Í vikunni

Í vikunni kom það í ljós að þetta lán er tapað.

Veðið var FIH bankinn í Danmörku sem er í gjörgæslu og einskis virði.

Við getum þakkað einum manni fyrir þetta milljarða tap sem leggst þungt á almenning.

Davíð Oddssyni.

hvells 


mbl.is Trúverðugleiki bankans í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lítill fugl hvíslaði því að mér að FIH bankinn hafi átt að vera neyðarúrræði.

Ef ekki hefði tekist að viðhalda starfsemi greiðslukerfa og utanríkisviðskipti íslenska ríkisins, þá var hugmyndin að þegar allt væri hrunið gæti ríkið stofnað reikning í nýja bankanum sínum í Danmörku og haldið utanríkisviðskiptum Seðlabanka Íslands óslitnum, framhjá frystingu sem Bretar settu að ósekju.

Ég veit minnst um það hvert sannleiksgildi sögunnar er í raun og veru.

Hinsvega er þetta áhugaverð pæling. Sé það rétt að um tilraun til að setja á flot björgunarbát hafi verið að ræða, er varla hægt að segja að það hafi verið vond ráðstöfun á meðan skipið var í reynd að sökkva. Þó svo að það hafi sloppið með því að varpa mestu af eitruðum farminum fyrir borð á síðustu stundu, þá var ekki hægt að vita fyrirfram hvort það myndi heppnast. Ef það hefði allt farið á versta veg, þá hefði kannski þrátt fyrir allt ekki verið slæmt að eiga starfhæfan danskan banka til vara sem var beintengdur alþjóðlegum greiðslukerfum.

Eftirpælingar eru þetta allt saman. Það væri best ef hið sanna kæmi í ljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2013 kl. 18:31

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

áhugverð sögusögn. Hún er allavega trúverðug.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 21:45

3 identicon

Sæll.

Vandinn er ekki Dabbi heldur kerfið. Menn vilja gjarnan gleyma því að Mervyn King tapaði líka miklu fjárhæðum á svipuðum tíma og Dabbi. Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara - menn verða að hafa í huga hlutverk hans áður en þeir gagnrýna þá sem honum stjórna. Annars ætla ég ekki að verja ver Dabba í SÍ, þar voru sannarlega gerð mörg mistök.

Best væri að leggja Seðlabanka heimsins niður eða í það minnsta vængstýfa þá hraustlega því þeir búa beinlínis til vandamál.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband