Kann Margrét á Google?

http://www.visir.is/litid-eftir-af-simapeningunum/article/2009559493729

Held að Alþingi gæti sparað mikinn pening bara með því að senda Alþingismenn á Google námskeið. Kaupverð hefur legið fyrir í langan tíma og það var greitt.

Skandallinn er hinsvegar meðförin á peningunum. Peningurinn átti m.a að vera notaður í Hátæknisjúkrahúsið en stjórnmálamenn eyddu peningunum í hin og þessi hrossakaup.

"Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf.

En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu."

 

Margrét þingmaður er að misskilja. Það er ekki greiðslan sem klikkaði, heldur voru það stjórnmálamennirnir sem tóku á móti greiðslunni sem klikkuðu.

 

hvells


mbl.is Engar vanefndir vegna sölu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband