Frábært

Hún getur kannski frætt okkur um þennan ESB her.

http://www.dv.is/blogg/sema-erla/2012/2/27/esb-herinn-ohugnalegi/

Það hefur ekkert heyrst í þessum samtökum eftir þessa lýgi.

hvells 


mbl.is Kosin formaður Samtaka ungra bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að googla smá og staðreyna hlutina áður en þið geltið hér á blogginu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Military_of_the_European_Union

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2013 kl. 23:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nokkuð sem heitir The European military og hefur verið ansi lengi til. Nú er rætt og rifis og rætt um að stofna sameiginlegan herafla (army). Ef þið nenntuð að lesa ykjur til um málið, þá myndi það spara ykkur blekið.

Cameron var fyrir stuttu að hafna þáttöku í slikum herafla, enda er hann á móti frekari samruna og miðstýringu, sem er óhjákvæmileg þróun.

http://www.telegraph.co.uk/news/politics/9750801/David-Cameron-we-will-never-join-a-European-army.html

Það segir sig sjálft að sambandsríki þarf her. Það er grundvallarþáttur í smrunanum að sölsa undir sig heri landanna í einn sameiginlegan her og fylgir grunnmarkmiðum ESB algerlega.

Þið vitið kannski meira en þeir í Brussel. Endilega sendið þeim póst og segið þeim það.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2013 kl. 23:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg svo til að þið lesið kommentin hjá þessari hlandfrussu svo þið sjáið þetta rekið ofan í hana.

Hafið þið enga sjálfstæða hugsun?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2013 kl. 23:15

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB her er ekki til. Hvað þá skildugang í svokallaðan her. Þetta er gjörsamlega glórulaus fullyrðing og ESB er með ákveðna mannúðar og öryggissveit. Ekki ósvipað og Sameinuðu Þjóðirnar.

En að kalla þetta her og að mæru Íslands á að óttast að ungir Íslendingar verður "sendir" í herinn og einn mesti og ógeðfellasti hræðsluáróður frá upphafi líðræðis á Íslandi.

Allir þeir sem taka þátt í þessum blekkingarleik fá mikla skömm fyrir og þar getur þú tekið það til þín Jón Steinar.

Skammastu þín að vera að hræða mæður Íslands.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2013 kl. 11:11

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Það er ágætt að lesa sér til og í Wikipediu finnast oft ágætar fyrstu upplýsingar, þótt betra sé að leita í frumheimildir. Í ESB eru fimm hlutlaus ríki. Auk þess hefur Danmörk undanþágu frá þátttöku í öryggis- og varnarmálum. Hinn sameiginlegi evrópski her, ef slíkur er til, heitir NATO. Hvert ríki ræður eitt yfir sínum herafla, ef einhver er, og ákveður sjálft hugsanlega samvinnu við nágranna og bandamenn.

Þó stofnaðar hafi verið sameiginlegar herdeildir (e. battle groups) er ríkjunum algerlega í sjálfsvald sett hvort þau senda menn úr sínum herjum í þær. Og síðast en ekki síst er herskylda nú aðeins við lýði í örfáum Evrópulöndum og á undanhaldi þar sem hún er enn í gildi (eins og í Þýskalandi).

Jón Steinar: þú getur sjálfur verið "hlandfrussa". Menn sem viðhafa svona orðbragð í opinberri umræðu eru ekki marktækir og enginn ætti að gera slíkum ruddum þann heiður að eiga við þá orðastað.

Sæmundur G. Halldórsson , 17.3.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband