ekki að greiða áður.
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2013 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.