Áhugavert

Af hverju er fólk svona á móti hrossakjöti ef þetta er svona líkt?

Ég persónulega myndi ekki vilja hrossakjöt ef það væri í boði.

Ætli maður sé ekki að borða þetta daglega í hakkinu, pulsunni og hamborgaranum.

 

hvells 


mbl.is Hrossakjöt eða nautakjöt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við hvað þetta er búið að vera mikið í umræðu, þá er ég pínu hissa yfir því að þú vitir ekki hvað hneykslið snýst um.

Það eru tvær mjög einfaldar skýringar. Í fyrsta lagi erum við að tala um vörur sem voru auglýstar að þær innihaldi nautakjöt. Það eitt og sér að um annað dýr er að ræða er vörusvik, sem er kæranlegt athæfi.

Hinn liðurinn, sem er sú allvarlegri, er að það er ekki venja að rækta hesta til manneldis í erlendum mörkuðum, og því miklar líkur að það hestakjöt sem verið er að nota komi frá hestum sem hafa verið að fá verkjalyf sem sitja eftir í vefjunum og er hætuleg neyslu fyrir mannfólk.

Náttúrulega má einnig benda á að mismunandi þjóðfélög setja síðan hesta á svipaðan stall og við setjum gæludýr á borð við hunda og ketti, og því þykir fólk þaðan mjög ógeðsleg tilhugsun að borða hestakjöt. Það er samt bara aukatriði í þessu máli, sem þetta snýst ekki um.

Einar (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 19:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vissi alveg um hvað þetta hneyksli snérist um.

Enda er ég ekkert að tala um þetta hneyksli

ég er bara að velta fyrir mig þessari almenni andúð á hrossakjöti.

En er kannski engin andúð á því?

það er spurningin

ég veit allavega að það mundi ekkert vera sérlega vel tekið í það ef t.d þúsund manna árshátið mundi vera hrossakjöt í aðalrétt.

Hve margir mundu borða það? versusu nautakjöt t.d

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2013 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband