Ályktun frá landsfundi XD

Fjármálakerfið Sjálfstæðisflokkurinn telur að reynsla undanfarinna ára gefi tilefni til endurskoðunar á umhverfi banka og fjármálastofnana. Löggjöf um fjármálamarkaðinn hefur tekið breytingum á liðnum árum og á sífellt að vera í endurskoðun.
Skoða skal afleiðingar þess að banka- og fjármálastofnanir geti aukið peningamagn í umferð og þar með valdið óhjákvæmilegri verðrýrnun á gjaldmiðlinum með ábyrgðarlausri lánastefnu.
Landsfundur vill að fyrirkomulagi innstæðutrygginga verði breytt varanlega á þann veg að almennar innstæður einstaklinga, upp að vissu hámarki, hafi forgang í bú fallinna banka. Með því móti væri unnt að efla traust almennings á bankakerfinu auk þess sem komið væri í veg fyrir óhóflega skuldsetningu fjármálastofnana. Þar með væri einnig komið í veg fyrir að
ÁLYKTUN UM EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTAMÁL
5
venjulegir viðskiptabankar hefðu tækifæri til þess að færa út kvíarnar í umfangsmikla fjárfestingarbankastarfsemi.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill hefja sparnað og ráðdeild aftur til öndvegis og hverfa frá þeirri aðför að frjálsum sparnaði heimilanna sem einkennt hefur undanfarin ár með tvöföldun á skattlagningu nafnvaxta og verðbóta sem auk neikvæðra raunvaxta hefur leitt til stórkostlegrar lækkunar á innlánum heimila. Fjárfestingar einstaklinga biðu mikil afhroð og stóraukin skattlagning hefur ekki lagað þá stöðu en fjárfestingar eru í algerum lamasessi sem hindrar sköpun nýrra starfa. Minnkandi frjáls sparnaður heimilanna getur valdið lánsfjárskorti þegar fram líða stundir og snjóhengjan hverfur. Þá fengi unga fólkið ekki lán til íbúðakaupa, fyrirtækin ekki lán til fjárfestinga, vextir myndu hækka eða hætta yrði á bið og skömmtun á lánsfé.
Jafnframt ber að koma í veg fyrir að viðskiptabankar geti stundað umfangsmikla eignastýringarstarfsemi enda sýnir reynslan að slík starfsemi innan veggja hefðbundinna viðskiptabanka getur orðið til þess að hagsmunir almennra viðskiptavina eru látnir víkja fyrir hagsmunum bankans sjálfs og stærri viðskiptavina.
Landsfundur ítrekar að frelsi í viðskiptum þarf að fylgja ábyrgð og traust. Áherslan í lagasetningu ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum. Setja þarf reglur sem stuðla að trausti til fjármálakerfisins til dæmis með aukinni neytendavernd.
Landsfundur telur að taka þurfi til endurskoðunar hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Með forgangi almennra innstæðna ættu hagsmunir almennra innstæðueigenda að vera nægilega vel tryggðir en auk þess er óeðlilegt að kostnaði við fall stórra fjármálastofnana sé velt yfir á skattgreiðendur með aðgerðum Seðlabankans.
 
 
 
hvells 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver mun kaupa skuldabréf bankana ef innlánin verða alltaf forgangskröfur?

Einhver kannski með háa ávöxtunarkröfu.

Það bitnar á bankanum sem hækkar vaxtamuninn.

Það er sorglegt að enginn flokkur á Íslandi hefur vit á efnahagsmálum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver ætlar að setja sparnaðinn sinn í banka ef skuldabréf verða forgangskröfur?

 Þetta er svona í flestum löndum. Greinilega enginn flokkur í heiminum með vit á efnahagsmálum ;)

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2013 kl. 11:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

í öllum löndum eru kröfuhafar í forgang. svo erum við með innistæðatryggingu uppá ákveðnu marki.

Neyðarlögin snéru þessu á haus.

en almenn regla er að innánin eru ekki forgangskröfur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2013 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband