Miðvikudagur, 20. mars 2013
"Hér varð hrun"
Besta afsökun fyrir stjórnmálamenn þegar þeir eru ekki að sinna hlutverkinu sínu nógu vel er setningin "hér varð hrun".
Það er hægt að nota "hér varð hrun" við allt saman.
Léleg heilbrigðisþjónusta? "Hér varð hrun".
Engin leiðrétting lána? "Hér varð hrun".
Ekki hægt að moka snjó af götum borgarinnar? "Hér varð hrun".
OR er á hausnum. "Hér varð hrun".
Þegar stjórnmálamenn segja "hér varð hrun" þá vitið þið að þeir hafa ekkert til síns máls og grípa til þessarar setningar til að fela sitt eigið getuleysi.
hvells
![]() |
Erfitt að horfa framan í reitt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Athugasemdir
Hann allavega er ekki með forgangsmálin á hreinu.
Skrifstofukostnaður hefur hækkað um mörg prósent.
Svo Hörpu disaster.
En að segja að hér vað hrun, sem rök fyrir minni tekjum er ekkert til að skammast sín fyrir.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2013 kl. 22:30
Hvar fann Jón Gnarr þá 442 milljónir til að kaupa Umferðamiðstöðina??? sem er reyndar að hruni komin! Hvað græðir borgin á að eiga þetta hús??????????
Talandi um forgangsröðun....
anna (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:44
Svo hafnaði hann og hans fólk tillögum sem bornar voru fram sem hefðu getað sparað borginni milljarða á ári í vaxtagreiðslur til fjármagnseigenda. Iss.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2013 kl. 01:57
hvaða tillögur voru það Guðmundur?
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2013 kl. 09:23
Úff hvað ég er orðin þreytt á þessari setningu sem afsakar allt... Hér varð hrun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 18:54
Ómerkileg og ömurleg færsla. Fyrir neðan þína virðingu.
Fyrir ofan flokkadrætti (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 07:23
Afhverju haldið þið niðurskurður, sem vonandi verður til góðs og sparar til frambúðar, þurfi að eiga sér stað? Haldið þið þau hafi gert þetta af tómri illmennsku? Eitthvað annað en þið, góðmennin, sem hefðuð aldrei þorað að rugga bátnum þó annars drukkni farþegarnir?
Fyrir ofan flokkadrætti (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 07:25
Alls ekki, en málið er að þegar niðurskurðurinn bitnar mest á þeim sem minnst mega sín, þá er ekki gott að segja, afskriftir auðmanna hafa vegið æpandi á fólk sem á ekki lengur fyrir mat. Aldrei hefur verið meira að gera hjá hjálparstofnun kirkjunnar við að styrkja fólk, til matargjafa, til að gera fólki kleyft að stunda skóla, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er háalvarlegt fyrir nú utan ástandið á landsspítala og fleiri sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum. Það eru nefnilega til peningar, þeir eiga bara að fara í eitthvað annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 10:31
Við heyrum þessa afsökun hér í BNA líka og þá aðalega hjá Forseta landsins "Það var hrun 2008" læknar allt sem ekki er gert rétt.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.3.2013 kl. 22:45
hvaða tillögur voru það Guðmundur?
Svokallaður "Besti banki" sem borgin myndi stofna (kostar 1 milljarð).
Besti bankinn myndi svo lána á mjög viðráðanlegum kjörum til að endurfjármagna lán Orkuveitunnar og aðrar skuldir sem eru að sliga borgarkerfið. Þannig gætu hæglega sparast milljarðar árlega í vaxtamun á útgjaldahlið borgarinnar og bankinn fljótur að borga sig upp með gróða.
Svo er rúsínan í pylsuendanum að ef Besti bankinn myndi skila hagnaði af rekstri sínum þá rynni sá arður inn á tekjuhlið borgarbókhaldsins.
Hvers vegna Jón Gnarr og félagar vildu ekki skoða þessa hugmynd nánar er óskiljanlegt, nema þá kannski í ljósi þess að meðal samstarfsmanna þeirra við fjármálastjórnun borgarinnar eru ýmsir fyrrverandi menn úr bönkunum.
Það sem þarf til að stofna banka er: milljarður af ISK og starfsleyfi frá FME.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2013 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.