Hlaut að enda með einhverskonar regluverki

Voðalega er auðvelt fyrir vinstri stjórnina að koma inn einhverjum bannlögum. Ljósabekkja, klám, netspil, kynjuð fjárlög o.sfrv. Svíkja svo stjórnarskrámálið og kvótamálið.

Jæja:

 

Ég spila Póker sirka 2-3 í viku, klukkutíma í senn. Aðallega um helgar mér til skemmtunar. Er ekki spilafíkill, hef ekki gamblað húsið frá mér og skulda ekkert. Er reyndar í 1500dollara gróða þegar allt er talið. Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú, ég er með sjónarhornið hjá þeim sem spila pókerinn hérna á Íslandi.

Netspil í pókernum er aðallega hjá Pokerstar.com og Fulltilt.com hér á landi (80%).

 

Það sem hentar okkur sem best er einhverskonar "don´t ask don´t tell" gagnvart yfirvöldum. Við viljum ekki bann við pókerspil augljóslega. Viljum samt ekki að þetta verði leyft. Ef þetta verður leyft með lögum þá væri byggt regluverk í kringum þetta sem ekki hentar okkur. Er sérstaklega að tala um skattinn og eftirlitið með millifærslum.

Þeir sem hafa þetta að atvinnu hafa kannski hæfni sem jafnast á við að vera 20% betri en meðalspilarinn. Þá ætti þessi spilari til lengri tíma vera í 20% gróða af þeirri heild sem hann spilar með. Ef Ögmundur setur 40% skatt þá lækkar "edgið" verulega og forsendur spilarans til þess að hafa þetta að atvinnu breytist. Það má líta á þetta með svipuðum gleraugum fyrir áhugaspilara sem er í fulri vinnu, bara lægri upphæðir um að ræða.

 

Við viljum helst spila í þessu nokkurskonar svartholi sem er í gangi núna þar sem ekkert regluverk er í kringum þetta.

 

En við erum raunsæir. Fyrr eða síðar koma lög í kringum þetta. Það er að gerast í flestum löndum í kringum okkur. Nýlegast á Frakklandi, Ítalíu og fleiri Evrópulöndum. Í USA var þetta bannað og allt gert upptækt á reikningum sumarið 2011.

 

Eina sem við spilarar getum vonast til er að regluverkið verði hagstætt. Það sem ég hef lesið um þetta frumvarp Ögmundar sé ég að þetta er ekki hagstætt. Mér sýnist hann vera fara banna þetta. Af netspilarasamfélaginu sem ég hef aðgang að er mér sagt að alltaf er hægt að finna leið framhjá reglugerðum. Ekki er hægt að controla netinu. Það er bara þannig.

 

Ég vona samt að á endanum leyfi Ögmundur mér að spila smá netpóker í mínum frítíma. Þetta er eitt af þremur aðaláhugamálum mínum og leiðinlegt að Ömmi ætlar að stjórna þeim.

 

P.S. Póker er eina fjárhættuspilið sem hægt er að vera í plús til lengri tíma ("tipparar" geta haft það líka gott). Rúlletta, spilakassar, teningaspil og svona pjúra fjárhættuspil gambling vinnur "húsið" auðvitað alltaf að lokum. Sé ekki tilganginn að spila svoleiðis. Ég er einungis að tala um pókerspil.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Lög um happdrætti úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það getur ekki verið að þetta mál fer í gegn

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2013 kl. 21:58

2 identicon

Held að þú fattir ekki hvað þetta mál er graf alvarlegt frá tækknilegu sjónarhorni.

Gr 10

" Óheimilt er að veita happdrætti, hvort sem starfsemi þess er rekin á Íslandi eða erlendis, sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum, greiðsluþjónustu"

Vandarmálið við þetta er að oft þegar millifært er af kredidkorti þá er ekki augljóst hvert peningarnir fara. Það er oft ekki hægt að sjá hvort peningurinn fór í amazon, steam, kynlífsbúð eða bettson nema að rýna í greiðsluna og leita.

Þannig með þessu er verið að þvinga kredidkorta fyrirtæki að gefa ríkinu upp hvernig notendur þeirra eiða peningunum sínum sem er mikið brot á einkalífi viðkomandi.

Það er mjög létt að komast frammhjá greislukortabanni og þá er hlutur númer 2 sem truflar mig meira. Þar sem er ekki hægt að fylgjast með öllum kredidkortum og ekkert mál að komast framhjá slíku banni er 2 í stöðunni fyrir Happdrættisstofu banna síðurnar eða banna dulkóðun.

Ef sett verður bann á síðurnar þá erum við komin með netlöggu eða ef sett er bann við dulkóðun er netið dautt, ekkert facebook, netbanki eða hvað sem hefur lykilorð.

Þannig annaðhvort hefur þessi stofnun engan tilgang og verður eitt af mörgum ríkisbáknum sem bara sýgur peninga og gerir ekkert eða brýtur á einkalífi okkar og skaðar netið.

Stefnir Húni Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband