Davíð húmoristi

Davíð Oddsson er húmoristi.

Hann er bestur í meinfyndni.

Staksteinar:

Lúðvík Geirsson segir að ekkert uppnám sé á Alþingi þessa dagana og hann gagnrýndi í gær þá þingmenn sem segðu að á Alþingi væri uppnám.

 

Þetta kom fram í þingumræðum um breytingartillögu við breytingartillögu við tímabundið ákvæði um breytingartillögu að ónothæfu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

 

Breytingartillagan við tímabundnu breytingartillöguna er að ýmissa áliti í besta falli á mörkum þess að vera þingtæk en er í raun langt handan þeirra marka.

 

Tímabundna tillagan við breytingartillögu að nýrri stjórnarskrá er sjálf í besta falli á mörkum hins mögulega og að minnsta kosti handan þess sem vitrænt getur talist þegar stjórnarskrá er annars vegar.

 

Og breytingartillaga nokkurra formannaandstæðinga innan stjórnarliðsins við tímabundið frumvarp formannanna um breytingar breytinganna vegna er utan við öll mörk sem skiljanleg eru þeim sem utan þingflokkanna standa.

 

Ekki síst þegar haft er í huga að hún stangast á við sams konar hugmyndir sem meintur formaður Samfylkingarinnar viðraði um liðna helgi.

 

Af þessu má glöggt sjá að þingstörfin eru ekki í nokkru uppnámi og hrein fjarstæða hjá þeim þingmönnum sem halda slíku fram.

 

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband