XD vilja Maastricht skilirðin!!

Fjárhagsregla bundin í lög
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að formleg fjárhagsregla verði lögbundin og að
efnisinnihald hennar snúi að útgjalda- og skuldastýringu sem hér segir með það að markmiði
að uppfylla Maastricht skilyrðin á næstu 7 árum:
ï‚· Ef heildarskuldir ríkissjóðs fara yfir ákveðið hlutfall af landsframleiðslu verði óheimilt
að hækka útgjöld á milli ára og óheimilt að reka ríkissjóð með halla.
ï‚· Ef útgjöld ríkis og sveitarfélaga verða samtals hærri en tiltekið hlutfall af vergri
landsframleiðslu verði ríkissjóður að draga úr umsvifum sínum. Óheimilt verði að
hækka útgjöld ríkissjóðs á milli ára við þessar aðstæður.
ï‚· Útgjöld ríkissjóðs vaxi ekki á milli ára umfram meðalhagvöxt undangenginna 10 ára
auk 2,5% verðlagsbreytinga.
ï‚· Einungis verði heimilt að víkja frá þessum reglum með stuðningi 2/3 hluta atkvæða
við samþykkt fjárlaga.
 
http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/fjarlaganefnd_loka.pdf
 
 
Þetta er dálitið skondin niðurstaða í ljósi harðar andstöðu við ESB aðild á landsfundinum 
 
hvells 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir vilja ná þessum markmiðum af sjálfir án afskipta ESB.

Hefur einhver rökrétt ástæða komið fram af hverju XD vilja ekki ESB.

Þeir segja alltaf "hagsmunir Íslands betur borgið utan ESB" og þar við situr.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband