Miðvikudagur, 20. mars 2013
Verðtryggð lán ólögleg? Hvað með óverðtryggðu?
Margir halda því fram að verðtryggðu lánin séu ólögleg.
Rökin eru að þetta séu afleiður. Neytandinn veit ekki nákvæmlega afborganirnar fram í tíma og út lántímabilsins.
Óverðtryggð lán eru í boði hjá bönkunum. Eru ekki allir sáttir með það?
Vextirnir þar eru breytilegir. Bíddu nú hægur. Er þetta ekki afleiður? Veit neytandinn nákvæmlega afborganirnar út lánstímann? Neytandinn hefur ekki hugmynd um hvað vextirnir munu vera háir nema nokkur ár fram í tímann (5 ár ef þú tekur lán í dag).
Eigum við ekki að henda inn í þennan málsóknarpakka óverðtryggð lán?
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.