Föstudagur, 15. mars 2013
Liggur í augum uppi
Vilhjálmur er hérna að halda réttu fram.
Frekar augljóst meira segja.
Umræðan í samfélaginu núna fyrir kosningar eru full af vanþekkingu eða óskhyggju.
Held óskhyggja sér rétta orðið. Ég trúi ekki að fólk haldi að hókus pókus bann við verðtryggingu bjargi öllu.
Framsóknarflokkurinn stærsti flokkurinn samkvæmt nýjustu könnunum.
Hvað er í gangi.
kv
Sleggjan
![]() |
Hætta með verðtrygginguna en halda verðbólgunni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
skort á fjármálalæsi íslendinga
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2013 kl. 18:09
Sama oskhyggja og sagði fyrir 4 árum að bara það að sækja um aðild að Evrópusambandinu myndi styrkja krónuna svo eftir væri tekið.
Landfari, 15.3.2013 kl. 19:08
Lesið staðreyndir fyrir nútímamenn:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Almenningur (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 19:32
@Landfari
Rétt er það. Björgvin G "Neytendaverðlaunagjafi" Sigurðsson sagði að það mundi styrkja krónunna bara við það að sækja um. Sem var allan tíman bull og Björgvin veit ekki neitt. Skulum ekki yfirfæra skoðanir frá þessum snilli á alla sem vilja sækja um aðild að ESB.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2013 kl. 20:37
Vilhjálmur Egilsson er að segja að það þurfi að stöðva verðbólguna.
Þar sem mesti verðbólguvaldurinn er verðtryggingin, þá hlýtur hann að vera að meina að það þurfi að byrja á því að afnema verðtrygginguna.
Það er fullkomlega rökrétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2013 kl. 22:05
Eg hef sagt það áður og get sagt aftur, að það virðist sem sumir haldi að´svokallað ,,afnám verðtryggingar" þýði að sá hluti vaxtakostnaðar hverfi bara þar með. Gufi upp. Og eftir standi vestirnir á verðtryggða láninu. það er engu líkara en sumir skilji þetta þannig.
Hitt er annað, aðsvo eru sumir augljóslega óforbetranlegirbannsinnar og finna uppá ótrúlegustu röksemdum varðandi kosti við að banna verðtryggingu.
Fyrsta skrefið í þessu máli framsóknar, máli sem þeim augljóslega mun takast að setja á oddinn sem umræðuefni í kosningabaráttunni, er að fá fram hvað nákvæmlega þeir meina með eftirfarandi:
1. Hvað þýðir nákvæmlega ,,afnám verðtryggingar til framtíðar". (því það er í raun óljóst hvað það þýðir.)
2. Hvað þýðir nákvæmlega ,,leiðrétting til fortíðar".
3. Hver er nákvæmlega kostnaðrinn af 1 og 2. Og viðkomandi útreikningar þurfa að fylgja.
4. Hvern nákvæmlega ætlar framsókn að láta borga þann kostnað.
þessu þurfa framsókn öllu að svara og það sem fyrst. Annars verður þessi kosningabarátta bara skrípaleikur. þ.e. ef framsókn mun komast upp með að gefa loðin svör út og suður og stundum bókstaflega sprenghlægilega vegna vandræðagangs - þá verður þessi kosningabar´tta bara skrípaleikur.
Skýrasta svarið um það hver eigi að borga kom frá frambjóðanda framsóknar í 2.sæti í Rvk. Hann sagði eitthvað á þá leið: Ja, við gætum td. lagt á 2% skatt. þetta svar var mjög eftirtektarvert. Er alveg stemming hjá þjóðinni til að taka á sig 2% skatt til að borga lán m.a hálaunamanna og auðugra ásamt útrásarvíkingum? Eg bara spyr.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 00:10
@ Guðmundur
Fyrir verðtryggingu á Íslandi.
Var mikil verðbólga eða ekki.
nei eða já?
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 00:28
það er ekki bara það að menn segi að verðtrygging ,,valdi verðbólgunni" heldur hef ég séð sívaxandi það álit - að verðtrygging valdi skuldsetningu.
þetta er bara histería sem við erum að tala um.
það hve fólk er ginkeypt fyrir að einhver töfralausn sé á þessum skuldamálum og hægt sé einhvernveginn að fixa efnið og aðeins vondir menn ss. SF og VG standi á móti því og jafnframt hve framsókn getur selt sig rosalega útá þetta, jafnvel yfir 30% samkv. einni könnun - það er m.a. þessi tendens hjá íslendingum sem fær mig til að vara sterklega við því að þjóðaratkvæðagreiðslur verði hérna um öll mál. Það er einhver svona furðulegur histeríutendens í íslendingum. það svona myndast einhver stemming sem breiðist eins og sinueldur um svæðið - og slokknar svo fyrr en varir og allt í rúst náttúrulega. Og svo koll af kolli. þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mál henta illa inní svona menningu. Að mínu mati.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 00:53
Að fólk haldi að verðtrygging valdi verðbólgu er mjög óþolandi. Ný til komin rök, alveg út í bláin. Fólk er að kaupa þetta. M.a. Guðmundur.
sleggjan (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 05:10
Ef ég hefði keypt mér íbúð hérna árið 2000 á 100% láni, verðtyggðu ogaldrei borgað neitt inn á höfuðstólinn, bara vexti væri eignarhlutur minn í íbúðini orðinn talsverður. Þó ég hefði aldrei borgað neitt nema vexti.
Hvaða sanngirnin er það að ég komi núna fram með þá kröfu að fá niðurfelldan hluta höfuðstólsins á kostnað t.d. leigenda. Þeir eru jú skattgeiðendur og lífeyrissjóðseigendur sem er þeir sem borga en ekki skuldsettir húseigendur sem eru þeir sem þiggja.
Einu aðilarnir sem sanngjarnt og réttlætanlegt er að aðstoða eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð á árunum frá 2004 - 2007(8) eða sátu uppi með 2 vegna íbúðaskipta til eigin nota.
Landfari, 16.3.2013 kl. 11:15
það er bara aldrei sanngjarnt að neyða fólk að borga annara mnanna lán.
jú nema að neyða þá ekki.
Það sanngjarnasta væri það að almenningur getur valið hvort þeir vilji hækka skattinn sinn um 2% einsog Framsóknarmenn vilja... sá skattur fer í að borga niður annara manna lán.
Þú exar þá bara í eitt box á skattskýrslunni hvort þú vilt borga þennan skatt eða ekki.
Miðað við hvað margir finnst óásættanlegt að þessi "forsendubrestur" hafi skað... þá ætti margir einstaklingar að exa við boxið.
Allavega Guðmundur og félagar.
þá eru einungi þeir sem vilja sem borga fyrir þetta.
það er sanngjarnt og réttlátt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2013 kl. 12:37
Almenningur
ég las þetta rugl. eða reyndi það. Drengurinn hefur ekkert vit á hvernig hagkerfið gengur fyrir sig og þá sérstalega viðskiptalífið.
"Fyrirtæki hafa eitt markmið með því að hækka verð: að auka tekjur og þar með, að gjöldum óbreyttum, hagnað. Verðbólga verður því þegar fyrirtæki hækka verðlag með hagnaðarmarkmiðið að leiðarljósi. Geta fyrirtækja til að hækka verð ákvarðast m.a. af markaðshlutdeild þeirra (einokun/samkeppni) og getu neytenda til að borga hærra verð."
Ég hætti að lesa þessa grein vegna forsendanna sem þessi drengur gefur sér... niðurstöðurnar verða alltaf rangar þegar þú ert með rangar forsendur til að byrja með. E
Í fyrsta lagi þá hafa fyrirtæki það að markmiði að uppfylla kröfur eiganda. Það er yfirleitt að skila arð. Ekki hækka verð.
Hann gefur sér að auka tekjur gerist eingöngu þegar verðið er hækkað. Það er rangt. Þú getur fengið auknar tekjur með því að LÆKKA verð og selja þá fleiri einingar. Eða auka markaðshlutdeild.
Svo gefur hann sér a gjöld verða óbreytt. Það er rangt. Eitt sem fyrirtæki hafa einbeitt sér seinustu ár er að minnka kostnað. Allar þessar tækniframfarir sem hafa gerst í atvinnulífinu hefur það að markmiði að lækka gjöld. Ef þú lítur í kringum þig. Þá hafa fyrirtæki heimsins lækkað verð og gefur þér betri vörur í staðinn. Fyrsti GSM síminn kostaði 100þúsund og þú gast ekki gert neitt annað en að hringja. Nú getur þú fengið iPhone sem er mikið ódýrari (á föstu verðlagi) og þú getur gert miklu meira. Betri vara á lægra verði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2013 kl. 12:46
Verð nú eiginlega að vara bara sammála hvells þarna um þessa grein Olafs. Hann á greinilega sitthvað eftirð ólært í hagfræðinni.
Landfari, 16.3.2013 kl. 15:30
Gott og vel hér eru uppi álitaefni um hvort verðtrygging valdi í raun verðbólgu. Tökum endilega þá umræðu aðeins lengra.
Ásgeir Daníelsson hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands fjallaði stuttlega um þetta í fyrsta tölublaði af ritröð bankans um Efnahagsmál í febrúar 2009 "Verðtrygging og peningastefna" en þar segir á bls. 5:
Í gegnum tíðina hafa margar kenningar verið settar fram um samspil verðtryggingar og verðbólgu. Verðtrygging er algengari þar sem verðbólga er há. Það mætti túlka sem svo að verðtrygging væri verðbólguhvetjandi en einnig má benda á að hagkvæmni verðtryggingar er meiri þar sem meiri óvissa er um verðbólguna og því eðlilegt að þar sé verðtrygging algengari.
S. Fischer (1981) skoðaði gögn um verðtryggingu í mörgum löndum og tengsl hennar við verðbólgu með aðfallsgreiningu. Niðurstaða hans var að engin fylgni sé á milli verðbólgu og verðtryggingar launa, skatta, tryggingabóta eða fjárfestingar. Hins vegar fann hann fylgni milli verðbólgu og verðtryggingar skuldabréfa. Þessi niðurstaða Fischers sýnir að verðbólga er að jafnaði meiri í þeim löndum þar sem er verðtrygging skuldabréfa. Þessi niðurstaða segir ekkert um orsakatengslin en eins og áður hefur verið nefnt er hugsanlegt að ástæða þessa sé að menn verðtryggi skuldabréf frekar í þeim löndum þar sem verðbólga er meiri.
Með öðrum orðum þá er fylgni milli annars vegar verðtryggingar og verðbólgu (ath. aðeins á verðtryggingu skulda en ekki launa eða annars). Þess má geta að Stanley Fischer er seðlabankastjóri Ísraels og reyndar er líka hægt að finna svipaðar rannsóknir um verðtryggingu frá seðlabanka Chile.
Eins og fram kemur í skrifum Ásgeirs Daníelssonar þá var hinsvegar ekki ljóst nákvæmlega hvert orsakasamhengið væri, þ.e.a.s. hvort verðtrygging væri í raun orsök eða einungis afleiðing hárrar verðbólgu. Þannig hefur þessi spurning um árabil verið eins og spurningin um hænuna og eggið, það er voðalega erfitt að segja til um það nákvæmlega hvort kom á undan, vegna þess að báðar staðreyndirnar gætu passað við öll fyrirliggjandi gögn.
Framangreindri óvissu var hinsvegar eytt nýlega þegar borin voru kennsl á nákvæmlega það orsakasamhengi og þau smáatriði á útfærslu verðtryggingar útlána í bankakerfinu sem skýra þessa fylgni. Greining á því ferli þar sem orsakatengslin eru rakin í smáatriðum var svo gefin út í rannsóknarskýrslu sem kom út í febrúar síðastliðnum:
Cornell University Library, arXiv: [1302.4112] An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)
Abstract (helstu niðurstöður, ísl. þýð. undirritaðs):
Árið 1979 í kjölfar áratugslangrar óðaverðbólgu voru innleidd á Íslandi svokölluð verðtryggð lán, með neikvæða eignamyndun og höfuðstólstengingu sem hækkar höfuðstól lánanna til jafns við verðbólgu. Þessi tegund lána voru hluti af opinberru stefnu stjórnvalda um að koma böndum á óðaverðbólguna. Þrátt fyrir að almenn verðtrygging hafi síðan þá verið afnumin að talsverðu leyti er hún enn til staðar á fjárskuldbindingum, og meirihluti íslenskra húsnæðislána eru enn verðtryggð. Þó að því sé enn stundum haldið fram að verðtryggð lán hafi reynst gott ráð við óðaverðbólgunni, eru rökin fyrir því oftast byggð á yfirborðslegri þjóðhagfræðilegri túlkun á íslensku efnahagslífi, en aldrei hefur tekist að bera kennsl á neina sérstaka þætti í því gangverki sem styðja slíkar kenningar. Í þessari ritgerð tökum við öndverða nálgun, og setjum fram nákvæma greiningu á þeim peningalegu ferlum sem búa að baki slíkum lánveitingum eins og þær endurspeglast í tvíhliða bókhaldi bankakerfisins.
Greining þessi leiðir í ljós að engar sannanir eða orsakasamhengi eru fyrir hendi sem gætu stutt þá kenningu að verðtryggð lán hjálpi til að koma böndum á verðbólgu. Þvert á móti sýna rannsóknir okkar að sú aðferð sem notuð er við bókfærslu þessara lánveitinga innan bankakerfisins ýtir beinlínis undir myntþenslu bankakerfisins, og því hafa verðtryggð lán þau áhrif að auka verðbólguna sem þau eru tengd við, frekar en að draga úr henni. Þannig skapa þau vítahring innan bankakerfisins sem hefur bein áhrif á sjálfan gjaldmiðilinn. Þar sem þessi vítahringur útþenslu peningamagns myndast aðeins þegar verðbólga fer yfir u.þ.b. 2%, þá leggjum við til lausn sem fælist í því að festa vöxt peningamagns í umferð við 0%, og við veltum upp ýmsum aðferðum til þess að ná því fram með breytingum á svokölluðum Basel reglugerðarramma sem er grundvöllur íslenska bankakerfisins.
Fylgnin stafar semsagt af því að þegar verðtryggðu lánin hækka þá eykst peningamagn í umferð og það safnast fyrir á hagnaðarreikningi bankans þar sem það er svo innleyst í lok hvers reikningsárs og notað til að greiða rekstrarkostnað bankans árið eftir. Þessir nýsköpuðu peningar hafa, eins og öll peningaprentun, í för með sér verðbólgu. Þetta svarar líka næstu spurningu sem kom frá sleggjunni:
Fyrir verðtryggingu á Íslandi.
Var mikil verðbólga eða ekki.
nei eða já?
Þessu er ótvírætt hægt að svara: já.
Ástæðan fyrir því var sú að á þeim tíma stunduðu misvitrir stjórnmálamenn það að prenta fjárlagahallann í hvert sinn sem þeir voru búnir að tæma ríkissjóð. Eins og öll peningaprentun leiddi það til óðaverðbólgu. Með innleiðingu verðtryggingar frá og með 1966 og með almennum hætti árið 1979 var komið á sjálfvirku ferli sem gerði það sama: prentaði peninga. Eini munurinn var að hagnaðurinn af peningaprentuninni safnaðist upp í bönkunum, sem þá voru í ríkiseigu. Þannig upphófst tímabil þar sem í stað úthlutunar til vildarvina úr ríkissjóði fór slíkt þess í stað fram með pólitískum afskiptum af bankarekstri. Bankastjórar urðu póltískt skipaðir og fjárúthlutunarvald þeirra varð framlenging af pólitísku valdi þeirra sem skipuðu þá. Þetta fyrirgreiðslutímabil þekkja margir. Því lauk svo með einkavæðingu bankanna, þegar einkaaðilum var falinn sá ávinningur sem af þessari prentvél hlýst, enda var haft eftir öðrum bankastjóra þess banka sem var stærstur á hátindi bólunnar, að stærsta tekjulind íslensku bankanna væri verðtryggingin.
Afleiðingar óhóflegrar peningaprentunar urðu aftur á móti í báðum tilvikum þau nákvæmlega sömu og verða alltaf, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða sköpunarverk þeirra í formi verðtryggingar útlána sem eru bein orsök peningaprentunarinnar. Þær afleiðingar eru: verðrýrnun gjaldmiðilsins sem hefur í för með sér gengisfall og verðbólgu. Þessar óhjákvæmilegu afleiðingar óhóflegrar peningaprentun eru ágætlega útskýrðar í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í október 2011 eftir Ólafur Margeirsson hagfræðing og Valdimar Ármann sem starfað hefur um árabil á fjármálamörkuðum sem sérfræðingur í verðtryggðum skuldabréfum. Þar segir meðal annars:
Ein af grundvallar staðreyndunum í bankahagfræði er að rétt eins og lánveiting er útþensla peningamagns í umferð – sem veldur verðbólgu – er endurgreiðsla lána samdráttur peningamagns í umferð – sem dregur úr verðbólgu. Í núverandi kerfi verðtryggingar höfuðstóls lána er lántakanum í raun og reynd, og jafnvel gegn hans eigin vilja, lánað fyrir verðtryggingunni til þess tíma sem eftir er af afborgunartímabilinu; hækkun verðlags leiðir af sér hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána og sú hækkun er ekkert annað en viðbótarlán. Þessi sjálfkrafa lánveiting sem fólgin er í núverandi verðtryggingu höfuðstólsins veldur því beinlínis útþenslu peningamagns í umferð sem á einn eða annan hátt mun leiða til verðbólgu; núverandi fyrirkomulag verðtryggingar höfuðstóls lána er verðbólguhvetjandi og vinnur, í gegnum sjálfkrafa útþenslu peningamagns í umferð, gegn 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans.
Sumum finnst staðreyndir um veruleikann sem stangast á við heimsmynd þeirra óþolandi. Verður þá að líta til þess hvort það er sem er rangt, heimsmyndin eða veruleikinn. Ég legg til að við hefjum þessa umræðu upp á aðeins hærra plan og byggjum hana framvegis á staðreyndum, burtséð frá því hvort einhverjum finnst þær staðreyndir vera óþolandi eða viðunandi.
Með því að segjast vilja draga úr verðbólgu er í raun verið að segja það sama og að afnema þurfi verðtryggingu (útlána bankakerfisins). Þetta er staðreynd hvort sem fólki líkar það vel eða illa.
Góða helgi,
- bofs
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 16:33
Mjög hæpin röksemd hjá Guðmundi.
Fyrir verðtryggingu var peningaprentunin að kenna.
Eftir verðtrygginunni var verðbólgan verðtryggingunni að kenna.
Ég tek undir að verðtrygging veldur þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands "bíta" ekki nóg þegar þeir eru hækkaðir. Enda er hlutverk SÍ að halda verðbólgunni í 2,5% og stýrivextir eina tækið.
En Sigmundur XB er að boða 3% fasta vexti.... það fyrirkomulag mun líka draga tennurnar úr SÍ.... og veldur jafnvel meiri verðbólgu og geðveiki.
Allavega ætla ég að maxa mín lán í botn og kaupa upp íbúðar í RVK og leigja þeir út.... þetta er bara gefins peningur.
þ.e neykvæðir raunvextir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2013 kl. 18:50
þarf ekkert að hafa mörg orð um þetta. Hreinn barnaskapur að halda að verðtrygging sé einhver prime faktor á bak við verðbólgu hérna uppi. það eru meira en nóg af öðrum þáttum sem yfirtrompa það algjörlega og gerir slíkar bollaleggingar að aukaatriði eða hjómi einu.
Td. nægir að nefna hve Ísland eða íbúar þess svæðis eru neyslusæknir á síðari árum. það er mikið fádæmi hve innbyggjar eru sólgnir í allar neysluvörur og nýjungar oþh. það hve hve þessi tendens er mikill = ávísun á verðbólgu.
Jafnframt hefur efnahagsstjórn nýfrjálshyggjunnar í raun hvatt til þeslu = ávísun á verðbólgu.
Stundum finnst manni að það sem verið sé að biðja um sé í rauninni að ríkið hafi vit fyrir fólki eða allavega miklu meiri afskipti en í tísku hefur verið síðustu tugi ára. Að ríkið bara grípi fram fyrir hendurnar á fólki varðandi lántökur. Hinsvegar þorfa eða vilja fáir segja það beinlínis og finna uppá ótrúlegum hundakúnstum í sínum málflutningi.
Hvað er fólk gamalt sem er að tala hérna? Eg er 47 og ég man alveg tímana tvenna, eins og sagt er. Eg man hvernig þetta var á 8. áratugnum. Þá má segja að ríkið hafi haft miklu meira vit fyrir fólki þessu viðvíkjandi. það var barasta tæplega hægt fyrir venjulegt fólk að fá lán. Það þurfti að vera involveraður í Framsóknarflokk eða Sjallaflokk til að fá lán að gagni.
Nú nú. Svo verður þessi huge breyting um miðjan 9.áratuginn. Byrjaði með uppa-kynslóðinni og svo varð sú stemming almennt ríkjandi að það ætti að vera meira fokking frelsi. Ríkið átti bara að halda kjafti og allt átti að gerast á frjálsum markaði. það sem ma. fylgdi var einkavæðing banka með miklu frjálsari útlánum sérstaklega til einstaklinga. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja sky-rokkuðu. það fylgdi þessu frelsi. Gífurleg ásókn fólks í lántökur. Með tilheyrandi sky-rokkun vaxta - sem endaði svo í töfratrikki sem hét gengislán sem endaði í ólöglegheitum á lagatæknilegum hælkrók. það væri alveg eftir annarri andskotans sjallavitleysu hérna að verðtryggð lán yrðu dæmd ,,ólögleg" á lagatæknilegri sniðglímu á lofti. Alveg eftir öðru bulli hérna á þessu aumingjans útskeri.
Ef fólk vill sjá hvernig þetta var fyrir verðtryggingu þá skal folk sjá þetta myndband. Allt í svart-hvítu! Vilja menn þetta?! Taka ber sérstaklega eftir röðinni útá götu við bankann. þetta er bara raunsætt. Svona var þetta. Hinn venjulegi maður stóð í röð tímunum saman. Vitið eftir hverju þeir eru að bíða? Að fá viðtal við bankastjórann! Að fá viðtal og niðurlægja sig til þess að fá kannski 10 krónur í lán til þriggja mánaða:
http://www.youtube.com/watch?v=gfC2wI4rNb4
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 18:58
Mjög hæpin röksemd hjá Guðmundi.
Fyrir verðtryggingu var peningaprentunin að kenna.
Eftir verðtrygginunni var verðbólgan verðtryggingunni að kenna.
Vinsamlegast ekki rangsnúa orðum mínum. Þetta var ónákvæmt eftir haft.
Til þess að þetta sé nú kirfilega sundurgreint:
A1. Fyrir verðtryggingu var verðbólga peningaprentun að kenna.
B1. Frá og með verðtryggingu er verðbólga líka peningaprentun að kenna.
A2. Fyrir verðtryggingu prentuðu stjórnmálamenn peninga óhóflega.
B2. Frá og með verðtryggingu prentar verðtryggingin peninga óhóflega.
Peningaprentunin er sameiginleg orsök, þó uppsprettan hafi þokast til.
En af því að uppsprettan færðist í bankana gerðist það til dæmis að:
B3a Fyrir einkavæðingu bankanna voru bankastjórar pólitískt skipaðir. Sumir myndu reyndar halda því fram að þetta hafi ekki breyst mikið í reynd þó svo að bankarnir hafi verið einkavæddir. Til dæmis má benda á að seðlabankastjórar hafa nánast alltaf verið pólitískt skipaðir.
B3b Eftir einkavæðingu voru þau ummæli höfð eftir bankastjóra eins af stóru bönkunum að verðtryggingin væri stærsta tekjulind íslenskra banka. Það voru hans eigin orð og ég hef enga ástæðu til að rengja þau.
B3c Peningamagn í umferð jókst um margfalt það magn sem hafði áður verið prentað frá upphafi fullvalda gjaldmiðils og peningaútgáfu á Íslandi, á því stutta tímabili sem bankarnir voru í einkaeigu og fengu lausan tauminn í skjóli þáverandi stjórnvalda. Engin furða að sú bóla sprakk á endanum.
Hvernig nákvæmlega verðtryggingin prentar peninga, er einmitt útskýrt í þeirri rannsóknarskýrslu sem vísað er til að ofan, ef þið hefðuð nú bara fyrir því að kynna ykkur efni hennar þá væri það mjög ánægjulegt.
Ef þið teljið að eihverjir meinbugir séu á þeirri greiningu sem þar er rakin, þá er hér með skorað á ykkur að hrekja hana. Til þess er leikurinn gerður að smella henni á opinn vettvang fyrir ritrýni (peer-review). Þar er þetta allt skjalfest og ef þið finnið einhverjar villur í sönnunni þá skulið þið endilega koma þeim á framfæri, enda eru svoleiðis vinnubrögð vísindaleg.
Þó að þið séuð kannski fyrirfram á annari skoðun og viljið ekki trúa staðreyndum, þá skora ég samt á ykkur að reyna þá að hrekja sönnunina ef þið teljið það vera mögulegt. Þetta er fullkomlega heiðarleg áskorun. Það eru meira að segja verðlaun í boði. Ef ykkur tekst að hrekja hana þá fáið þið mjög líklega að halda verðtryggingunni, hvort sem mér myndi líka það betur eða verr og hvaða skoðun svo sem ég kynni að hafa á þeirri niðurstöðu.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 20:38
Allavega ætla ég að maxa mín lán í botn og kaupa upp íbúðar í RVK og leigja þeir út.... þetta er bara gefins peningur.
þ.e neykvæðir raunvextir.
Jamm til hamingju þá þegar þú þarft sjálfur að fara borga fyrir viðhald á fjárfestingu þinni (húsnæðinu) svo hún hrynji ekki í verðmæti. Sem er í rauninni það sama og skuldarinn gerir fyrir sparifjáreigandann með verðtryggingunni, nema til að viðhalda pappírseignum frekar en raunverulegum verðmætum.
Það alllt í lagi að varðveita gildi raunverulegra verðmæta. En ekki pappíra.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 21:20
Ég get alveg tekið undir að verðtryggingin er ekkert að hjálpa til við að halda verðbólgunni niðri.
Ég er einungis mótfallin þeim málflutningi að tala um að verðtryggingin sé um að kenna þegar verðbólga er há. Þetta er einungis lítill hluti ástæðunnar fyrir verðbólgu.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 22:01
Samkvæmt niðurstöðum Dr. Mallet bendir ýmislegt til þess að verðtryggingin hafi ein og sér valdið aukningu peningamagns um að meðaltali 4-12% á ári frá því að hún var innleidd. Þetta hefur aldrei áður verið reynt að magnsetja en hér er það.
Til samanburðar má geta þess að meðalársverðbólga á sama tímabili var tæp 6% eða á milli 5,8% og 5,9% til að vera nákvæmur. Af því má draga þá ályktun að verðbólga á tímabilinu hefur að langmestu leyti orsakast af verðtryggingu útlána bankakerfisins. Án verðtryggingar hefði verðbólga því verið lítil og hugsanlega á hluta tímabilsins beinlínis neikvæð.
Nema auðvitað ef stjórnmálamenn hefðu haldið áfram að stunda óhóflega peningaprentun eins og þeir gerðu fram að myntbreytingunni 1981.
Verðbólga er samansett af kostnaðarhækkunum og peningaprentun, köllum þessar stærðir K og P. Þannig hlýtur raunveruleg verðbólga sem við skulum kalla V alltaf að vera jöfn og K+P, sem lýsa má með V = K + P.
Restin er menntaskólastærðfræði. Þegar verðtryggingin prentar á bilinu 4-12% af peningamagninu getum við sett það inn fyrir P og fáum þá:
Neðri mörk: V = K + 4% og Efri mörk V = K + 12%.
Þar sem raunverðbólga á tímabilinu er þekkt setjum við hana inn fyrir V:
Neðri mörk 6% = K + 4% og Efri mörk 6% = K + 12%.
=> Neðri mörk K = 2% og Efri mörk K = -6%.
Þannig hefur verðbólga þegar peningaprentunaráhrif verðtryggingarinnar hafa verið dregin frá (kostnaðarbólga) á þessu tímabili verið á bilinu -6% til 2% en miðgildið af því er auðvitað -1% eða verðhjöðnun. Þetta passar ágætlega við þá staðreynd að við búum núna í miklu hagkvæmara og betur skipulögðu þjóðfélagi með tilkomu tölvutækni og framförum í framleiðslutækni en við gerðum 1979.
Þannig bendir allt til þess að án verðtryggingar væri engin verðbólga! Allavega ekki ef það væri viðhöfð skynsamleg hagstjórn í stað offramleiðslu á peningum.
Kv. G.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2013 kl. 00:02
Afhverju virka stýrivextir á íslandi ekki eins og stýrivextir virka í öllum öðrum löndum?
Seðlabankinn fullyrðir að það sé vegna verðtryggingarinnar.
Stýrivaxtahækkanir hækki bara höfuðstóla lána, en slái ekkert á þenslu þar sem afborganir hækki ekki neitt.
En sjálfsagt hefur Seðlabankinn ekkert vit á verðtryggingunni heldur, frekar en aðrir sem benda á galla hennar.
Sigurður (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 10:28
Ómar Bjarki:
það væri alveg eftir annarri andskotans sjallavitleysu hérna að verðtryggð lán yrðu dæmd ,,ólögleg" á lagatæknilegri sniðglímu á lofti. Alveg eftir öðru bulli hérna á þessu aumingjans útskeri.
Til gamans þá skulum við skoða hverjir það voru sem lögðu til að lögin um neytendalán sem ekki voru virt, skyldu gilda um fasteignalán neytenda:
Alþingi, 9. des. 2000.Vilhjálmur Egilsson,
form., frsm.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Einar K. Guðfinnsson.
Lúðvík Bergvinsson.
Ögmundur Jónasson.
Gunnar Birgisson.
Hjálmar Árnason.
Þrír Sjálfstæðismenn, tvö úr Samfylkingu, ein Framsóknarmaður og einn VG.
Tvö af þeim eru ráðherrar í núverandi ríkisstjórn.
Þessi breyting var enginn lagatæknilegur hælkrókur, heldur stendur skýrum stöfum í áliti nefndarinnar hver vilji löggjafans var:
Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að f-lið 1. mgr. 2. gr. laganna, sem kveður á um að lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign séu undanþegnir lögum um neytendalán, verði breytt þannig að hann taki til lánssamninga sem Íbúðalánasjóður gerir eða annarra sambærilegra fasteignaveðlánasamninga sem gerðir eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Við athugun málsins kom í ljós að annars staðar á Norðurlöndunum falla lánveitendur sem veita lán með veði í fasteign til lengri tíma undir ákvæði laga um neytendalán. Ástæðulaust þykir að undanskilja slíka aðila ákvæðum laganna og þeirri skyldu að veita lántakanda upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar af láni. Við meðferð málsins í nefndinni kom í ljós að Íbúðalánasjóður, sem er sá aðili sem gerir flesta lánssamninga vegna öflunar íbúðarhúsnæðis, er ekki mótfallinn því að ákvæði laga um neytendalán taki einnig til slíkra samninga. Með hliðsjón af þessu leggur nefndin jafnframt til að f-liður 1. mgr. 2. gr. laganna falli brott.
Svo merkilegt sem það kann að virðast, þá byggir sami Íbúðalánasjóður núna árið 2013 málsvörn sína í dómsmáli einkum á því að þessi lög eigi ekki við um lán sjóðsins, og fer þannig beinlínis gegn skýrum vilja löggjafans auk þess að vera þá kominn í þversögn við sjálfan sig. Það er tilraun til lagatæknilegra hælkróka!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2013 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.