Dæmigert

Þetta er dæmigerð hugsun fyrir stjórnmálamann. Stjórnmálamenn halda að þeir eigi að stjórna okkur og efnahagslífinu. En hið rétta er að þeir eiga að láta atvinnulífið í friði.

Það eru stjórnmálamönnum að kenna að það var hent milljarðar í bankakerfið.

Af hverju segi ég það?

Jú vegna þess að það voru stjórnmálamenn sem voru að ausa fé úr ríkiskössum og í bankana.

Ekki flókið.

En nú tala stjórnmálamenn eins og bankarnir rændu þá í leyni eina nóttina.

En ég skal lofa Martin Schulz og fleiri snillingum að ef þeir afnema lágmarkslaun og íþyngjandi vinnumarkaðsreglur þá mun atvinnuleysið fara í 0% innan við 6 mánuði.

 

hvells 


mbl.is Björguðu bönkum en gætu tapað kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Dominóáhrif á föllnum stórum banka er svakalegt. Kreppan mikla er sönnun á því.

Gott að gera reglugerð (já ég sagði reglugerð) um hámarkstærð banka, svo hægt sé að koma í veg fyrir too big to fail domino áhrif.

Eitthvað sem má yfirfara á raunveruleikann ekki kenningar á blaði.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2013 kl. 23:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir munu ekki laga þetta. Þetta fellur "the hard way" og dregur allt og alla með sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Haldið þið virkilega að ESB kerfiskratinn Martin Schulz yfir silkihúfa ESB þingsins muni nokkurn tíman breyta nokkru, ég held varla.

Hann eða þeir kumpánar munu aldrei viðurkenna að þeir eða fullkomna kerfið þeirra hafi nokkurn tíma misheppnast eða gert eitthvað rangt og þeir munu því ekki hafa nein ráð nema alltaf þau sömu það er að biðja um meira kerfi og meira af því sama. Harðari reglur og meiri miðstýringu og meir völd til þeirra og sérfræðinganna!

Þannig mun leið þessara kerfiskalla til helvítis halda áfram þrátt fyrir að verða áfram vörðuð fögrum áformum !

Gunnlaugur I., 12.3.2013 kl. 00:18

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Má ég minna á að Þjóðverjinn Schulzt getur ekki hvatt til afnáms lágmarkslauna í sínu landi þar sem engin lög eru til um lágmarkslaun í Þýskalandi.

Sæmundur G. Halldórsson , 12.3.2013 kl. 15:31

5 identicon

Þetta er svipað og gerðist hér, innistæður tryggðar í botn, öllu dælt inn í andvanda bankakerfi (Dabbi óreiðumaður ofl.) og komandi kynslóðir svo látnar borga brúsann.

Þeir sem keyptu eftir 2000 eru nú gjaldþrota eða munu verð það um aldur og ævi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband