Laugardagur, 9. mars 2013
Sleggjan- Hægri frjálslyndi maðurinn
Ég er frjálslyndur hægri maður.
Ég vill lægri skatta á fólk og fyrirtæki.
Ég vill lækka virðisaukaskatt hér á landi. Hann er sá hæsti á byggðu bóli.
Ég vill hafa flatan tekjuskatt á alla launamenn. Ekki þrepaskatt. Ef hjálpa á láglaunuðum þá skal hækka persónuafsláttinn.
Ég vill lágan skatt á fyrirtæki. Það gefur fyrirtækinu tækifæri að vaxa og dafna og ráða til sín fleiri starfsmenn.
Á endanum vill ég að það sé sama skattprósenta á fyrirtæki og launamenn.
Þegar kemur að reglugerðum er ég íhaldsamari.
Ég er hlynntur reglugerðum sem koma í veg fyrir einokun á markaði. Fákeppni er eitt það versta sem neytendur verða fyrir. Sérstaklega á okkar litla landi.
Er líka hlynntur reglugerðum á banka (á meðan þeir eru á ábyrgð ríkisins að einhverju leiti). Lög um eigið fé. Fjárfestinga. Glass Seagall lögin sem voru sett í kjölfar kreppunnar miklu í USA eru góð. Bush snillingur afnumdi þessi lög með slæmum afleiðingum fyrir heimsbyggðina.
Svo er stórt krabbamein í þessu frelsi:
http://www.dv.is/frettir/2013/3/9/med-trilljonir-i-skattaskjolum/
Það eru skattaskjólin. Stórfyrirtækin fara með fjármuni í skattaskjól með þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslum. Það er mjög slæmt fyrir ríkissjóð í hverju landi. Minna í samneysluna. Þá neyðist að hækka skatta á launamenn. Slæm þróun. Ég sem hægri fjálshyggjumaður vill koma í veg fyrir þessa þróun með einhverjum hætti.
Það eru til fallegar hagfræðikenningar mæla með auknu frjálsræði og lægri sköttum sem virka vel á blaði. Hef ekki séð neina sem tæklar á raunveruleikanum eins og leyndarhyggju og fjármagnsflótta til skattaskjóla.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Athugasemdir
"Ég er hlynntur reglugerðum sem koma í veg fyrir samkeppni".
Frábært!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 10:31
Sæll.
Það er opin spurning hvort skattheimta samræmist stjórnarskránni.
Það sem vantar inn í stjórnarskrána í dag er ákvæði varðandi eignarrétt - að öðru leyti er hún fín. Eignarréttur varinn af stjórnarskrá er afskaplega holur ef stjórnmálamenn geta skattlagt eigur fólks að vild - setja þarf skýrt þak á heimildir stjórnmálamanna til að taka eigur fólks af því með skattheimtu og öðrum opinberum álögum. Sömuleiðis þarf að setja ákvæði inn um að skattur eða opinbert gjald (sama hvaða nafni það nefnist) megi ekki fara yfir ákveðið hlutfall. Ég legg til 10% - þá mættu ríki og sveitarfélög ekki taka meira en 10% til samans af tekjum einstaklinga og fyrirtækja.
Enginn spyr stóru spurningarinnar í dag: Hvenær hættir skattheimta að vera skattheimta og verður að löglegum þjófnaði - eignaupptöku? Ágætt væri ef þið félagarnir tækjuð afstöðu til þeirrar spurningar, því miður hugar enginn það mál þó það sé afar mikilvægt.
Það er ekkert sem stoppar stjórnmálamenn í eignaupptöku, þetta sjáum við víða í hinum Vestræna heimi, almenningur á t.d. Írlandi þarf að bera ábyrgð á illa reknum bönkum og litlu munaði að almenningur á Íslandi yrði látinn bera ábyrgð á íslensku bönkunum (hér stoppaði almenningur og forsetinn það af - ekki stjórnmálamenn). Margir Íslendingar vildu það sama með því að vera fylgjandi Icesave (sem var auðvitað sósíalismi af verstu sort).
Í gegnum tíðina hefur sumum verið refsað fyrir að ganga vel og þeir skattlagðir sérstaklega - Hollande (70% skattur á tekjur yfir milljón evrum á ári) var að reyna það sem áður hefur verið gert t.d. af Wilson.
Má mismuna fólki eftir því hve mikið það á með mismunandi skattprósentu? Heimilar stjórnarskráin það? Heimilar stjórnarskráin að fólk vinni marga mánuði á hverju ári fyrir aðila sem fólk vill kannski ekki greiða krónu til og hefur ekki samið um að greiða til? Heimilar stjórnarskráin sumum að taka af eigum annarra án samþykkis þeirra sem tekið er af? Af hverju er það ekki þjófnaður?
Auðvitað fara fyrirtæki með fé í skattaskjól, fyrirtækin eiga þetta fé og unnu sér það inn og vita miklu betur hvernig nota á það fé en einhverjar afætur á þingi sem kaupa sér endurkjör með annarra manna fé. Af hverju ætti fé ekki að flýja í skattaskjól? Með því að lækka skatta væri hægt að útiloka fjármagnsflótta og leggja niður skattrannsóknarembætti - bæði hér og erlendis.
Það er mjög slæmur misskilningur að halda að stjórnmálamenn og almenningur eigi einhvern rétt til annarra manna fjár.
Hér er dæmi um kost þess að lækka skatta, dæmi um fallega kenningu sem er falleg á blaði og í raunveruleikanum: Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum hérlendis úr 45% í 18%. Drógust tekjur ríkisins saman? Nei, þær þrefölduðust á þessu tímabili.
Vandinn er að menn eru að bölva frelsi og frjálshyggju þegar frelsi fær ekki að virka. Af hverju í óksköpunum er t.d. seðlabankinn að ákveða verð á fjármagni? Af hverju veit hann hvað það á að kosta? Íslenski seðlabankinn ber auðvitað ábyrgð á hruni krónunnar haustið 2008 og erlendir seðlabankar bera ábyrgð á gengdarlausri skuldasöfnun með því að halda vöxtum lágum. Er þetta frelsi?
Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 11:38
Sleggjan augljóslega meinit að það þarf lög til að koma í veg fyrir samkeppnislagabrot. En gott að menn eru vakandi.
Það er skiljanlegt að Sleggjan er munaðarlaus í pólitik. Það er enginn flokkur með þessa stefnu. Þó að BF segist vera fjálslyndur hægri flokkur (eða miðju flokkur) þá er þetta ekki nálgæt stefnuskrá flokksins.
Ég er í raun sammála Sleggjunni í mörgu.
t.d að einfaldal skattkerfið og lækka skatta.
Nota persónuafslátt til að jafna kjör.
þó að ég mundi beyta "neikvæðan tekjuskatt" á það atriði
http://en.wikipedia.org/wiki/Negative_income_tax
Hann mundi þá vera til að mynda 150þúsund krónur og það mundi þá líka koma í staðinn fyrir atvkinnuleysisbætur og öryrkjabætur og allt þar.
það mundi spara svo mikið í stjórnsýslunni. Einn bókara mundi taka við starfi atvinnumálastofnun, tryggingastofnun og fleira rugl.
Það væri fínt að hafa fyrirtækjaskatt og einstakleginsskiatt ef hann væri 10-15%... en óráðlegt að hækka fyrirtækjaskattinn m.a vegna erlendrar fjárfestar.
Málið er að launafólk borgar fyrirtækjaskattinn hvort sem er. Ef fyrirtæki þarf að borga 100milljónir meira í skatt... þó væri minni fjármagn til að borga laun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 11:43
því má bæta við að ég var á fyrirlestri seinasta fimmtudag þar sem starfsmenn samkeppniseftirlits voru gestafyrirlestrarar.
ég er mjög skepptiskur að nokkrir bjúrókratar geta stjórnar atvinnlífinu á Íslandi.
Ef þrjár bensínstöðvar eru að okra á Íslendingum þá er það bara tækifæri fyrir frumkvöðul að stofna bensínstöð og selja ódýrarsa bensínið.
markaðurinn er miklu betri húsbóndi þegar kemur að því að koma í veg fyrir fákeppni
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 12:15
@Haukur
Reglugerðir sem koma í veg fyrir einokun var ég að meina. Þakka góða ábendingu, hef leiðrétt.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 12:37
@Helgi
Ég er sammála flestu hjá þér.
Þú spurðir hvenær skattur er orðið rán. Ég segji 45% og yfir.
Erfðaskattur er rán, algjört rugl.
Þú telur það vera skiljanlegt í núverandi ástandi að fyrirtæki fari í skattaskjól. Ég tek undir það. En við það ástand verða launamenn að standa undir meirihlutanum af samneyslunni (heilbrigðis, velferðar). Ok, lækkum skatta í 20% til að byrja með (tekju og fyrirtækja) sjáum svo til með framhaldið.
Einokun og fákeppni þýðir einfaldlega að það sé ekki möguleiki á að frumkvöðull mæti á svæðið og geri betur. Sem dæmi þá getur verðstríð myndast og þessi litli er bara bolaður í burtu. http://en.wikipedia.org/wiki/Oligopoly
En það er alveg von. T.d. Bónus hér á landi. Svo var Microsoft með alveg yfirburða stöðu á markaði. Fyrir nokkrum árum átti engin sjénns. Nú er landslagið breytt. Þannig hvellurinn er alveg með þetta.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 12:46
@7: Ég veit ekki alveg hvernig þú færð þessa 45% tölu út. Af hverju ekki 47% eða 41%?
Gefum okkur að skattur á fyrirtæki og einstaklinga væri 40% (undir þínum mörkum). Afleiðingar þess skatts væru mjög slæmar, lífskjör væru mun verri en þau gætu verið - atvinnustig lægra og kaupmáttur minni. Háir skattar koma niður á lifistandard. Þetta þekkjum við hérlendis.
Ég sjálfur álít alla þessa skatta vera ólöglega því verið er að taka af eigum einstaklinga og fyrirtækja án þess að fyrir liggi samþykki. Stjórnmálaelítan leyfir mér allra náðarsamlegast að eiga bara hluta minna launa?! Ég hef aldrei samþykkt þessa eignaupptöku.
Svo hafa vinstri menn komið því þannig fyrir að þeir sem standa sig sérstaklega vel fá á sig sérstaka refsingu og þeim er stillt upp eins og anstæðingum samfélagsins - þeim sem mergsjúga það!
Takmarka þarf verulega völd stjórnmálamanna, næsta hrun opnar kannski fyrir þá umræðu. Bankakrísan var bara upphitun, næsta krísa gæti komið fram eftir 2-4 ár eða svo og þá kannski vaknar fólk upp við vondan draum. Þá verður það bara of seint :-(
Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 14:28
@Helgi
Þú baðst um nákvæma tölu. Hún er ekki ekki útreiknuð. Heldur huglægt mat.
Þú baðst um skilgreiningu á ráni. Ég einfaldega sagði þá tölu sem mér finnst vera það. Eins og þú baðst um.
En ef þú ert að tala um draumaskatthlutfallið þá er það 20% tekjuskattur.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 16:39
Ég spái því að þú munir ekki fá neitt af þessu. Eins og er erum við í óvenju mikilli vinstri sveiflu, það hefur alltaf verið þannig, mun alltaf vera, vegna þss að svo margt fólk nennir hvorki að hugsa né vinna.
Fólk vill einokun. Fólk vill þrepaskatt. Fólk heldur að hægt sé að banna fyrirtækjum að flytja auð sinn úr landi.
Fólk stígur ekki í vitið. Það lifir í einhverjum draumaheimi þar sem þeir sem nenna að vinna eiga bara að halda uppi hvaða róna sem er, bara af því.
Og pólitíkin starfar fyrir bæði það fólk, því það kýs, og einhver stórfyrirtæki, sem vilja láta auðvelda sér að fela peninga í skattaskjólum.
Fyrir hina er engin representation.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2013 kl. 18:54
Sjálfstæðisflokkurinn reddar engu samt.
:D
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.