Fjölmiðlamenn

Það er alltaf svo gaman að fylgjast með fjölmiðlafólki svona úr fjarlægð. Þeir halda að þeir séu fólkið sem eigi að vera alþingismenn eða forsetar. AÐSTOÐARRITSTJÓRI HÆTTIR. Þetta er frétt fyrir fjölmiðlafólkið sjálft, ekki almenning. Þú sérð aldrei DEILDASTJÓRI PRENTSMIÐJU ODDA HÆTTIR. Aldrei.

hvells


mbl.is Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einfeldningar eru mér að skapi

einn einfaldur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 19:43

2 identicon

Fjölmiðlar og prentsmiðja eru sitt hvort. Þegar aðstoðarritstjóri er látinn fara og undirliggjandi er að eigendavaldið er að hrókera toppstöðum til að losa sig við yfirmenn sem eru ekki nógu þægir eigendum, þá veit almenningur að trúverðugleiki miðils er í hættu.

Almenningi er talin trú um það af eigendunum að ritstjórnir hafi sjálfstæði frá auglýsenda og eigendavaldi og lúti eingöngu þjónustu við lesandann, þess vegna er sagt 4.valdið um fjölmiðlana og almenningur vill trúa því sem fjölmiðillinn segir frá.

En ef sjálfstæði ritstjórnar er ekki á hreinu þá getur lesandinn ekki treyst því að sagt sé rétt frá t.d. þjófnaði Jóns Ásgeirs, málaferlum hans og viðskiptum.

Þannig er trúverðugleiki fjölmiðla mikilvægur.

En það er greinilegt að pistlahöfundur hér hefur alist upp á Íslandi og aldrei kynnst fjölmiðlalandslagi stærri þjóða þar sem eru til vandaðir fréttamiðlar og upplýst fólk gerir þær kröfur til miðlanna að þeir séu traustvekjandi.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við skulum hafa það á hreinu að þú Rósa hefur ekki "kynnst" fjölbreyttar "fjölmiðlalandslagi" en síðuhöfundar. Þú hefur allavega ekki fært nein sannfærandi rök fyrir því (eða engin rök yfir höfuð)

Svo var það aðstoðarritstjórinn sem hætti. En ekki öfugt.

En endulega komdu með dæmi um fjölmiðil svo við getum sokkið okkur ofaní og lesið. Er hann hlutlaus? Eða er til hlutlaus fjölmiðill yfir höfuð?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband