Köllum hlutina réttum nöfnum

Þorvaldur skrifar:

"Ef Alþingi tekur sér ekki tak og afgreiðir stjórnarskrárfrumvarpið í samræmi við vilja þjóðarinnar, mun niðurlæging þingsins hafa alvarlegar afleiðingar.


Hvers vegna skyldum við treysta því, þegar formaður Samfylkingarinnar segir, að ekki sé meiri hluti fyrir málinu á Alþingi? Hefur forsætisráðherra staðfest það mat hans? Nei.


Hvers vegna skyldum við treysta einhverri leynitalningu atkvæða í þinginu?


Er ekki miklu nær að greiða atkvæði um frumvarpið í þinginu, svo að þjóðin fái að sjá það fyrir opnum tjöldum, hvaða þingmenn virða þjóðarviljann og hvaða þingmenn stinga þjóðina í bakið?


Málið snýst um þetta.


Þess vegna reyna þau sum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.


Sannið til: Mörg þeirra myndu ekki þora að greiða atkvæði gegn nýrri stjórnarskrá, ef til þess kæmi, og þess vegna reyna þau að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu í þinginu.


Þetta heitir valdarán, eins og margir hafa bent á.


Köllum hlutina réttum nöfnum."

 

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

Hörður (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:09

2 identicon

Sæll.

Ef um er að ræða eitthvað mál sem ÞG styður er það merki um að málið sé algert klúður.

Nú veit ég ekki hvaða mannvitsbrekka í þessu fáránlega ráði setti inn í nýju stjórnarskrána að fólk eigi rétt á mannsæmandi launum en sú klausa er tæpast sú eina þar sem er tóm della miðað við kommana sem þar komu að málum.

ÞG verður að fara að kyngja stoltinu og lifa í sama raunveruleika og aðrir, hann sá ekki hrunið fyrir og nýtur þverrandi trausts. Hann er ekki eins öflugur og hann telur sig vera. Einhver sagði mér að ÞG teldi að bann við lausagöngu búfjár ætti heima í stjórnarskrá. Dæma svona bommertur sig ekki sjálfar?

Hvers vegna að moka miklu fjárhæðum í nýja stjórnarskrá þegar við getum ekki einu sinni farið eftir þeirri sem nú er í gildi?

Þorvaldur: Nú er mál að linni - hættu þessu egótrippi þínu!! Það er orðið of dýrt!! Hættu í fýlu þó þú hafir ekki orðið seðlabankastjóri!!

Helgi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:29

3 identicon

Nýja stjórnarskráin kom inn í bréfalúgunna hjá mér. Las hana og leist bara vel á hana.

Alveg sama þótt Þorvaldur kom að gerð hennar eða ekki, hvað þá hvort hann varð seðlabankastjóri eða ekki.

kv

Sleggjan (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband